Vikan


Vikan - 12.11.1992, Page 33

Vikan - 12.11.1992, Page 33
jarðarkringlunni, er japanskur og þau reynast öll þaðan nema eitt. Hún segir að myndirnar, sem hún leikstýrir, séu fyrst og fremst amer- ískar en þær séu ætlaðar fyrir áhorfendur um allan heim. Hún segir að það sé engin leið að hlaupa frá uppruna sínum og myndirnar henn- ar séu líka „myndir gerðar af konu“. „Það er erfitt að segja hvað það var sem var erfiðast við gerð myndarinnar en tíma- pressan, sem ég var undir, var vissulega oft stressandi. Það leið aðeins eitt ár frá því að ég f sá handritið þangað til ég þurfti að skila mynd- inni í dreifingu. Það er óvenju stuttur timi og stundum var allt í járnum með að halda áætl- un. Myndin er að mestu skotin að nóttu til og það er ekkert grín fyrir leikstjóra, sem er að leikstýra annarri mynd sinni, að stjórna fimm mjög ólíkum aðalleikurum í einu. Það er ekki hægt að hugsa sér óskyldari leikara en Paul Reubens (Pee Wee Herman) og Rutger Hauer (Blade Runner) eða gamla brýnið Donald Sutherland og Luke Perry úr Beverly Hills 90210 þáttunum. Það sem ég er ánægðust með er að leikurinn er frábær hjá þeim öllum, svo ekki sé minnst á Kristy Swanson, þannig að myndin smellur saman á sannfærandi hátt.“ - Kom það niður á myndinni hvað tíminn við gerð hennar var takmarkaður? „Ef myndin væri eitthvað annað en Buffy blóðsugubani efast ég ekki um að hún hefði goldið fyrir tímaleysið. Gerð myndarinnar var hins vegar töluvert í líkingu við að semja lag. Þetta er fjörug mynd, eins konar rokk. Ég hefði aftur á móti þegið að hafa meira fé Buffy ákveður hér örlög einnar blóósugunnar. Leikstjórinn segir að þetta sé gamansöm ástarsaga með blóðsugum en ekki blóðsugumynd. handa á milli til að eyða í „special effects“, láta persónurnar fljúga og þar fram eftir göt- unum en þeningaleysið er kross sem allir kvikmyndagerðamenn verða að bera. Það er aldrei of mikið af seðlum." - Gamanmyndir og hrollvekjumyndir eru andstæðir pólar. Hvernig gekk að blanda þessu saman? „Ég hef reynslu af gerð gamanmynda en enga af hrollvekjum. Það sem ég gerði var að gefa leikurunum nokkuð frjálsar hendur í tján- ingunni á þessu atriði vegna þess að ég hef meiri áhuga á poppmenningu en hryllingi sem slíkum. í stað þess að gera hryllinginn eins raunverulegan og hræðandi og ég gat kaus ég að búa til „popphrylling“ en ég held að það hafi verið eina leiðin til að láta hryllinginn passa inn í myndina á sannfærandi hátt.“ - Endurspeglar leikaravalið að einhverju leyti áhuga þinn á poppmenningu? „Já, hundrað prósent. Hver kemur fyrst upp í hugann þegar þú hugsar um vondan náunga sem leikinn er af Evrópumanni? Rutger að sjálfsögðu. Ég gleymi ekki þegar fundum okk- ar bar fyrst saman. Ég hélt að hann mundi drepa mig með ísköldu augnaráðinu en í rauninni er hann mesta Ijúfmenni. Sem betur fer leist honum vel á að Paul Reubens léki á ▲ Leikstjórinn t.v., Fran Rubel Kuzui, og Kristy Swanson. Loftur Atii Eiríksson hitti þær aö máli fyrir Vikuna. móti sér og það kom mér á óvart hvað sú hugmynd fékk góð viðbrögð víða. (Paul þessi hefur séð um barnatíma í bandarísku sjón- varpi um árabil. Innsk. blm.) Þeir báðir og Luke Perry hafa allir ákveðna en mjög ólíka táknmynd í huga fólks og að sjá þá alla sam- an á tjaldinu er geggjað í sjálfu sér.“ - Þó að myndin hafi fengið mjög góða dóma gagnrýnenda hefur hún ekki skilað miklu af peningum. Ertþú vonsvikin yfir því? „Þetta fer alveg eftir því við hvað er miðað. Ég starfa líka við kvikmyndadreifingu og ég get sagt þér að myndir sem kostuðu svipað í framleiðslu og Buffy blóðsugubani, eins og Wild at Heart og Barton Fink, gerðu það ekki eins gott í miðasölunni fyrstu helgarnar. Þeg- ar uþþ er staðið munu þessar myndir aðeins hafa halað inn brot af því sem Buffy hefur þénað. Það er engin sérstök stjarna sem virki- lega trekkir áhorfendur að myndinni en það hefði að sjálfsögðu verið æskilegt að fá inn meiri peninga. Peningar eru völd og það hefði komið sér vel fyrir næstu mynd sem ég geri og einnig kynsystur mínar almennt í stétt leik- stjóra.“ - Verður næsta mynd, sem þú gerir, líka gamanmynd? „Ég veit það ekki en ég á erfitt með að hugsa til þess að gera kvikmynd án þess að það sé nokkur húmor í henni. Það eru nokkrar hugmyndir sem ég hef áhuga á að vinna úr. Ég er í nokkurn tíma búin að vinna með hand- rit sem er byggt á raunverulegri reynslu úr mínu eigin lífi. Það er saga um mjög sterka og sjálfstæða konu sem fær sér „eiginkonu" í Frh. á bls. 90 21.TBL. 1992 VIKAN 29 TEXTI: LOFTUR ATLIEIRÍKSSON / UÓSM.: ALEX BERLINGER OG RON PHILIPS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.