Vikan - 12.11.1992, Síða 94
HAFLIÐI
Frh. af bls. 86
Leikararnir eru aöeins sjö talsins, auk ungr-
ar telpu sem fer með lítið hlutverk. Persónurn-
ar í verkinu eru aftur á móti hátt á þriðja tug.
Hver leikari verður því að leika þrjú til fimm
hlutverk sem er afar erfitt af ýmsum ástæðum
og krefst mikilla hæfileika. Við vorum svo
hepþnir að fá að vinna þetta verk með afar
færum leikurum sem fara beinlínis á kostum.
Þetta er fyrst og fremst þeirra sýning og leik-
stjórans - og svo höfundarins auðvitað.1'
SKÝJABORGIR
FRÚ EMILÍU
Aö lokum var Hafliði beðinn um að segja frá á-
formum sínum - til dæmis á vettvangi Frú Emilíu.
„Þaö er nú svo margt og sumt skýjaborgir.
Óskandi væri að geta starfað samfleytt í lengri
tíma, ekki bara í nokkrar vikur eða mánuði í
senn. Til þess þarf töluverl fjármagn og að-
stöðu ef þetta á að vera af einhverju viti. Þetta
hefur verið óttalegt basl að ýmsu leyti en ó-
stjórnlega skemmtilegt og sömuleiðis nauðsyn-
legt okkur - ómetanlegur skóli. Draumurinn er
að geta starfað með föstum kjarna leikara í að
minnsta kosti tvö, þrjú eða fjögur ár samfleytt.
Það er slæmt að þurfa ætíð að byrja á byrjun-
inni og hoppa fram og aftur, afla fjár, finna hús-
næði og svo framvegis. Þannig fer mikil orka til
spillis. Eflaust á þessi draumur eftir að rætast,
hvort sem það verður í náinni framtíð eða síðar
og hvort sem það verður undir hatti Frú Emilíu
eða annars staðar. Við höfum reyndar sóst eftir
því og jafnvel sótt um leikhússtjórastöður þegar
þær hafa losnað en ekki haft erindi sem erfiði.
Um þessar mundir er ég að undirbúa leik-
lestrana á verkum Moliéres núna f nóvember
og einnig að undirbúa sýningu á einu
þekktasta verki hans, Tartuffe, sem Þór Tulini-
us mun leikstýra á vegum Leikfélags Reykja-
víkur í Borgarleikhúsinu. Svo erum við Guðjón
að vinna að sýningu á íslensku verki á vegum
Frú Emilíu og það verður sýnt hér heima og er-
lendis í vor og sumar.“ □
BUFFY
BLÓÐSUGUBANI
FRH. AF BLS. 29
Fran Rubel viö töku myndarinnar.
hálfan mánuð. Hugmyndin er sótt í ferð sem
ég fór með japanskri rokkhljómsveit til Eng-
lands fyrir nokkrum árum til að gera tónlistar-
myndband. Það var enginn sem gat farið með
okkur frá umboösskrifstofu hljómsveitarinnar
svo að forstjóri umboðsskrifstofunnar sendi
eiginkonu sína með mér og fimm tuttugu og
fimm ára japönskum rokk-töffurum. Þetta var
mjög athyglisverö reynsla því starf hennar
fólst í rauninni í því að vera eiginkona. Ég
kom kannski heim eftir langan vinnudag og
hún spurði mig hvað ég vildi í matinn. Hún sá
síðan um matinn og sagöi að ég hlyti að vera
þreytt og hvort ég vildi ekki fara í bað og
slappa af á meðan hún legði á borðið. Ég
kunni að sjálfsögöu vel að meta svona með-
ferð þannig að mig langar aö gera mynd um
hlutverk kvenna og hvernig við sjáum okkur í
þeim hlutverkum."
Nú skipta þær um sæti, Fran Rubel Kuzui
leikstjóri og Kristy Swanson sem leikur Buffy.
Hún er Ijóshærð í myndinni en hefur látið lita
hár sitt svart og það er engin leiö að þekkja
hana fyrir sömu manneskjuna. Hún segir aö
það hafi verið vel ígrunduð ákvörðun hjá sér
að breyta um útlit því það sé svo auðvelt að
festast í ákveðnum hlutverkum í Hollywood
og hún vilji sýna að hún geti leikið fleira en
Ijóshærða unglingsstúlku í gaggó. Hún þarf í
rauninni ekki að sanna neitt því hún er alin
upp við leik í sjónvarpsþáttum og auglýsing-
um, auk þess sem hún hefur leikið minni hlut-
verk í kvikmyndum. Þetta er fyrsta stóra tæki-
færið hennar og leikur hennar í myndinni er
frábær. Það er sérstaklega auðvelt fyrir mig
að sjá það þegar ég sit á móti henni við hring-
borðið því Buffy er úr öðrum heimi.
- Hvaö var það I handriti myndarinnar sem
þú varst spenntust fyrir?
