Vikan


Vikan - 12.11.1992, Page 53

Vikan - 12.11.1992, Page 53
I töldu sig geta hegðað sér gjör- samlega hömlulaust í skjóli frægðar sinnar. En það var mis- skilningur. Hann var einmitt sú manngerð sem ég átti hvað erfið- ast með að þola. LANGAÐI HELST TIL AÐ KÁLA STÚLKUNNI itanlega komu upp þær stundir þegar ég fylltist heift og langaði helst til að kála stúlkunni sem hann var kom- inn í samband við og hafði komist upp á milli okkar. Ekki síst eftir að ég áttaði mig á því að hún var fyrrverandi lagskona einhleyps vinar okkar og hafði komið inn á heimili okkar í fylgd hans. Hún þekkti mig því og vissi í raun hvernig hjónaband okkar var. Það var ekki nafnið eitt. En auðvitað var ekki við neinn annan að sakast en Fredí sjálfan. Það var hann sem sveik mig og fjölskylduna. Og kannski gerir stúlkan hans sér grein fyrir því að engin kona getur verið örugg með mann sem svikið hefur aðra konu hennar vegna. Eiginmaður vinkonu minnar hafði haldið við sömu konuna í mörg ár. Þegar eiginkonan ætlaði að fara fram á skilnað lét lögfræð- ingur hennar njósna um hann til að hafa haldbær sönnunargögn í höndunum. Þá kom á daginn að hann var farinn að vera hjá enn annarri konu. Hann var farinn að halda framhjá viðhaldinu líka. Sumar vinkonur mínar, sem hafa gengið í gegnum skilnað, hafa orðið að yfirgefa hús sín fyrir nýju konuna. Þær hafa hreinlega verið reknar á dyr og þurft að byrja nýtt líf í íbúð úti í bæ. Fredí minntist aldrei á það einu orði að ég færi úr húsinu. í okkar máli var strax útkljáð að ég héldi húsinu og byggi við sömu lífsgæði og áður. Hann heldur fyrirtækinu óskiptu en greiðir mér ákveðna fjárupp- hæð í staðinn. Ég hef sem betur fer verið svo heppin að skilnaðurinn hefur ekki komið þungt niður á börnunum. Við Fredí létum þau aldrei heyra þegar við rifumst undir lokin, en þau urðu þess auðvitaö strax vör að eitthvað alvarlegt var á seyði. Þegar hann svo flutti út urðu þau vitaskuld fyrir nokkru áfalli. Ég gerði allt sem mér var unnt til að gera þeim skilnaðinn við föður sinn léttbærari. Ég ræddi við þau og gerði þeim grein fyrir hvernig í málum lægi. Ég veitti þeim þann stuðning sem ég gat og þau studdu mig á móti. Þannig tókst mér að koma í veg fyrir að beiskja sú og sársauki sem stundum brut- ust fram á milli okkar foreldra þeirra kæmu niður á þeim. Ég hef séð hræðileg dæmi um slíkt. Einn af vinum Fredís, sem kvæntur var stórglæsilegri og vel gefinni franskri konu, var búinn að halda lengi framhjá konu sinni áður en hún greip í taumana. Hún þoldi ekki lengur við á heimilinu og yfirgaf mann sinn. Synirnir urðu eftir hjá föður sínum. Strákarnir voru á viðkvæmum unglingsaldri. Þeir liðu mikið fyrir aðskilnaðinn frá móður sinni og brugöust allir við hver á sinn hátt. Einn þeirra var vinur Antons og var mikið heima hjá okkur. Dag einn sátum við í borðstofunni og boröuðum hádegismat. Fór hann þá að segja mér hve hræðilegt sér hefði þótt að heimilið skyldi leysast upp og að mamma sín hefði farið burt. Hann var mjög sár og sagðist vona að hún ætti eftir að þjást eins og hann hefði gert. Hann horfðist ekki í augu við sök föður síns og kenndi móður sinni einni um hvernig komið var fyrir fjölskyldunni. Átakanlegt var að hlusta á piltinn og það fór ekki á milli mála að hann var mjög beisk- ur. Stuttu síðar fannst hann látinn. Hann hafði fyrirfarið sér, 21 árs að aldri. Honum fannst móðir sín hafa brugðist sér svo að hann varð með einhverju móti að hegna henni, særa hana og láta henni líða illa. Þess vegna greip hann til þess örþrifaráös að skjóta sig. Þetta er sorglegt dæmi um hvernig sundrung í fjölskyldu get- ur leitt til mikillar óhamingju. Það er eins og fólk sé ekkert að hugsa um börnin, aðeins um sjálft sig. Eftir að slikur voðaatburður hefur átt sér stað uppgötvar fullorðna fólkið hvað það hefur gert. Hvern- ig það hefur eyðilagt líf sitt og annarra með hugsunarleysi og græögi. Þegar Fredí var farinn færðist ró yfir heimilið. Ég var meira heima hjá bömunum en áður og þau nutu þess að hafa mig út af fyrir sig og þurfa ekki að deila mér með föður sínum. Raunar hafði Fredí hvort eð var verið talsvert fjarverandi og ekki mikið með þeim. Börnin hafa sagt mér seinna að þeim finnist að mörgu leyti betra að uppalandinn sé að- eins einn en þegar tveir segi fyrir verkum og taki ákvarðanir sem stundum stangist á. Börnunum fór að ganga betur í skólanum en áður eftir að faðir þeirra fór af heimilinu. Þau höfðu verið undir talsverðu álagi, því Fredí var mjög strangur og metn- aðargjarn fyrir þeirra hönd. Hann áminnti þau stöðugt um að læra heima og var ekki ánægður nema þau kæmu heim með tíur í ein- kunnabókunum sínum. Sjálfan sig hafði hann beitt gíf- urlegum aga í skóla. Þegar hann var að Ijúka við doktorsritgerðina VÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík sími: 39990 Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari, Ásta K. Árnadóttir, Elva B. Ævarsdóttir, Halla R. Ólafsdóttir. Erna Ouðmundsdóttir Þorgerður Pálsdóttir Kristín Kristjánsdóttir HARGREIÐSLUSTOFAN GRESÍKA Raudarárstig 27-29, 2. hæd Sími 22430 Æ RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN GREIFIM HRINGBRAUT 119 S 22077 HÁRSNYRTISTOFAN s QRAHDAVEQI47 0 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra Veitum 10% afslatt við afhendingu þessa korts! Stripur í öllum litum — hárlitur permanent fyrir allar hárgerðir. Úrvals hársnyrtivörur. Opið á laugardögum. Hrafnhildur honráðsdóttir hárgreiðslumeistari Þuríður Hildur Halldórsdóttir hársnyrtir \m(mn kunsft X mARA- <t HÁRCjRE/ÐSLMSTVFA HVERFISGÖTU 62 101 REYKJAVÍK 23.TBL. 1992 VIKAN 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.