Vikan


Vikan - 12.11.1992, Qupperneq 46

Vikan - 12.11.1992, Qupperneq 46
TEXTIOG UÓSM.: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON ARNGUNNUR ÝR AFRÍSKUR TROMMUSÚTTUR OG DANS Skrautlegir og taktvissir Chuka-trommarar frá Kenya. Þeir vöktu mikla hrifningu gesta Hlaö- varpans. að er ekki á hverjum degi sem hér á landi eru staddir trommu- leikarar frá „svörtustu" Afríku. Ekki alls fyrir löngu komu þó hingað frá Kenya trymblar er nefna sig „The Chuka Drum- mers of Mount Kenya Safari Club“ og voru fimm talsins. Þeir voru hér í tengslum við svokallaða Kenya-viku sem Flugleiðir, flugfélag Kenya og Hlaðvarpinn stóðu fyrir. Komu þeir fram í kjallara Hlaðvarpans með atriði sitt sem var trommusláttur og dans. Var atriðið geysilega taktfast og æði skrautlegt, ekki síst vegna búninganna en fuglavængir voru meðal þess sem kapparnir hengdu á sig. Vakti atriðið mikla hrifningu meðal áhorfenda. Listamennirnir komu líka fram í þætti hjá Hemma Gunn en fluttu þar aðeins tæplega þriðjung atriðisins. Talsmaður þeirra Chuka- dansara, Jacob M. Muthuri, reyndist fús að upplýsa blaðamann um innihald atrið- isins. ALDAGAMALL DANS „Dansinn er í raun þríþættur. Fyrsti hlutinn er um stríðs- menn og gerist eftir að þeir hafa unnið mikla sigra í orr- ustum. Þá snúa þeir heim til fjölskyldna sinna og fagna innilega. Annar hlutinn fjallar um tilbeiðslu til Guðs en þá biðja þeir um góða úrkomu fyrir kornuppskeruna og þriðji hluti dansins er um hjónband. Þar er verið að fagna nýgift- um hjónum. Dansinn er margra alda gamall, hefur gengið kynslóð fram af kyn- slóð og þegar þessir menn,“ segir hann og bendir á trommarana, „fara á vit for- feðra sinna hafa þeir að sjálf- sögðu kennt börnum sínum þennan dans og trommuslátt. Börnin fá trommur [ samræmi við sína stærð eins fljótt og hægt er, meðal annars í skól- um.“ BJÖLLUR Á KÁLFUNUM Trommararnir eru af ættbálki Achuka og koma frá austur- hluta Kenya-fjallsins. Þar stundar ættbálkur þeirra land- búnað í frjósömum hlíðunum og te og kaffi er ræktað til út- flutnings. Þeir nota ekki bara trommur heldur eru líka með flautur ýmiss konar og litlar bjöllur sem þeir festa við kálf- ana. Af því sést að hér er eig- inlega miklu meira en bara trommusláttur á ferð. Meira að segja má flokka strápilsin sem hljóðfæri því með þeim má ná fram skemmtilegustu hljóðum. Hingað kom hópurinn frá Sviss en ísland er það nyrsta sem þeir hafa farið og voru þeir mjög ánægðir með við- tökurnar hér. „Hér er kalt en okkur er ekki kalt, við svitn- um,“ sagði Jacob M. Muthuri og skellihló. □ Frh.af bls. 12. um okkur. Arngunnur segist hafa fengið hana gefins en hún sé af einhverju fínu og fáséðu kínversku kyni. Það hefur oft verið sagt að hundar líkist eigendum sínum en mér finnst ég sjá Machine í verkum Arng- unnar þó hún vilji ekki kannast við að hafa orðið fyrir innblæstri úr þeirri áttinni. „Ég er með mörg járn í eldinum og það má eiginlega segja að ég sé í mörgum hluta- störfum. Ég er að kenna á tveimur stöðum. Annars vegar er það prógramm fyrir ellilífeyr- isþega á vegum borgarinnar og hins vegar í Montessori-skóla en það er skóli sem byggir á kennslukerfi svipuðu því sem kennt er við Rudolf Steiner og nemendurnir eru á aldrin- um tveggja til sex ára. Þetta er mjög skap- andi kennsluaðferð, mikið lagt upp úr því að hjálpa nemendum að sjá að það eru margir möguleikar til úrlausna og ýtt er undir ímynd- unarafl og sköpunarþrá þeirra. Ég held enn- þá tengslunum við teiknimyndagerðina og er að vinna að verkefni þar og svo sinni ég tón- listinni einnig eftir getu.“ Arngunnur gerir ekki mikið úr fjölhæfni sinni en hún spilar listilega á þverflautu sem hún lærði á í sautján ár og hún leikur í félagi við hörpuleikara við ýmis tækifæri. Þá syng- ur hún einnig í söngsveit sex íslenskra kvenna á San Francisco-svæðinu, sjálfri sér og öðrum til skemmtunar. „Það er verið að reisa nýja listamiðstöð í San Francisco og ég var valin ásamt fimm öðrum listamönnum til að gera veggmyndir á girðinguna umhverfis framkvæmdasvæðið. Ég ákvað að fá gamla fólkið, sem ég hef ver- ið að kenna, til samstarfs ásamt unglingum úr hverfinu þar sem Iistamiðstöðin á að standa. Við héldum nokkra fundi og af því að þau búa þarna í hverfinu en ekki ég lagði ég áherslu á að móta hugmyndina að verkinu eftir óskum þeirra. Þau vildu fegra umhverfið og hafa verkið jákvætt en þetta fólk er ættað víðsveg- ar að úr heiminum. Niðurstaðan varð sú að nota þá staðreynd í verkið og skapa einhvers konar vef sem endurspeglaði ákveðna heild unna út frá mismunandi menningarsamfélög- um. Verkið samanstendur af risastórum blómum sem eru gerð úr landakortum frá mörgum löndum og síðan skín sól í miðjunni sem gerð er úr dagblöðum prentuðum á ólík- um tungumálum. Gamla fólkið samdi að auki Ijóð í sameiningu og það verður einnig hluti af verkinu. Þetta hefur verið mjög skemmtileg samvinna og gengur vel en þó að sumt af þessu fólki hafi ekki byrjað að fást við mynd- list fyrr en eftir sextugt er það ótrúlega hæfi- leikaríkt og hresst. Við setjum einnig upp samsýningu með verkum þess fljótlega." Mig langar til að sjá veggmyndina og þeysi á eftir Arngunni, sem er á litlum pallbíl fullum af málningargræjum, til miðbæjarins. Tíminn hefur hlaupið frá okkur og hópur ung- linga og ein eldri kona bíða eftir henni. Arn- gunnur er fljót að koma hópnum af stað og ég tek nokkrar myndir. fslensk fjölmiðla- menning á fulltrúa í gömlu eintaki af Mogg- anum sem er hluti af tungumálasólinni og sýnir það enn á ný að listinni eru engin tak- mörk sett. Krakkarnir eru spenntir fyrir að það komi myndir af þeim í blaði alla leið uppi á íslandi en ég vil ekki trufla frekar og þakka Arngunni spjallið og fer í göngutúr í kín- verska hverfinu sem er f nágrenninu. □ 42 VIKAN 23.TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.