Vikan - 12.11.1992, Page 60
SúKKULAÐI
OSTAKAKA
Besta ostakaka í heimi!
Með súkkulaðibotni, appelsínu og
súkkulaðiostafyllingu og meira
súkkulaði ofan á.
HITAEININGAR í SNEIÐ: 396 12 SNEIÐAR
í BOTNINN:
65 g ósaltað smjör
100 g Mónu lúxus-suðusúkkulaði
225 g gróft kex
í FYLLINGUNA:
3 egg, aðskilin
75 g sykur
rifið hvði og safi úr stórri appelsínu
450 g rjómaostur
100 g Mónu lúxus-suðusúkkulaði
2 msk. koníak
25 g matarlím
150 ml riómi
Mónu súkkulaðispænir og flórsvkur
til skrevtingar
Smyrjið hliðar og botn 20 cm forms
með lausum botni. í botninn: setjið
smjör og súkkulaði yfir vægan hita í
þykkbotna pott og látið súkkulaðið
bráðna. Hrærið öðru hverju.
1. Bræðið smjör og súkkulaði í potti.
Bætið f muldu kexi og hrærið vel saman.
Takið pottinn af hellunni og hrær-
ið þar til súkkulaðið er kekkjalaust.
Setjið kexið í plastpoka og myljið
með kökukefli. Hrærið kexið út í
bráðið súkkulaðið og blandið vel.
Setjið í formið og þrýstið niður í
botninn og út í hliðarnar með skeið.
Kælið.
Setjið eggjarauðurnar og sykurinn í
skál og þeytið þar til orðið er þykkt
og froðukennt, þeytið síðan appel-
sínuhýðið og safann út í. Bætið
rjómaostinum í blönduna, þeytið
síðan aftur þar til þetta er vel bland-
að. Bræðið súkkulaðið og koníakið
saman í skál yfir vatnsbaði, hrærið
vel þar til kekkjalaust, setjið til hlið-
ar.
Bræðið matarlím í 4 msk. af heitu
vatni, látið kólna aðeins. Þeytið
eggjahvíturnar þar til þær standa stíf-
ar. Þeytið rjómann.
Eftir að matarlímið kólnar er því
hellt í rjómaostsblönduna í mjórri,
2. Þrýstið kexblöndunni niður í botn og
hliðar formsins með skeið.
stöðugri bunu. Blandið rjómanum
varlega saman við, síðan eggjahvít-
unum. Hrærið vel saman.
Skiptið blöndunni til helminga,
hrærið síðan bræddu suðusúkkulað-
inu út í annan helminginn og bland-
ið létt saman. Setjið blöndurnar tvær
til skiptis á tilbúinn botninn og slétt-
ið yfirborðið varlega. Látið stífna í ís-
skáp í að minnsta kosti fjóra tfma.
Takið ostakökuna úr forminu áður
en hún er borin fram og setjið á
kökudisk. Setjið súkkulaðispæni
ofan á, stráið síðan sigtuðum flór-
sykri yfir. Berið fram með ávöxtum.
HAGNÝT ÁBENDING:
Prófið að setja 75 g af ristuðum
heslihnetum út í súkkulaðiblönd-
una svo að hún verði stökkari.
3. Þeytið eggjahvítur og sykur saman,
þeytið appelsínuhýði og safa út í.
56 VIKAN 23. TBL. 1992