Vikan - 28.12.1992, Side 20
mjög erfitt aö læra á þá. Svo þurfti að taka all-
ar pillur úr spjöldunum og pakka þeim inn í
plast og siöan í strigapoka og sauma utan
um. Þetta var gert vegna þess aö viö þurftum
aö fara yfir margar óbrúaöar ár og oft var
sundriðið þannig aö lyfin uröu aö vera í vatns-
heldum umbúðum.
Þegar þjálfuninni var lokið var okkur
smyglaö upp aö landamærum Afganistans og
Pakistans. Þaö var vegna þess aö viö unnum
ólöglega og vorum skæruliöamegin. Spítalinn,
sem ég var á, er alveg við landamærin aö
Sovétríkjunum fyrrverandi og heitir þar Ba-
dagsjan. Þangað var þriggja vikna gangur.
Viö vorum meö fimmtíu hesta og okkur var
smyglað að landamærunum íklæddum
„chadduri". Þetta er eins og poki yfir höfuðiö
með götum klipptum fyrir augun og götin eru
eins og bródering á koddaveri. Flestar konur
þarna ganga með svona höfuðbúnaö. Mér
fannst í raun mjög gaman aö fara um hverja
landamærastöðina eftir aðra án þess að verö-
irnir gætu kannaö hvaö væri undir þessari
múnderingu. Smávöxnum karlmönnum er
smyglað á þennan hátt líka en aörir fara aö
næturlagi eftir skuröum og slíku upp aö landa-
mærunum."
ERFIÐ FERÐ YFIR FJÖLUN
„Síöan biöum viö færis við landamærin í tjaldi
í tvo daga. Þaö var afar erfitt vegna þess aö
viö máttum ekki vera úti á daginn og nær allir
voru þá þegar orönir veikir af niöurgangi.
Þetta var því frekar ömurleg vist. Hestarnir
fóru ákveöna leið en viö fórum aöra leiö sem
átti aö vera styttri. Enginn þekkti þó þessa leið
og þegar til kom reyndist hún vera nær algjör-
lega ófær. Viö þurftum að fara yfir tvö fjalla-
skörö, yfir 5000 metra há. Viö bárum þaö sem
viö þurftum á þessari leið. Margir gáfust upp
og öll urðum við mjög fjallaveik. Fjallaveiki
iýsir sér í mæöi, svima, máttleysi, uppköstum
og höfuöverk. Þarna var engan mat að fá í
þrjá daga, nema smávegis af rúsínum og
hnetum sem viö vorum meö í poka, og ekkert
vatn í tvo daga. Þaö var því ekki upplitsdjarft
fólk sem kom niöur af fjallinu hinum megin.
Feröin öll var mjög erfið. Viö gengum
sautján tíma í einni lotu og á nóttunni mátti
iðulega ekki nota vasaljós vegna þess aö viö
fórum mjög nálægt rússneskum landamæra-
stöövum. Viö þurftum líka aö fara yfir stór
svæöi þar sem jarðsprengjur voru og þá þurfti
aö gæta sín á að stíga aðeins á jarðfasta
steina, ekki lausa. Þegar maður er oröinn
þreyttur endar þetta yfirleitt meö því aö maður
sýnir ekki fyllstu varkárni.
Sem betur fer kom ekkert fyrir okkur en
einn hestur lenti á jarösprengju og drapst.
Þarna mátti sjá mikið af dýrum sem höföu
gengið á jarösprengjur og drepist. Viö misst-
um líka einn asna sem hrapaði í straumþunga
á. Aö ööru leyti uröu engin stórslys á leiöinni."
TVEIR LÆKNAR FYRIR
400 ÞÚSUND MANNS
„Á þessum slóöum búa um fjögur hundruð
þúsund manns. Þarna vorum viö tveir læknar
og tveir hjúkrunarfræðingar. Á milli spítalanna
var þriggja daga gangur. Viö höföum nóg af
öllu, lyfjum og tækjum til aö gera stórar aö-
gerðir, en litla kunnáttu. Þaö fylgir því geysi-
legt álag að fá mjög slasað fólk en kunna lítiö
fyrir sér. Viö gátum heldur ekki sótthreinsaö
tækin almennilega. Viö fengum oft mjög mikið
slasað fólk, fólk sem hafði til dæmis misst út-
limi eða augu og við höföum aðeins eins kon-
ar uppskriftabækur til aö gera að þessum
slysum. í fyrsta skipti sem maður gerir svona
aðgerð eru vinnubrögöin hroðaleg.
Þetta er eini staðurinn sem ég get sagt um
að ég hafi beinlínis bjargað mannslífum en,
eftir á fór maður aö hugsa: Hvað skildum við
eftir? Viö skildum nefnilega ekki neitt eftir.
