Vikan - 12.11.1992, Qupperneq 98
Frh. af bls. 31
„Neeeee-ei, þaö er ekki rétt,“ segir Luke en
hljómar ekki mjög sannfærandi. „Eigum viö
ekki að segja aö ég fái borgað og mæti því í
vinnuna," bætir hann viö.
- Hvað hefur þú lært af því aö vera geröur
aö táknmynd og stjörnu? Varst þú undir þaö
búinn?
„Nei, þeir kenna ekkert svoleiðis í leikskól-
um og ef einhver færi að bera sig eftir því
væri litið á þann hinn sama sem hrokafullan
grobbhana. Mér hefur lærst aö láta frama
minn ekki stíga mér til höfuðs, að ég er leikari
frekar en táknmynd og manneskja meira en
leikari. Ég legg áherslu á að koma fram við
alla á jafnræöisgrundvelli og þó að ég sé í
þeirri aðstöðu núna að geta gefið skipanir á
báða bóga og látið stjana við mig eru hlut-
verkin fljót að snúast í þessum bæ. Þótt vel
gangi í dag er það engin trygging fyrir því að
það sama verði upp á teningnum á morgun.
Það er mér eölilegt að koma vel fram viö fólk
þannig að ég hef ekki sérstakar áhyggjur af
þessu. Það er mín trú að sá sem kemur illa
fram við fólk fái það aftur í hnakkann en ef
maöur er heiðarlegur og opinn í samskiptum
við aðra - eða eins og hægt er án þess að líta
út eins og fáviti - þá kemur fólk yfirleitt vel
fram við mann. Það er miklu einfaldara að
muna ef maður segir satt heldur en ef maður
lýgur, þess vegna segir ég sannleikann. Ef
maður er ekki alltaf að þykjast vera eitthvað
annað en maður er þá er ekki hægt að kippa
teppinu undan fótunum á manni. Þess vegna
hafa allir verið að hamast á teppinu hjá mér
undanfarið," bætir Luke við og hlær.
- Þú hefur aldrei gefiö neinum Dylan-dúkku
í gríni.
„Nei, en Paul Reubens gaf mér eina til að
stríða mér. Mig langaði til að gefa honum Pee
Wee Herman-dúkku á móti en „einhverra
hluta vegna“ sjást þær dúkkur ekki lengur á
hillum verslana." (Paul Reubens hrökklaðist
nýverið úr hlutverki sínu sem Pee Wee Herm-
an í barnatímanum i sjónvarpinu eftir að sást
til hans þar sem hann var að fróa sér í klám-
kvikmyndahúsi. Innsk. blm.)
- Fran Kuzui, leikstjóri Buffy the Vampire
Slayer, sagöi á blaöamannafundi um daginn
aö þú værir í svo góöu jafnvægi út af stuðn-
ingshópnum sem þú hefur í kringum þig.
Hvaö átti hún viö meö því?
„Þaö eru náttúrlega svínin sem hún var að
tala um. Nei, nei, ég er bara að grínast. Ég
held mjög góðu sambandi við foreldra mína
og systkini og ég hef átt sömu góðu vinina frá
því að ég var tólf ára. Þó að skipt sé um vinnu
og breyting verði á tekjum þarf það ekki að
þýða að maður sjálfur eða fólkið í kringum
mann og sambandið við það þurfi að breytast.
Þessi sambönd eru mér meira virði en nokkuð
annað svo ég held utan um þau eins vel og
ég get. Stundum á fólk erfitt með að skilja
hvað það getur verið mikið að gera hjá mér
og þau tímatakmörk sem ég þarf að lifa við.
Ég á stundum erfitt með að skilja það sjálfur
og tímaleysið er mitt stærsta vandamál."
- Hvaö átt þú von á aö vera aö gera eftir tíu
ár?
„Ég vona að ég veröi í virkilega góðum
kvikmyndum og hvert verkefni á þeirri leið er
mikilvægt skref í þá átt. Það er mikiö atriði fyr-
ir mig að gera alltaf betur næst, mér finnst sú
hafa verið raunin hingað til og ég vona að þaö
haldi áfram svoleiðis. Næsta mynd, sem ég
verð í, er framleidd af New Line Cinema og
hún er um Lane Frost, heimsmeistara í naut-
gripareið. Hvaö síðan tekur við er engin leið
að segja. Ég gæti verið gleymdur, þess
vegna. Ég hef haft gaman af því sem hefur
verið að gerast í lífi mínu og mér hefur tekist
að upplifa það á jákvæðan hátt í stað þess að
verða fangi frægðarinnar og ég sé ekki að
þaö þurfi að breytast."
- Það hefur veriö orörómur í gangi um
samband ykkur Madonnu...
„Viö erum bara vinir. Ég kann mjög vel viö
hana. Hún er greind og stórkostleg kona.
Samband okkar er ekki mjög náið, við tölumst
ekki viö í síma tvo tíma á kvöldi eða stöndum
í bréfaskiptum eða neitt þess háttar."
