Vikan


Vikan - 12.11.1992, Side 28

Vikan - 12.11.1992, Side 28
TÆPLEGA 250 LOG BÁRUST í KEPPNINA Anna Mjöll Ólafs- dóttir bar sigur úr býtum í landslags- keppninni í fyrra.▼ Stelpur, Ég fer, Um miðja nótt, Til botns, í ævintýraheim... Þetta er ekki yfirlýsing frá ævintýra- gjörnum ungum manni heldur heiti fimm af þeim tíu lögum sem keppa til úrslita í Lands- laginu á Akureyri þann 20. nóvember í Sjallanum. Hin lögin heita: Ég elska þig, Indí - Indí, Aðeins þú, Mishapp og Leiktækjasalur. Úrslitin verða í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni og það verður mikið um dýrðir á Akureyri þegar Hinrik Ólafsson, kynnir keppninnar, tilkynnir um mið- nætti hvaða lag hefur verið valið til að bera titilinn Lands- lagið 1992. Alls bárust dómnefndinni 247 lög enda er til mikils að vinna fyrir metnaðarfulla tón- smiði. Landslagið gefur þekktum og óþekktum laga- höfundum kost á að koma lögum sínum á framfæri og það fylgir því mikil viður- kenning að komast í eitt af efstu sætunum. Auk þess eru vegleg verðlaun í boði. Höfundur Landslagsins fær eina milljón króna í pening- um og tekur heim með sér silfurrósarunna, farandgrip keppninnar. Sigurvegari Landslagsins verður ekki sá eini sem fær viðurkenningu í Sjallanum á úrslitakvöldinu því íslenska útvarpsfélagið tilnefnir þann tónlistarmann sem þykir hafa lagt mikið af mörkum til íslensks tónlistar- lífs og Gull og silfur hf. hann- ar, smíðar og gefur viðkom- andi listamanni glæsilegan skartgrip sem kallast skraut- fjöðrin. Aðstandendur Lands- lagsins eru íslenska útvarps- félagið, Stöð 2, Bylgjan, Samver og Flugleiðir - inn- anlandsflug en Akureyrarbær og fleiri aðilar studdu keppn- ina. Dómnefndin er eflaust þreytt í eyrunum því það tekur um 17 klukkustundir samfleytt að hlusta á lögin 247 einu sinni. Nefndin var valin af kostgæfni enda er verkefni hennar sérstaklega erfitt. Dómnefndin, þau Ingimar Ey- dal, Helga Möller, Stefán Hilmarsson og Ágúst Héðins- son, mátti ekki láta blekkjast af því hvernig lögin hljómuðu á snældunum sem lagahöf- undarnir sendu inn því að- staða þeirra til að forvinna lögin er ákaflega misjöfn. Sumir rauluðu lagið inn á venjulegt segulbandstæki og glömruðu undir á gítar en aðr- ir hafa vísi að hljóðveri heima hjá sér. Dómnefndin varð að sperra eyrun og kafa undir skruðningana og ræskingarn- ar til að finna hvað tónverkin hafa raunverulega upp á að bjóða. Þegar tónlistin berst á- horfendum til eyrna verður þó annað uppi á teningnum. Þor- valdur B. Þorvaldsson útsetur lögin og stjórnar hljóðupptöku þeirra og þau verða flutt af mjög frambærilegum tónlistar- mönnum. Öll lögin, sem völdust í úr- slitin, verða kynnt á Stöð 2, eitt á hverju kvöldi frá 8. nóv- ember til og með 17. nóvem- ber og Japis hf. mun gefa þau út á geisladiski. Landslagið er lifandi keppni, það sést best á þeim vinsældum sem vinn- ingslög liðinna ára hafa notið. Til dæmis má nefna lögin sem urðu í öðru og þriðja sæti árið 1989, Brotnar myndir með Rúnari Þór og Ráðhúsið í flutningi hljómsveitarinnar Sveitin milli sanda, fyrir utan vinningslagið sjálft, Við eigum samleið - með Stjórninni. Það sama má segja um þau lög sem urðu í efstu sætunum ári síðar, Kinn við kinn með Jó- hannesi Eiðssyni, Ég fell í stafi með Sigrúnu Evu Ár- mannsdóttur og Landslagið sjálft, Álfheiður Björk í flutn- ingi Eyjólfs Kristjánssonar og Björns Jr. Friðbjörnssonar. Það má sem sé fastlega reikna með að lögin sem keppa á Akureyri að þessu sinni eigi eftir að gæla mjög við hlustir íslendinga í náinni framtíð. □
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.