Þarna var vannæring og þarna haföi oröiö
uppskerubrestur. Fæðuskorturinn var svo
mikill aö viö áttum erfitt með að fá keyptan
mat. Viö vorum sex útlendingar saman þarna
og á ferðinni yfir fjallasköröin, sem ég sagöi
frá áöan, kom þaö upp eitt sinn aö viö gátum
fengið keypt fjögur egg. Og þaö er ótrúleg
spenna sem kemur upp þegar allir eru svang-
ir. Það var virkilega rifist þegar kom að því að
skipta þessum fjórum eggjum.
Mér fannst að við gerðum lítiö gagn í
Afganistan til langframa. Þarna var vannæring
og mislingafaraldur í uppsiglingu en viö höfð-
um engin bóluefni. Ég kom beint heim frá
Afganistan um jólin og þá varð mér mjög um
aö sjá allsnægtirnar hér og eins aö ekkert
skyldi vera talað um Afganistan.
Á þessum stað sem ég var á er næstum
jafnmargt fólk og hér á landi og þetta fólk
dreifist um svæöi sem samsvarar rúmlega
helmingnum af íslandi. Þarna vorum viö tveir
læknar og tveir hjúkrunarfræðingar til aö
sinna öllu þessu fólki. Og mér fannst bruðlið
hérna heima alveg ótrúlegt; bruöl í heilsu-
gæslunni, bruöl meö jólin og svo framvegis.
Þetta eru svo miklar andstæöur.
Núna eru fréttir frá Sarajevo á hverjum degi
í blöðunum en á þessum tíma var aldrei talaö
um Afganistan. Þó var þaö sem þar var að
gerast aö minnsta kosti alveg eins hræðilegt
og þaö sem nú er aö gerast í Sarajevo. En
fólkið þar er hvítt og þaö er nær okkur. Þess
vegna nær neyð þess betur eyrum okkar.
Síöustu nóttina mína í Afganistan, á leiöinni
til baka, sváfum viö úti í tuttugu stiga frosti.
Viö vorum meö góða svefnpoka en Afganirnir
höföu ekki neitt. Þeir eru ótrúlega þrautseigir.
Þeir kveiktu bara eld og sátu kringum hann
meö eitt lítiö teppi.“
ÍSLAM HAMLAR
HJÁLPARSTARFINU
- Er ekki erfitt aö starfa í íslömsku ríki, sér-
stakiega fyrirkonu?
„Jú, það er erfitt. Maður verður aö klæöa
sig á sérstakan hátt, veröur til dæmis að vera
meö skuplu á höföinu því aö þaö þykir ósiö-
samlegt aö konur hylji ekki hár sitt. Maður
veröur líka að vera í víðum fötum og kjól eða
skikkju utan yfir, sem nær niöur aö hnjám. Ég
var eina konan í karlasamfélagi og hitti raun-
verulega aldrei konu, hvorki í Afganistan né
Pakistan. Þaö er erfitt aö reka prógrömm fyrir
konur því aö þær mega ekki fara út úr húsi
nema í fylgd karlmanns, bróður, föður eða
eiginmanns, og þær veröa að vera huldar.
Þegar ég reyndi til dæmis að reka bólusetn-
ingaráætlun fyrir ófrískar konur vegna stíf-
Þaö er miklu meiri lífs-
fylling í þessu heldur en
að vinna þar sem allir
vilja vera.
Þróunarhjálp er bisniss
og þaö er mikið af „þotu-
fólki“ í þessu, fólki sem
flýgur á fyrsta farrými og
býr á Hilton.
Það fer í taugarnar á mér
hvernig fjölmiðlar nota
myndina af vannærða
barninu meö flugurnar í
augunum.
krampa, sem börn deyja þarna unnvörpum úr,
reyndist þaö ekki hægt.“
- Segöu mér nánar frá þessu.
„Já, ég haföi fundiö konu í Pakistan sem
kunni aö lesa og skrifa, reyndar bara pers-
nesku. Sjálf kunni ég þá mjög lítið í persnesku
og ekki nóg til þess aö geta útskýrt fyrir henni.
Túlkurinn minn var þá settur bak viö skerm og
maðurinn hennar var viöstaddur til að tryggja
aö enginn annar karlmaöur myndi sjá hana.
Frh. á bls. 22
Stórverslun í rúst eftir aó kveikt hafói veriö i henni. Þetta er í þorpinu á Sri Lanka sem ind-
versku „frióargæslulióarnir” lögöu í rúst og stráfelldu sjötíu þorpsbúa.
20 VIKAN 26. TBL.1992