Vikan - 28.12.1992, Qupperneq 18
tökin. Þetta starfsfólk hafði vinnu og byggði
afkomu sína á að vinna fyrir okkur. Þegar
stríðinu síðan lauk og við bjuggumst til brott-
farar vildi úganska stjórnin ekki taka við þessu
starfsfólki vegna þess að hún viðurkenndi
ekki þá menntun sem við höfðum veitt því. Ég
held að svona samtök eins og LÁL gæti sín
ekki alltaf nógu vel á þessu. Innfædda starfs-
fólkið stendur uppi atvinnulaust og réttinda-
laust við brottför hjálparliðsins."
LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA
- Hvernig eru samlökin LAL skipulögð og hvern-
ig starfa þau?
„Oft kemur beiðni eða viðvörun frá einhverj-
Þetta var svokölluð þverlega. Mjög fær Ijós-
móðir var með mér og hún fór að reyna að
snúa barninu en gat það ekki með nokkru
móti. Loks náði ég barninu út en það var
reyndar dáið áður. En svona deyja konur unn-
vörpum þarna. Það var tilviljun að þessi kona
lifði, af því að ég var stödd þarna. í heiminum
öllum deyja að meðaltali 500 þúsund konur á
ári af völdum meðgöngu. Þetta er eins og ein
júmbóþota á dag, full af ófrískum konum,
myndi fljúga á fjall og farast. En um þetta er
ekki talað í fjölmiðlum vegna þess að þetta er
ekki júmbóþota.
Á stríðstímanum í Úganda var þjálfað mikið
af innfæddu starfsfólki til að vinna fyrir sam-
Eftir bardaga mílli tveggja skæruliöahópa á Sri Lanka var komið meö um hundraö lík á
sjúkrahúsiö til krufningar. Líkin lágu þarna um öll gólf og læknunum tókst aóeins aö sinna
fáeinum á dag. „Lyktin á barnadeildinni, sem var þarna vió hliöina, var orðin hroóaleg,"
sagöi Jóhanna.
Okkur var smyglað að
landamærunum í „chadd-
uri“ sem er eins og poki
yfir höfuðið með götum
fyrir augun.
Við fengum oft mjög
slasað fólk en höfðum
aðeins eins konar upp-
skriftabækur til að gera
að þessum slysum.
Það var virkilega rifist
þegar þurfti að skipta
þessum fjórum eggjum.
Við vorum þarna tveir
læknar og tveir hjúkrun-
arfræðingar til að sinna
öllu þessu fólki sem er
jafnmargt og allir íslend-
ingar.
um sem er í „missjón“ (hjálparstarfi) í landinu
eða nærliggjandi landi. Oftast held ég reyndar
að fréttir í fjölmiðlum ráði því einfaldlega hvert
farið er. Læknarnir í samtökunum þurfa ekki
samþykki stjórnvalda. Þeir fara oft sem ferða-
menn eða smygla sér ólöglega inn í landið.
Það sem einkennir þessi samtök fyrst og
fremst er að þau eru alltaf reiðubúin þegar
kallið kemur. Allt undirbúningsstarf er frá-
gengið og birgðir tilbúnar og búnar að fara
gegnum tollskoðun. Nálægt flugvelli í Suður-
Frakklandi eru tilbúin hjálpargögn sem hægt
er að flytja á staðinn fyrin/aralaust. Til dæmis
er þarna heill kóleruspítali og ef upp kemur
kólerufaraldur er hægt að reisa hann í einum
grænum.
Sterka hliðin hjá LÁL er að þeir fara inn á
svæði sem aðrir vilja ekki fara inn á, annað-
hvort vegna þess að stjórnvöld leyfa það ekki
eða að það er talið of hættulegt. Skipulag
samtakanna er einfalt, þeir peningar sem til
eru geta farið fljótt af stað og slíkar beiðnir
þurfa ekki að fara í gegnum margar skrifstofur
áður en peningarnir fara af stað. Ef hægt er
þá eru einn eða tveir sendir á undan til að
meta stöðuna og þá er oft sent fólk sem er í
nálægum löndum.
Samtökin eru mjög fær í skyndihjálp og
neyðaraðstoð og hafa yfir að ráða mörgum
sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir að fara
hvenær sem er. En stundum, þegar neyðará-
standið er afstaðið, hafa þau séð þörfina í
18VIKAN 26. TBL. 1992
landinu fyrir að þróa betra heilbrigðiskerfi og
svo framvegis. Þegar kemur að því held ég
að þessi samtök séu ekki eins góð. Þau eru
ekki með nógu menntað starfsfólk, það er of
ungt, og þau vinna ekki nóg með stjórnvöld-
um eða innfæddum.
Samtökin eru fjármögnuð nær eingöngu
með frjálsum framlögum. Þau taka að sér
ýmis verkefni fyrir Flóttamannahjálp SÞ og
Evrópubandalagið. í stuttu máli má segja að
samtökin séu fljót á staðinn og hafi laust fjár-
magn strax.“
- Eru starfsmenn LÁL ef til vill í meiri hættu
en aðrir hjálparliðar?
„Ég veit það ekki, ég held að þeir séu ekki í
meiri hættu en starfsmenn Alþjóða Rauða
krossins. Þeir vinna á jafnmiklum hættusvæð-
um en þeir gera það hins vegar með sam-
þykki stjórnvalda.“
- Hvað finnst þér um þessa sjónvarpsþætti
sem gerðir hafa verið um „Lækna án
landamæra"?
„Ég hef ekki séð þá, eða að minnsta kosti
ekki þessa þætti sem fólk talar mest um. En
þessi samtök eru mjög fær í að markaðssetja
sig og koma sér á framfæri. Milli tíu og tólf
prósent af öllum tekjum þeirra fara eingöngu í
að auglýsa samtökin. Franska þjóðin hefur
mikið álit á „Læknum án landamæra". Það var
til dæmis gerð könnun meðal foreldra fyrir um
tveimur árum og spurt hvað menn vildu að
börnin yrðu þegar þau yrðu fullorðin. Fjörutíu
prósent svöruðu: Læknar án landamæra.
Þetta sýnir hvað samtökin eru vel metin og
það er ekki síst þessum auglýsingaherferðum
að þakka.
Margar þeirra mynda sem ég hef séð um
starfsemi LÁL hafa farið í taugarnar á mér
vegna þess að það eru bara sýndar góðu
hliðarnar en allt sem miður fer er ekki sýnt og
vandamálin eru heldur ekki sýnd eða skýrð.“
- Eru þessi samtök kannski að sumu leyti
glæfralegri en önnur eldri og ráðsettari samtök?
Mæöur meö börn sem bíöa bólusetningar í
Úganda.
„Já, það má kannski segja það. Þetta er
ungt fólk og ef hópurinn hefur ekki harðan
stjórnanda, sem heldur þvf í skefjum, þá vill
ýmislegt fara úr böndunum. Og það er mjög
erfitt að halda fólki á mottunni, gera því grein
fyrir að það er þarna til að vinna og ekki til
neins annars. Menn þurfa auðvitað að hvíla
sig öðru hverju en þeir eru ekki þarna til að
leggja af stað i safarí á föstudagskvöldum og
koma til baka á mánudagsmorgnum. Slæma
pressan, sem samtökin hafa fengið á sig, er
vegna þessa, það er að segja þar sem þetta