Vikan


Vikan - 12.11.1992, Síða 90

Vikan - 12.11.1992, Síða 90
Frh. af bls. 14 hiklaust í Ijós, hvort sem þaö er gott eöa slæmt í þaö og þaö sinnið. Stundum verður allt vitlaust ef borgarbúum mislíkar eitthvað. Fyrir skemmstu var flutt leikrit þar sem meöal annars var veriö aö gagnrýna hlut Austurríkis- manna ( stríöinu og þeir jafnvel kallaðir kaþ- ólskir nasistar, sem er þaö alversta í heimi. Á frumsýningunni safnaöist fólk fyrir utan til aö mótmæla sýningunni, meö kröfuspjöld og hvaðeina. Óeiröalögreglan kom á staðinn til aö vera viö öllu búin og innandyra var mikil spenna. Áhorfendur skiþtust í tvo hópa, þá sem hylltu höfundinn og sýninguna og hina sem púuðu hana niður. Lætin eftir sýninguna vöröu í þrjá stundarfjóröunga. Slíkur áhugi almennings hlýtur aö vera stjórnendum leikhússins hvatning en veitir þeim jafnframt aðhald og getur virkaö eins eldur undir þeirra stóli. Allir vita yfirleitt hvaö er aö gerast I leikhús- unum séu þeir spurðir - aö maöur tali ekki um óperuna. Leigubílstjórar geta sagt þér hvaö verið er aö sýna þaö kvöldið. Þeir hafa líka svör á reiöum höndum ef þú spyrö þá hverjir syngja aðalhlutverkin. Þetta er mjög merkilegt fyrirbæri. Austurríki er tiltölulega lítið land og Vínarborg ekkert mjög stór, meö um eina og hálfa milljón íbúa. Þjóðleikhúsið þar og allt í kringum þaö er stærsta leikhúsaþparat í heimi. Það er heldur ekkert annað leikhús sem hefur á aö skipa jafnmörgum frábærum leikurum og ööru starfsfólki. Leikararnir eru líka mjög eftirsóttir." ÞAKKLÁTUR AÐ HAFNA í VÍN „Ég smitaðist af leikhúsbakteríunni í gamla Iðnó þegar ég vann þar sem sviðsmaður á kvöldin. Þaö var í leikhússtjóratíð frú Vigdísar Finnbogadóttur. Þá var ég í námi í Háskólan- um og vann mér inn vasapeninga á kvöldin. Ég er afar þakklátur fyrir aö ég skuli hafa farið til Austurríkis, ég er óskaplega feginn, ég veit ekki hvar þetta hefði endað annars. Fyrir utan leikhúsiö, leiklistina og ýmislegt annaö, kynntist ég þarna konu minni, Margréti Þálmadóttur söngkonu og kórstjóra, sem var viö nám í einsöng viö Tónlistarháskólann. Þess vegna get ég fullyrt að Vínarborg hafi haft ólýsanlega mikil áhrif á líf mitt og hugur- inn reikar býsna oft þangað. Lakara er að við eigum þess ekki kost aö fara þangað eins oft og hugurinn girnist. Þaö gerir fjarlægöin. Þaö var í raun fyrir tilviljun aö ég hafnaði í Vínarborg. Ég sótti víðar um, þar á meðal í Munchen og Berlín. Svariö kom fyrst frá Vínarborg og þess vegna dreif ég mig þangað. Þaö var að skella á allsherjarverkfall og ég komst út um miðnættið meö síöustu flugvélinni. Ég mátti því ekkert vera aö því aö bíða eftir svari frá hinum skólunum - og ég sé ekki eftir því. Vín er ekki aðeins mikil leikhúsborg heldur stórkostleg menningarborg. Umhverfið er rót- gróiö og menningardeiglan í borginni er með ólíkindum." LEITAÐ AÐ STARFSVETTVANGI Hafliöi hefur býsna víða komið viö í íslensku leikhúslífi síðan hann sneri heim frá námi. - En hvaö bíður leikhúsfræðings eftir sjö ára námsdvöl í útlöndum? „Fyrst vann ég svolítið með Stúdentaleik- húsinu og fór síðan aö kenna viö Leiklistar- skólann 1985. Ég fékkst jafnframt lítillega viö að skrifa um leiklist í dagblöð. Ég hef þurft að „vinna" ýmislegt á sumrin til aö geta framfleytt mér og mínum yfir veturinn því að ég hef hvorki verið í fastri vinnu í leikhúsi né á mikl- um launum. Þaö var svo áriö 1986 aö viö Guöjón Pedersen stofnuðum leikhúsið sem við nefndum Frú Emilíu. Þá hafði ég reyndar starfað svolítið við Þjóöleikhúsiö meö Þórhildi Þorleifsdóttur. Ég var svo heppinn aö fá aö vera aöstoðarmaður hennar er hún setti á sviö Yermu eftir Garcia Lorca. Fundum okkar Guöjóns bar saman í Þjóö- leikhúsinu þegar hann fór með hlutverk í leik- ritinu um Sveik í síðari heimsstyrjöldinni. Þá var ég eitthvað aö þvælast þar með leikstjór- anum, Þórhildi. Ég skrifaöi um uppsetninguna í Morgunblaöið og fékk aö fylgjast með öllu ferlinu. Viö Guöjón hittumst aftur skömmu síð- ar, áhuginn ieiddi okkur saman. Aödragandinn að því aö Frú Emilía varö til var sá aö okkur vantaði leikhús, viö vorum aö leita okkur aö starfsvettvangi - okkur vantaði vinnu. Við höfum sett upp ein tíu verkefni á þessum sex árum og Frú Emilía lifir ágætu lífi, þótt starfsemin mætti vera enn meiri og öfl- ugri. í vor vorum við meö litla óperu sem byggð er á Ijóðabálki eftir Halldór Laxness sem Hjálmar H. FSagnarsson samdi tónlistina við. Við verðum aftur meö leiklestra eins og í fyrra. Aö þessu sinni veröa lesin þrjú leikrit eftir Moliére. Þetta veröur gert á laugardegi og sunnudegi og einu sinni hvorn dag í Borg- arleikhúsinu í nóvember. Fólk kemur inn, sest og hlustar á lestur leikaranna. Þetta er mjög skemmtilegt. í tengslum við þennan viöburö gefum viö leikritin út á bók eins og ætíö áður.