Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 28
TÆPLEGA 250 LOG
BÁRUST í KEPPNINA
Anna Mjöll
Ólafs-
dóttir bar
sigur úr
býtum í
landslags-
keppninni
í fyrra.▼
Stelpur, Ég fer, Um
miðja nótt, Til botns, í
ævintýraheim... Þetta
er ekki yfirlýsing frá ævintýra-
gjörnum ungum manni heldur
heiti fimm af þeim tíu lögum
sem keppa til úrslita í Lands-
laginu á Akureyri þann 20.
nóvember í Sjallanum. Hin
lögin heita: Ég elska þig, Indí
- Indí, Aðeins þú, Mishapp og
Leiktækjasalur. Úrslitin verða
í beinni útsendingu á Stöð 2
og Bylgjunni og það verður
mikið um dýrðir á Akureyri
þegar Hinrik Ólafsson, kynnir
keppninnar, tilkynnir um mið-
nætti hvaða lag hefur verið
valið til að bera titilinn Lands-
lagið 1992.
Alls bárust dómnefndinni
247 lög enda er til mikils að
vinna fyrir metnaðarfulla tón-
smiði. Landslagið gefur
þekktum og óþekktum laga-
höfundum kost á að koma
lögum sínum á framfæri og
það fylgir því mikil viður-
kenning að komast í eitt af
efstu sætunum. Auk þess
eru vegleg verðlaun í boði.
Höfundur Landslagsins fær
eina milljón króna í pening-
um og tekur heim með sér
silfurrósarunna, farandgrip
keppninnar. Sigurvegari
Landslagsins verður ekki sá
eini sem fær viðurkenningu í
Sjallanum á úrslitakvöldinu
því íslenska útvarpsfélagið
tilnefnir þann tónlistarmann
sem þykir hafa lagt mikið af
mörkum til íslensks tónlistar-
lífs og Gull og silfur hf. hann-
ar, smíðar og gefur viðkom-
andi listamanni glæsilegan
skartgrip sem kallast skraut-
fjöðrin. Aðstandendur Lands-
lagsins eru íslenska útvarps-
félagið, Stöð 2, Bylgjan,
Samver og Flugleiðir - inn-
anlandsflug en Akureyrarbær
og fleiri aðilar studdu keppn-
ina.
Dómnefndin er eflaust
þreytt í eyrunum því það tekur
um 17 klukkustundir samfleytt
að hlusta á lögin 247 einu
sinni. Nefndin var valin af
kostgæfni enda er verkefni
hennar sérstaklega erfitt.
Dómnefndin, þau Ingimar Ey-
dal, Helga Möller, Stefán
Hilmarsson og Ágúst Héðins-
son, mátti ekki láta blekkjast
af því hvernig lögin hljómuðu
á snældunum sem lagahöf-
undarnir sendu inn því að-
staða þeirra til að forvinna
lögin er ákaflega misjöfn.
Sumir rauluðu lagið inn á
venjulegt segulbandstæki og
glömruðu undir á gítar en aðr-
ir hafa vísi að hljóðveri heima
hjá sér. Dómnefndin varð að
sperra eyrun og kafa undir
skruðningana og ræskingarn-
ar til að finna hvað tónverkin
hafa raunverulega upp á að
bjóða. Þegar tónlistin berst á-
horfendum til eyrna verður þó
annað uppi á teningnum. Þor-
valdur B. Þorvaldsson útsetur
lögin og stjórnar hljóðupptöku
þeirra og þau verða flutt af
mjög frambærilegum tónlistar-
mönnum.
Öll lögin, sem völdust í úr-
slitin, verða kynnt á Stöð 2,
eitt á hverju kvöldi frá 8. nóv-
ember til og með 17. nóvem-
ber og Japis hf. mun gefa þau
út á geisladiski. Landslagið er
lifandi keppni, það sést best á
þeim vinsældum sem vinn-
ingslög liðinna ára hafa notið.
Til dæmis má nefna lögin sem
urðu í öðru og þriðja sæti árið
1989, Brotnar myndir með
Rúnari Þór og Ráðhúsið í
flutningi hljómsveitarinnar
Sveitin milli sanda, fyrir utan
vinningslagið sjálft, Við eigum
samleið - með Stjórninni. Það
sama má segja um þau lög
sem urðu í efstu sætunum ári
síðar, Kinn við kinn með Jó-
hannesi Eiðssyni, Ég fell í
stafi með Sigrúnu Evu Ár-
mannsdóttur og Landslagið
sjálft, Álfheiður Björk í flutn-
ingi Eyjólfs Kristjánssonar og
Björns Jr. Friðbjörnssonar.
Það má sem sé fastlega
reikna með að lögin sem
keppa á Akureyri að þessu
sinni eigi eftir að gæla mjög
við hlustir íslendinga í náinni
framtíð. □