Vikan


Vikan - 28.12.1992, Qupperneq 5

Vikan - 28.12.1992, Qupperneq 5
Þjóðminjasafnið fékk ekki fjárveitingu og umræða um byggingu handboltahallar fjar- aði út. - Hvort tveggja spá völvunnar. „Greiðslukort verða tekin í notkun á bensfnsölum hjá einu olíufélaganna næsta vor,“ sagði völvan. Gekk það ekki eftir? „Byggðastofnun verður ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri umsvif og þar verður um fækkun starfsfólks að ræða.“ Þetta hefur ræst. „Landsbankinn tekur við mun stærra hlutverki í fjár- málaheiminum en nokkur önnur bankastofnun hér.“ Hvað er ekki orðið? „Rekstur ÁTVR verður end- urskoðaður frá grunni og starfsemi hennar skipt upp.“ Rættist heldur betur. „...sumargisting við eða á bændabýlum framlengist í vetrargistingu ... vinsæl ný- breytni." Þetta er orðið að veruleika allvíða í hinni svokölluðu bændagistingu. „Upp kemst um stórfellt smygl fíkniefna hingað og er um að ræða mesta magn sem hingað hefur verið flutt til landsins svo vitað sé.“ Það rættist. „Kristján Jóhannsson óp- erusöngvari vekur athygli heimspressunnar vegna stór- sigurs á sviði í Bandaríkjun- um,“ sagði völvan. Það var þó ekki fyrr en nú í síðasta mán- uði að fréttir bárust af því að Kristjáni hefði boðist nýr samningur við Metropolitan- óperuna í New York og verður það í fyrsta sinn sem hann syngur í þessu fræga óperu- húsi. Þá má líka rifja upp það sem völvan sagði um heiðurs- hjónin Pál Pétursson alþingis- mann og Sigrúnu konu hans. En völvan sagði: „Páll Péturs- son alþingismaður og Sigrún kona hans munu leggja í ferðalag á árinu og koma heim með fréttir eða kynna tillögu sem raskar viðhorfi margra til breyttra samgöngu- mála hér á landi.” Hvort sem þau hjónin hafa látið sam- göngumál raska huganum á ferð erlendis eða ekki þá urðu þau sannarlega til þess að raska ró fjölmiðla og fleiri sem hafa fullyrt að Páll hafi reynst einn dýrasti makinn í ferð á vegum borgarinnar. - Við bíðum svo hins vegar frétta af samgöngumálum frá þeim hjónum. Af erlendum atburðum má meðal annars minnast orða völvunnar um Arne Treholt, sem hún sagði að látinn yrði laus á árinu - og gekk eftir öll- um að óvörum. Vaxandi at- vinnuleysi í Þýskalandi og minnkandi hagnaður þýskra fyrirtækja vegna dvínandi sölu á framleiðslu þeirra til Austur- Evrópuríkja. - Þetta er komið fram. „Stærsta mál ársins í er- lendum fréttum verður hins vegar óleyst vandamál vegna flóttamanna og fólksflutninga milli landa ... til ríkja sem eru þess umkomin að taka við innflytjendum.“ Þetta hefur heldur betur ræst. í vísindaheiminum spáði vöivan miklum og örum breyt- ingum. Mikið af því hefur komið fram nú þegar, svo sem: mun hraðvirkari tölvur, ný krabbameinslyf, framfarir á sviði flutningatækni, til dæmis tilraunir með lóðrétt flugtak stærri flugvéla en hingað til, frekari rannsóknir á sólkerfinu eru í bígerð og fleira og fleira. Auðvitað kom ekki allt fram í spá völvu Vikunnar fyrir árið 1992. Það hefðu líka verið mikil firn og draumórar að gera kröfu til þess. Hins vegar má sjá ýmis merki þess að margt af því sem stóð í spánni fyrir árið sem er að líða en ekki hefur verið minnst á hér sé nú í „burðarliðnum'1 og virðist munu sjá dagsins Ijós fyrr en varir. Því er til dæmis þannig varið um kafl- ann yfir „Önnur lönd“, svo sem Rússland, Svíþjóð (en yf- irskrift þess kafla var einmitt „Syngur og hvín í Svíþjóð"), England og önnur Evrópu- lönd. Margt af því sem þar er sagt hefur einmitt verið til um- fjöllunar á árinu í þarlendum blöðum og öðrum fjölmiðlum en of langt að rekja hér í þessu yfirliti um það sem rættist í spá völvunnar. í þessu blaði birtist svo ný spá völvu Vikunnar sem er - þrátt fyrir allt - ein áreiðanleg- asta og jafnframt þekktasta nýársspá hér á landi - og eft- irsótt í mörgum nærliggjandi löndum, svo ótrúlega sem það hljómar. Ritstjóri. REPECHAGEN HÚÐSNYRTIVÖRURNAR sem fariö hafa sigurför um Bandaríkin. Frábærar stofumeöferðir ásamt vörum fyrir allar húögeröir til heimanotkunar. ATH! Þessar frábæru húösnyrtivörur eru aðeins seldar hjá snyrtifræöingum. Hringið og fáið nánari upplýsingar Borgarkringlunni Sími 685535 26.TBL. 1992 VIKAN 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.