- Er satt aö þú hafi neitaö aö vera í bókinni
hennar með erótísku Ijósmyndunum?
„Ég hafði aldrei heyrt á bókina minnst fyrr
en hún kom út.“
- Hvaö var erfiöast fyrir þig við aö leika í
myndinni um Buffy blóðsugubana?
„Að halda kjafti oft á tíöum, held ég. Ég vildi
gera háskaatriðin stórkostlegri. „Ég vil að það
kvikni í mér um leiö og ég þeytist í gegnum
gluggann og það sé fullt af blóði og ég drepi
tvær blóðsugur í einu höggi, bla, bla, bla.“ Ég
lék öll hættuatriðin sjálfur nema eitt sem gerist
á mótorhjóli. Þaö var klippt inn í eftir á."
Það er augljóst að Luke hefur gaman af
háskaleik og hann segir mér aö hann hafi
sjálfur látið Triumph 750 hjólið fara í götuna
og snúast í hringi.
„Ég var í öllum slagsmálaatriðunum, ég hef
gaman af þessu og ef ég gæti unnið sem
háskaleikari mundi ég gera það. Það hefur
sennilega verið það skemmtilegasta við að
leika í Buffy. Maður er vafinn alls konar um-
búðum og drasli svo maður meiðir sig ekki og
fær síðan að fljúga í gegnum það sem á veg-
inum verður, það er meiri háttar fjör.“
- Þú ert fastagestur á síöum slúðurblaö-
anna. Hvaö finnst þér um það sem er sagt um
þig þar?
„Það vill enginn vera kallaður hommi sem
er það ekki en hver sá sem getur sýnt Ijós-
mynd sem sannar aö svo sé má kalla mig
homma. Þetta hljómar kannski ekki alveg eins
og það á að gera en það eru margar konur
sem geta sagt þér hið gagnstæða. Það hefur
enginn gerst svo grófur að segja berum orð-
um að ég sé hommi en margir hafa sagt að
þá gruni að svo sé. Ég mun stefna fyrsta
manni sem leyfir sér að segja það. Það yrði
eins og í máli Toms Selleck. Þeir yrðu dæmd-
ir til fangelsisvistar og hárra fjársekta því það
er ekki satt og það er ekki forsvaranlegt að
segja svona um nokkurn rnann," segir Luke
og er orðinn hinn heitasti.
„Ég hef verið opinskár í viðtölum og ein-
hverju sinni sagðist ég vera í sambandi við
kvenlegu hliöina í mér. Þá ruku allir upp til
handa og fóta og því var snúiö upp í að ég
væri að koma út úr skápnum. Vinum mínum
finnst þetta tal allt svo fáránlegt að þeir hlæja
bara. Með því að tala um kvenlegu hliðina átti
ég við það að sýna þörfum kvenna skilning og
setja ekki alltaf mínar eigin á oddinn eins og
karlmenn vilja stundum gera. Karlar hafa
kveneiginleika og konur karleiginleika. Að
vera góður hlustandi er kvenlegur eiginleiki
því að í gegnum aldirnar hafa konur þroskað
þann eiginleika meira með sér en ræöu-
mennsku sem hefur frekar tilheyrt karlhlut-
verkinu. Það hefur verið mér mikils virði að
vera góður hlustandi og þess vegna hef ég
lagt mig fram við að þroska þann eiginleika
með mér.“
- Hvað hefur þú aö segja viö ungt fólk sem
hyggst spreyta sig á kvikmyndaleik?
„Vertu viss um aö þetta sé það sem þú vilt
gera og þú getur verið þess fullviss að það er
erfiðara en þú hefur nokkurn tíma gert þér i
hugarlund. Stærðfræðilega séð eru líkurnar á
móti þér því hlutverkin eru fá og margir um
þau. Það sem við erum að gera núna er ekki
að leika en þetta er hluti af mínu starfi. Eins
og þú sérð er ég ekki ófús viðmælandi og ef
ég veit að ég þarf að vera hér þá mæti ég. Ef
ég mætti ráða væri ég heima að gera eitthvað
allt annaö en þú mátt ekki skilja þaö þannig
að ég sé að kvarta. Ég elska að leika en ég
geri mér fyllilega Ijóst að með því jákvæða
kemur margt neikvætt og maður verður bara
að sætta sig við það.“
Ég fæ hálfgerðan móral yfir aö hafa verið
að halda Luke uppi á svona löngu spjalli því
ég veit aö hann var að fá sér nýjan búgarð og
annan hest. Mér sýnist blaðafulltrúi hans líka
vera orðinn hálfóþolinmóður svo ég bið hana
bara um að smella einni mynd af okkur að
lokum. Luke samþykkir að veifa til íslenskra
áhorfenda á myndinni og ég kenni honum að
segja „halló, stelpur". Við óskum hvor öörum
alls hins besta og þökkum spjallið. □
94 VIKAN 23.TBL. 1992