Vikan


Vikan - 12.11.1992, Síða 45

Vikan - 12.11.1992, Síða 45
Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, samskipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vandamálum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík Fólk leitar þá gjarnan til mín og ég fæ mikið út úr því. Þannig á ég líka alltaf ein- hvern að ef ég þarf á hjálp að halda.“ Hvor hefur svo rétt fyr- ir sér? Eða hefur annar rétt- ara fyrir sér en hinn? Ef til vill getum við litið frekar til þeirra aðstæðna sem orðin tvö eru sögð í heldur en að takmarka okkur við skilninginn á þeim einum. AÐ GERA KRÖFUR TIL ANNARRA Að gera kröfur til annarra felur í sér að viðkomandi er að hugsa um sjálfan sig en ekki þann sem hann er að gera kröfur á. Hann væntir ein- hvers af þeim sem hann gerir kröfur til, einhvers sem hann græðir eitthvað á sjálfur. Hann er því vanur að hugsa um sinn hag og gerir ráð fyrir að aðrir geri það líka. Sá sem hugsar meira um aðra en sjálfan sig hugsar meira um hag annarra og býst því við að aðrir geri það Ifka. Hann á því erfitt með að gera kröfur á aðra þar sem það fel- ur í sér eiginhagsmunasemi. Hann reynir því að komast hjá að gera slíkar kröfur, til þess að valda öðrum ekki óþæg- indum. Sá sem getur gert kröfur getur því líka sagt NEI en sá sem ekki getur gert kröfur segir JÁ til að valda öðrum ekki óþægindum. Það er því mikilvægt að átta sig á því að það að geta sagt NEI er ná- tengt því að geta gert kröfur á aðra. Sá sem gerir kröfur til ann- arra hugsar um sjálfan sig og býst við að aðrir geri það einnig. Þegar honum er svar- að JA gerir hann ráð fyrir að viðkomandi meini JÁ og hafi haft sjálfan sig í huga við svarið. Hann er því ekkert að velta því fyrir sér hvort hann sé að ganga yfir hinn aðilann eða ekki. Fái hann NEI er hann á sama hátt viss um að svarandinn hafi sjálfan sig og sínar þarfir í huga við svarið. Hann tekur það því ekki þer- sónulega eða sem höfnun eins og sá myndi gera sem hugsar fyrst um aðra og býst við að aðrir hugsi eins. Hættan við að neita kröfu er því ekki nærri eins mikil og sá heldur sem á erfitt með að segja NEI. NEI SEM HÆGT ER AÐ VIRÐA Það sem gildir er að vera hreinn og beinn í tjáskiptum. Diplómatískt svar, eins og pólitíkusar eru þekktir fyrir - svar sem hvorki játar eða neitar, gildir ekki og veldur að- eins þirringi. Ákveðið svar, sem jafnframt er gefin skýring á, er líklegast til að auka virð- ingu þína út á við. Það að segja einungis „NEI“ eða „Nei, þetta geri ég ekki“ býður upp á áframhaldandi suð og nudd eða umræður um NEI-ið. Það er hægt að höfða til sektar- kenndar og beþda á þröng- sýni og slíku getur verið erfitt að svara. Því er mikilvægt að þú vitir sjálfur óhikað að þú vilt segja nei og hvers vegna. Dæmi: „Mér þykir það leitt en ég var búinn að ákveða (eða þarf) að gera annað“ eða „á- hugi minn fyrir málefninu er svo takmarkaður að ég mun aðeins gera þetta með hang- andi hendi. Ég vil því ekki taka þetta að mér.“ Orðið NEI kemur hvergi fyrir í setningun- um en samt er um neitandi svör að ræða, svör sem ólík- legt er að verði ekki tekin góð og gild og borin virðing fyrir. AÐ LOKUM Galdurinn við að segja NEI er að kunna að segja ákveðið NEI og fá virðingu fyrir því en einnig að geta sagt JÁ og fá aðra til að treysta því að það þýði í rauninni JÁ. Það er nefnilega svo með marga sem alltáf segja JÁ að þeir taka svo mikið að sér að aðrir hætta að treysta á að JÁ-ið sé meint i raun og veru. Jafn- framt gildir sú gullna regla að segja einungis NEI við því sem þú raunverulega vilt segja NEI við en segja hins vegar JÁ við því sem þig langar að takast á við, sjálfum þér til ánægju og ef til vill til þroska. Ég vona að svarið hjálpi þér eitthvað í áttina. Þitt er svo að nota orðin þannig að þér líði betur. Kveðja, Sigtryggur ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Snyrtivöruversl. Cher, Laugavegi 76 Spes, Háaleitisbraut 58-60 • Snyrtihús Heiðars, Vesturgötu 19 • Saloon Ritz, Laugavegi 66 • Snyrtistofa Kristínar, Ásvailagötu 77 ■ Hárgreiöslust. Hótel Loftleiðum, Reykjavíkurflugvelli • Ingólfsapótek, Kringlunni 8-12 ■ Verslunin 17, Laugavegi 91 • Snyrtistofan NN, Kringlunni 6 ■ cSnyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82 ■ Snyrtistofan Fegrun, Búðargerði 10 • Hár og förðun, Faxafeni 8 ■ KÓPAVOGUR: Gott útlit, Nýbýlavegi 14 ■ Snyrtistofan Rós, Engihjalla 8 • GARÐAB/ER: Snyrtihöllin, Garðatorgi • HAFNARFJÖRÐUR: Versl. Dísella, Miövangi ■ KEFLAVÍK: Snyrtivöruversl. Smart • AKRANES: • Versl. Perla • BOR- GARNES: Apótek Borgarness ■ ÍSAFJÖRÐUR: Snyrtistofan Sóley • Versl. Krisma • FLATEYRI: Félagskaup • PATREKSFJÖRÐUR: Patreksapótek ■ SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirðingabúð • Snyrtistofan Táin ■ AKUREYRI: Vörusalan ■ Betri líðan ■ Snyrtistofan Eva ■ Verslunin Ynja • DALVÍK: Snyrtistofa Ingu • HÚSAVÍK: Snyrtistofan Hilma ■ VOP- NAFJÖRÐUR: .Lyfsalan • NESKAUPSTAÐUR: Nesbær: HÖFN: Snyrtistofa Ólafar ■ HVERAGERÐI: Ölfusapótek ■ VESTMANNAEY- JAR: Miðbær. REKÍS hf. - SÍMI: 26525 23.TBL. 1992 VIKAN 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.