“ SAMRÆÐUFÉLAGI LEIKSTJÓRA Það vekur athygli aö Hafliöi starfar jafnan við hliö leikstjóra, honum til halds og trausts. „Ég er dramaturg eöa leiklistarráöunautur eins og það heitir. Þetta er aldagamalt fyrir- bæri sem hefur veriö misjafnlega mikiö notaö í heiminum en vagga þess er í Þýskalandi. Þar eru slíkir menn starfandi viö hvert leikhús og oft fleiri en einn. Þeir eru einhvers konar ráðgjafar sem leita uppi verk fyrir leikarahóp- inn á hverjum staö og vinna þau fyrir leikhús- iö, þýöa og endurskoöa þýðingar, breyta og svo framvegis. Þeir vinna með höfundum oft og tíðum og leggja síöan verkin í hendur leik- stjóra. Nú hafa bæöi Þjóðleikhúsið og Leikfé- lag Reykjavíkur ráðið til sín dramaturga og er það vel. Segja má aö starfandi séu tvenns konar dramaturgar. Sumir koma lítið nálægt sýningunum. Á hinn bóginn er starf mitt og minna líka fyrst og fremst fólgið í aðstoð viö leikstjórann. Dramaturgurinn er þá samræöu- félagi leikstjórans, bæði á æfingum og utan þeirra, og hann fylgir uppsetningunni frá upp- hafi til frumsýningar. Þetta samstarf okkar Guðjóns er nokkuð sérstakt held ég, reyndar okkar þriggja þvi aö viö höfum unnið mjög mikið meö Grétari Reynissyni. Oft eru mörkin óljós - hver eigi hugmyndina aö einhverju. Þaö er heldur ekk- ert strangt okkar á milli hver á hvað.“ VINNAN ER LÍFIÐ Hafliöi kveðst ekki hafa séð sýningu á Stræti áöur en þeir félagarnir hófu að sviösetja þaö. Þaö kom kannski ekki á óvart þegar Ijóst varö aö þríeykið væri aftur komiö af staö. Hann er ánægður meö árangurinn og segist vona aö áhorfendur kunni aö meta sýninguna. „Guöjón er á leikstjórasamningi við Þjóð- leikhúsið og því fastur starfsmaður þar. Hon- um var rétt þetta verk til uppsetningar, tók því og fékk okkur Grétar í lið meö sér. Þetta er ekki hefðbundið verk í þeim skiln- ingi aö það hafi ákveðið upphaf og endi. Þetta eru fremur svipmyndir. Áhorfandinn er kominn inn í vissa götu einhvers staðar á Norður- Englandi, fátækrahverfi þar sem hann kynnist ýmsu fólki sem þar hefst viö. Verkið gerist að mestu leyti á laugardagskvöldi og aöfaranótt sunnudags. Líf þessa fólks er dapurlegt þó að þaö geti stundum gert aö gamni sínu og verið fyndið á köflum. Það er atvinnulaust og á sér ekki mikla von um að fá atvinnu eða að hafa einhverjum skyldum að gegna. Þaö er mjög vel við hæfi að flytja þetta verk núna á þessum flóknu tímum þegar atvinnu- leysið er að skella á. Einhver maður fyrir noröan sagöi um daginn í viðtali í fréttatíma sjónvarþsins aö vinnan væri lífiö. Þá hlýtur at- vinnuleysið aö vera dauðinn. Maöur veröur aö hafa einhverju hlutverki að gegna. Þetta er spurningin um þaö aö komast af með ein- hverjum hætti, hvort sem það er fólgið í því aö hella sér út í skemmtanalífið, fýsnirnar eöa eitthvaö annaö. Kannski sjá persónurnar fram á betri tíö - ef þær öskra nógu mikið, þá kannski frelsast þær eitthvað. Verkið endar þannig." FRÁBÆR LEIKUR í STRÆTINU „Verk af þessu tagi á ýmislegt skylt viö sjón- varp eöa bíómyndir. Þetta eru mörg stutt at- riði, eins konar svipmyndir. Menn hafa verið að reyna fyrir sér meö þessa aöferö í leikritun og sumir náö ágætum árangri. Þetta er ekki beinlínis ný aöferö og má jafnvel rekja hana aftur til Georgs Buchners sem skrifaöi Voitsjek einhvern tíma um 1820 og Ágúst Strindberg skrifaöi Draumleik upp úr aldamót- unum síöustu. í Stræti er ekki fyrst og fremst veriö aö segja áhorfendunum ákveöna sögu eða að koma meö ákveðin svör eða úrlausnir. Áhorfendum er miklu fremur gefinn kostur á að púsla myndunum saman að sýningu lok- inni og búa sér til einhvers konar heildar- mynd. Hér er spurningin miklu fremur um ein- hverja tilfinningu sem áhorfandinn tekur meö sér heim og vinnur síðan úr heldur en svör og lausnir. Frh. á bls. 90 86 VIKAN 23.TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.