Vikan


Vikan - 12.11.1992, Page 42

Vikan - 12.11.1992, Page 42
 fjjgggg ÞAÐ SKIPTIR MÁLI C3 -=£ ry- OQ Hún er glaðlega og fín- leg, með ákveðinn svip á andlitinu. Segist hafa verið fjörkálfur í æsku og er það ef til vill enn. Hún á sérstæða sögu að segja okk- ur, segir hana til að þeir sem líka reynslu hafa geti unnið með reynslu sína og fengið frelsi frá henni. Þeir leyfa þá ekki reynslunni að stjórna lífi sínu og valda sér meiri sárs- auka en orðið er. Reynslu fórnarlambs kynferðislegrar misnotkunar. „Við sem höfum orðið fyrir misnotkun berum ekki ábyrgð á því að hafa orðið fyrir mis- notkun, hverjar sem aðstæður hafa verið. Við berum þess merki tilfinningalega, það hafði afleiðingar sem hafa mótað okkur og viðhorf okkar til lífsins og tilverunnar. Hvaða skilaboð eru það til lítils barns að verða fyrir misnotkun og hvað augum lítur það sjálft sig við þessar aðstæður? Skömm, reiði og vanmáttar- kennd eru tilfinningar sem við upplifum flest við misnotkun og oft beinast þær inn á við en ekki í garð þess sem mis- notar. Ég þekki þá tíma að trúa ekki á sjálfa mig né aðra, að finnast lífið lítils virði og hefði ekki trúað að ég ætti eftir að nota stór jákvæð lýsingarorð um líðan mína eða viðhorf mín til lífsins. Það er langur vegur á milli þessara punkta í lífi mínu og langar mig að varpa Ijósi á þá ef ég get.“ Sigurjóna gerir hlé á máli sínu. Úr augum hennar skín ákveðni og raunsæi. Hún hef- ur starfað sem ráðgjafi í Stígamótum í tvö og hálft ár og hjálpað konum að takast á við sársaukafulla reynslu vegna kynferðislegrar mis- notkunar. Núna vinnur hún sjálfstætt, er með eigin ráð- gjafarþjónustu að Síðumúla 33 og einnig vinnur hún fyrir ýmsar stofnanir og heimili, tímabundin verkefni er tengj- ast þessum málum. „Því miður er þetta algeng- ara en margur gerir sér grein fyrir og mörg börn eru misnot- uð í dag, bæði drengir og stúlkur. Umræðan, sem hefur verið í gangi undanfarið, er ekki óþörf, síður en svo. Sá sem hefur verið misnotaður lengi gerir sér ekki grein fyrir eigin þörfum, verður mjög meðvirkur og á erfitt með að lifa á eigin forsendum, lifa sjálfstæðu lífi. Ekki er síður brýnt að þær eða þeir sem eldri eru og hafa orðið fyrir þessu taki á vandanum vegna þess að þetta fylgir fólki, heftir það og fjötrar. Það er sárt að taka reynsluna fram og mikil vinna að koma sér í gegnum ráðgjöf en það verður að ger- ast. Þegar ég gerði mér grein fyrir að eitthvað væri að gerð- ist það smátt og smátt. Oljós- ar minningar, sem ég fékk síðan staðfestar, voru þarna og hindruðu mig í að vera sátta. Ekkert barn á svona minningar nema það hafi orð- ið fyrir einhverju slfku. Einhver vildi ef til vill spyrja hvers vegna megi ekki láta þetta hvíla og svara ég því til að það er ekki hægt að fá frelsi frá þessari reynslu nema vinna með hana. Jafnvel þótt minningarnar séu óljósar þarf að gefa þeim gaum og sinna þeim því annars getur við- komandi ekki orðið hamingju- söm og sátt við sitt hlutskipti. Finnur of mikið til.“ Við spjöllum áfram, fáum okkur te og ræðum fortíðina þegar við tvær þekktumst sem nemandi og kennari. Báðar dálítið óöruggar um sjálfar okkur á þessu ævi- skeiði, fyrir tuttugu árum. „Var ég ekki óþekk?“ spyr Sigurjóna alvarleg en blaða- maður mundi aðeins eftir fjör- legri stelpu sem var síbros- andi. „Gat ég eitthvað kennt?“ spyr blaðamaður á móti og fær þau svör að hafa verið mjög þolinmóð við ungling- ana. „Ég gekk í gegnum tímabil mikillar upplausnar og óreglu. Ég sat uppi með mikla skömm og virtist ekki komast neitt á- leiðis. Það er samt eiginlega ekki hægt að tala um að eitt- hvað sé mikið eða lítið þegar afleiðingarnar eru þær sömu. Eftir áralanga vinnu, svo- kallaða tólf spora vinnu þar sem ég tók á vandamálum mínum, gat ég síðan farið að Frh. á næstu opnu „Við sem höfum orðið fyrir misnotkun berum ekki ábyrgð á því að hafa orðiS fyrir misnotkun, hverjar sem aðstæður hafa verið," segir Sigurjóna Kristinsdóttir ráðgjafi. 38 VIKAN 23.TBL. 1992
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.