„í fyrsta lagi fannst mér titilinn athyglisverð-
ur og þegar ég byrjaði að lesa handritið sá ég
hvað hann passaöi vel víð og mér fannst sag-
an mjög fyndin. Ég gerði mér strax grein fyrir
að Buffy væri persóna sem ég gæti leikið vel
en um leið yrði það erfitt því hún verður fyrir
stökkbreytingu, ef svo má aö orði komast, í
myndinni. í upphafi er hún manneskja sem
veit hvað allt kostar en ekki hvers virði nokkuð
er. Hún sættir sig við þaö ótrúlega hlutverk
sem henni er ætlað og tekst að framkvæma
þaö betur en nokkur getur hugsað sér. And-
stæðurnar í sögunni buðu upp á marga ó-
venjulega möguleika en ég heillaðist einnig
af því hve handritið segir frá því á „kúl“ máta
hvernig ung og óráðin stúlka þróast f kven-
hetju og foringja."
- Var árangurinn alveg eins og þú haföir
hugsaö þér aö myndin yröi?
„Já og nei. Húmorinn er sá sami í handrit-
inu og í myndinni en við höfum öll ólíkt ímynd-
unarafl og sjáum hlutina fyrir okkur í mismun-
andi Ijósi. Þaö er leikstjórinn sem sér um að
færa hugmyndina frá einum miðli yfir í annan
og mér finnst hún hafa gert það vel þó ég hafi
ímyndaö mér sumt allt öðruvísi en hún gerði."
- Hvernig bjóst þú þig undir hlutverkiö?
„Ég byggði persónu Buffy á tveimur vinkon-
um mínum. Onnur þeirra er mjög efnislega
þenkjandi og talar ekki um annað en alls kon-
ar neysluvörur. Hún blaðrar og blaðrar og fer
alveg í kerfi ef BMW-inn hennar bilar og þá
stoppa ég hana af og segi henni að mér sé
skftsama því pabbi hennar hafi hvort eð er
splæst honum á hana og hann beri kostnað-
inn af viðgerðinni en hann veit ekki aura sinna
tal. Hin er mágkona mín og hún talar alveg
sérstakt tungumál þegar hún tjáir sig. Ég
sagði þeim báðum aö ég hefði haft þær í
huga þegar ég mótaði hlutverkið en ég held
að þær eigi erfitt meö aö sjá þaö sjálfar."
- Þú varst aldrei í venjulegum skóla á ung-
lingsárunum út af leiknum. Hvernig gekk þér
aö setja þig inn í þann heim?
„Það má segja að ég hafi kynnst þeim
heimi þegar ég var yngri, áður en ég byrjaði
að leika á fullu. Ég man eftir stelpuklíkum sem
hópuðu sig saman í skólanum en ég hélt mig
sér á báti. Mig langaði til aö vera vinkona
sumra þeirra en þaö var ekki möguleiki án
þess að taka að fullu þátt í klíkunum og ég
hafði ekki áhuga á því. Það var gaman að
hlutverkinu því það gaf okkur tækifæri til að
gera grín að þessum klíkuskap."
- Hvernig var aö vinna meö Donald Suther-
iand?
„Hann var alveg frábær. Við hittumst í
fyrsta skipti þegar viö fengum okkur árbft
saman klukkan hálfsjö um morgunn, daginn
áður en tökurnar á myndinni hófust. Hann
mætti í hlutverkinu - í frakkanum og með
hattinn eins og hann væri aftan úr fornöld - af
því að hann vildi prófa mig. Mér leið eins og
Buffy að hitta hann svo það var auðvelt fyrir
mig að fara f hlutverkið. Meöan á tökunum
stóð var hann eins og draumur. Áður en
myndavélinni var beint aö mér kallaöi hann
stundum á mig og hvíslaði í eyrað á mér „I
love you“. Þaö var að sjálfsögöu mjög sætt og
hvetjandi og gerði samstarf okkar léttara því
hann er svo frábær leikari að það liggur við að
maður kikni í hnjáliðunum að leika á móti hon-
um. Mikið af húmornum í myndinni stendur og
fellur með okkar sambandi en Buffy er sífellt
að hneyksla hann með dúkkulísulffinu sem
hún lifir og hann er fastur í gotneskum hryll-
ingi miðaldanna. Ég hefði ekki getað hugsað
mér betri mótleikara fyrir þetta hlutverk en
Donald og ég er þakklát fyrir að hafa fengiö
að leika á móti honum."
Manneskjan sem sér um almenningstengsl-
in gefur mér og kollegum mínum merki um að
tími okkar sé úti og ég vona að þeir íslending-
ar sem fara fyrst og fremst í bíó sér til
skemmtunar missi ekki af myndinni um Ijós-
hæröa blóðsugubanann hana Buffy. □
HAFNARSTRÆTI 15
REYKJAVÍK ■ SÍMI 13340
90 VIKAN 23. TBL. 1992