Vikan


Vikan - 28.12.1992, Page 12

Vikan - 28.12.1992, Page 12
VOLVU- SPÁIN 1993 „Vélmenni í uppskurðina.” „Á Indlandi eru mestu átökin ekki enn hafin...” „Hvetur EB-löndin til aö samræma reglur um takmörkun á viðtöku erlends flóttafólks.” „Gerir „díl” vió íslenskt tímarit.” VARÐAR OKKUR UM ÚTLÖND? ■ Þar verður okkar heimur hálfur. Sumir myndu kannski segja allur, þegar tekið er tillit til þess að af því ræðst hvern- ig þar þróast málin hvernig okkur vegnar um útflutning og verðmætaskil. í flestum ríkjum Evrópu er spáð hagvexti upp á um 1,5-2 prósent og þaðan af meira síðar. Það þýðir að ekki ætti að verða sölutregða fyrir afurðir okkar af þeim or- sökum. Hins vegar er líka spáð þar vaxandi halla á fjár- lögum og auknu atvinnuleysi. Þetta samanlagt þýðir óvissu- ástand fyrir útflutning okkar til þessara landa. ■ Ekki bætir úr skák að EES- samningurinn er í lausu lofti eins og er og þarf talsverðan tíma til að Ijúka honum svo að öllu sé til skila haldið. íslend- ingar ættu því að horfa „vítt um heima alla“ áður en lengra er haldið. Mér sýnist nú sem margir verði til þess að vilja láta kanna hvernig standa megi að beiðni um formlegar viðræður við Bandaríkjamenn um fríverslunarsamning þar sem það verði að liggja á borð- inu hvað við kynnum að hafa þar i hendi samhliða öðrum kostum á meginlandi Evrópu. ■ ( Rússlandi munu harðlínu- menn til vinstri halda áfram að sækja að Jeltsín og gera hon- um erfitt fyrir. Umbótastefna hans er í verulegri hættu og Jeltsín mun ekki eiga sjö dag- ana sæla mestan hluta ársins. Hann verður þó áfram við völd út árið. ■ Annað mál veldur Rússum ama og á alþjóðlegum vett- vangi. Það eru ásakanir um að þeir fleygi geislavirkum úr- gangi í hafið á norðlægum slóðum. Krafist verður alþjóð- legrar rannsóknar á þessu. Það verður Rússum til bjarg- ar, ef svo má að orði komast, að Norðmenn, sem eiga haf- svæði á þessum stöðum, letja til rannsóknanna vegna hugs- anlegs skaða sem þeir kunna að verða fyrir á fiskmörkuðum erlendis ef niðurstaðan yrði sú að bannaðar yrðu veiðar á þessum hafsvæðum. íslend- ingum er málið ekki óskylt og vafasamt hvort þeir hefðu hag af þessum rannsóknum. Málið er því allt pínlegt og yfir því mikil skinhelgi. ■ Snemma árs munu Sam- einuðu þjóðirnar ákveða að halda með hervaldi inn í ríki fyrrum Júgóslavíu til að tryggja að múslimaríkin verði ekki fyrri til að senda hermenn á vettvang. Beðið verður á- kvörðunar þar til reynsla fæst af aðstoðinni í Sómalíu, þar sem hermenn hafa verið við eins konar gæslustörf varð- andi skipulagða matvæladreif- ingu til sveltandi íbúa landsins. ■ í Þýskalandi verður gert átak til að hefta flóttamanna- straum til landsins. Kanslari Þýskalands fær Evrópu- bandalagið til að fallast á sameiginlegar og samræmdar reglur sem takmarka innflutn- ing erlends flóttafólks til ann- arra Evrópulanda og mun verða vel tekið í þá beiðni kanslarans af ótta við sama vandamál annars staðar. Andstæðingum nýnasista í Þýskalandi vex ásmegin og 12VIKAN 26.TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.