Vikan - 12.11.1992, Page 30
ÁRNI PÉTUR - VALDI FLYG - STEINUNN & RÓSA GUÐNÝ:
NOKKUR VEL VALIN ORÐ ÚR
HUtllEGM HAMINGJU
Leikararn-
ir bak-
sviös aö
lesa sig
saman
eins og
þaö er
kallaö,
fyrir
sýningu. T
Ekki henda neinu. Við
skulum geyma ösku-
bakkana og allt sem er
í þeim! Þetta mælir Hlín Agn-
arsdóttir, leikstjóri leikritsins
Hræðileg hamingja sem Al-
þýðuleikhúsið hefur tekið til
sýninga. Og það má geta
þess til gamans að öskubakk-
arnir innihalda einungis hefð-
bundnar leifar vindlingareyk-
inga sem eru dýrmætar í
þessu tilviki, fyrir sýninguna.
Árni Pétur fer úr öllu, leggst
undir ábreiðuna i sófanum og
ballið getur byrjað. Rósa Guð-
ný Þórsdóttir bíður átekta,
Valdimar Örn Flygenring er
úti, hinkrar rólegur eftir því að
fá að koma inn og Steinunn
Ólafsdóttir fer í hlutverk
hvíslarans, hún byrjar ekki fyrr
en rétt fyrir hlé.
Leikmyndin er íbúð, full af
áhorfendum sem umkringja
leikarana. Þannig verða þeir
fyrrnefndu óbeinlínis þátttak-
endur í leiknum. Þeir þurfa að
hlusta á konu barða til óbóta í
næsta herbergi án þess að
sjá nokkuð eða geta rönd við
reist. Þeir verða vitni að hisp-
urslausum athöfnum hjóna
inni á heimilinu enda þykist
fólk öruggt þar, ef nokkurs
staðar. Og það að þetta er
leikrit breytir engu um að fólk-
ið sem er að leika eftir hand-
ritinu virðist alls ekki taka eftir
því að það er ekki heima hjá
sér. Hvað þá að allt er fullt af
fólki. Skemmtilega léttleikandi
framkoma leikaranna gefur á-
horfandanum þá tilfinningu að
heimilisfólkið verði hans ekki
vart, þrátt fyrir að það horfist
nánast í augu við hann og sé
í seilingarfjarlægð að fara
með rulluna sína.
VIKAN í PLASTPOKA
Leikritið er ekki beint gaman-
leikrit en er samt sem áður
fullt af kímni og fyndnum til-
svörum. Það er skrifað upp á
sænsku af Lars Norén árið
1981 en Hlín segir það eigin-
lega lýsandi fyrir partí á ís-
landi sem haldið er eftir að
skemmtistöðum er lokað á
nóttunni. Þá er drukkið ó-
tæpilega og opinberanir
sálnanna ekki langt undan.
Orðbragðið er eftir því og
þegar blaðamaður bað leik-
arana um að segja sér eftir-
lætis orðræður þeirra úr
verkinu sagði Valdimar að
þá þyrfti að selja Vikuna í
plastpoka! Þarna er klæmst í
gamni og alvöru, svívirt og
sukkað, allt er á fullri ferð um
grafgötur orðgnægtarinnar.
En hér verður að negla fyrir
að sinni og til þess notum við
hárbeitta orðfleyga úr leikrit-
inu að hætti leikaranna
sjálfra. □
Árni Pétur Guðjónsson:
„Veistu, hún vill ekki sofa í
sama rúmi og ég lengur af
því ég vii gera þaö i svefni!"
Steinunn Ólafsdóttir:
„Fyrirgeföu: Þaö er eins og
ég hafi orðið fyrir hræðilegri
hamingju."
Valdimar Örn Flygenring:
„Er ég aö ljúga?“
Rósa Guöný Pórsdóttir:
„Ég skil ekki hvernig líkami
ykkar getur andaö án
skauts. Mér myndi finnast
ég vera kyrkt!"
26 VIKAN 21.TBL. 1992