Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 25
Skólaböll stóðu aðeins til
tíu eða hálfellefu, „prom-ball-
ið“ var að vísu aðeins lengur.
Flestir krakkarnir voru búnir
að hlakka til í mörg ár að fara
á þetta ball en mér þótti það
heldur hallærislegt. Það var
allt mjög yfirborðskennt og
strákarnir voru að eyða langt
um efni fram í alls konar vit-
leysu eins og að leigja eðal-
vagna og smóking. „Prom-
ballið" var auðvitað miklu
kostnaðarsamara fyrir þá en
stelpurnar því þeir buðu stelp-
unum og þurftu að borga allt
fyrir þær.
Yfirleitt er mjög vel fylgst
með AFS-skiptinemunum.
Þeir hafa allir trúnaðarmann
sem þeir geta leitað til ef
vandamál koma upp með fjöl-
skylduna eða annað. Trúnað-
armaðurinn minn var mikill
vinur fjölskyldunnar sem ég
var hjá en það kom ekki að
sök því engin vandamál varð-
andi hana komu upp. Það
getur þó verið mjög slæmt ef
trúnaðarmaðurinn er tengdur
fjölskyldunni. Norðurlandabú-
ar eiga oft í miklum erfiðleik-
um með að aðlagast fjölskyld-
unni því þeir eru vanir miklu
meira frelsi en tíðkast í öðrum
löndum.
í skólanum, sem ég var í,
var stelpa frá Finnlandi sem
var einnig AFS-skiptinemi.
Hún var mjög óheppin með
sína fjölskyldu og þröngvaði
sér eiginlega upp á fjölskyld-
una mína. Það var allt í lagi,
þetta var ágæt stelpa, en fjöl-
skyldan sem hún lenti hjá var
mjög þröngsýn og hafði eigin-
lega ekki áhuga á neinu nema
Bandaríkjunum.
Við AFS-skiptinemarnir
höfðum ágætt samband okkar
á milli og hittumst stundum
yfir helgar. Einnig heimsóttum
við hvert annað og ég eignað-
ist til dæmis mjög góðan vin
frá Finnlandi sem var
skiptinemi í sama fylki og ég.
Við fórum oft á seglbretti og
skíði saman en þarna rétt hjá
var eitt besta skíðasvæðið á
austurströndinni."
Þrátt fyrir misjafna reynslu
af Bandaríkjunum virðist vera
eitthvað við landið sem dregur
Árna Pál til sín því hann er á-
kveðinn í að fara þangað
næsta sumar þegar hann hef-
ur lokið prófi úr Verzlunarskól-
anum og hefja nám í alþjóða-
fræði og alþjóðaviðskiptum
við háskólann í Colorado.
„Það er rétt, ég hreifst af
mörgu í Bandaríkjunum þó
þar séu einnig margir þjóð-
félagslegir gallar. Háskólar í
Bandaríkjunum eru mjög góð-
ir en þvf miður hafa ekki nærri
því allir bandarískir krakkar
efni á háskólanámi. Það er
einn af slæmu göllunum við
kerfið þarna úti.
Ástæðan fyrir því að ég
valdi háskólann í Colorado er
fyrst og fremst sú að ég hef
heyrt að mjög gott orð fari af
honum. Það er einnig gífur-
lega fallegt þarna og mjög
gott skíðasvæði. Bandaríkin
hafa upp á stórkostlega nátt-
úru að bjóða. Því kynntist ég
best á ógleymanlegu ferðalagi
um landið sem ég fór í með
fjölskyldunni og nokkrum vin-
um. Við keyrðum í húsbíl í
gegnum tuttugu og eitt fylki á
hálfum mánuði. Þetta var
sannkölluð ævintýraferð og
þrátt fyrir gífurlega keyrslu var
þetta rosalega skemmtilegt.
Þrátt fyrir að það væri frá-
bært að vera í Bandaríkjunum
færi ég frekar eitthvað annað
ef ég væri að velja land sem
skiptinemi. í dag færi ég frek-
ar til framandi lands eins og
Bólivíu eða Thailands. Það er
án efa erfiðara að fara til
lands sem er meira framandi
en veitir manni ábyggilega
betri reynslu. Ég er miklu víð-
sýnni núna en ég var og geri
mér betur grein fyrir því hvað
lífið hefur upp á að bjóða.
Eina skiptið sem ég efaðist
um að það hefði verið rétt hjá
mér að fara sem skiptinemi
var þegar ég var að fara aftur
heim til íslands. Það var svo
leiðinlegt að yfirgefa allt fólkið
sem ég hafði kynnst alls stað-
ar úr heiminum og þótti orðið
vænt um, vitandi að það væru
mjög litlar líkur á að ég ætti
eftir að sjá það aftur.
Það var mjög skrítið að
koma heim. Fyrir mig var það
erfiðara en að fara út. Ég var
búinn að setja mig inn í
bandarískan hugsunarhátt og
farinn að aðlagast lífinu þarna
úti. Til dæmis klæðnaðurinn,
ég var eins og bjáni hérna á
íslandi í fötum sem voru mjög
flott í Bandaríkjunum. Til að
byrja með var einnig mjög
leiðinlegt að vera ári á eftir í
skólanum en það lagaðist
smám saman og er orðið fínt
núna.“
Þannig lýkur þessi óvenju-
legi skiptinemi, sem fór til
venjulegs lands og bjó hjá
venjulegu fólki, máli sínu.
Hann sér ekki eftir neinu
nema ef til vill því að hafa ekki
verið opnari og jákvæðari
gagnvart Bandaríkjamönnun-
um sem hömuðust við að
gera hann eins amerískan í
hugsunarhætti og þeir eru
sjálfir. □
SITIVE LINE
Nýtt krem hefur bœst í hina frábœru
Sensitiue línu frá ELLEN BETRIX fyrir
viðkvœma húð.
Nýjá kremið heitir ANTI-STRESS
CTIEAM. Það inniheldur hvorki
ilmefni, litarefni eða rotvarnarefni og
veitir húðinni vernd, nœringu og hvíld
eftir annasaman dag.
\
\
\
anti-stress-cream
SOINS ANTI-STRESS
Anti-Stress-Cronrví
ELLEN
betrix
SENSITIVE
1
FOR SENSITIVE ANDS1W
POUR PCAUX .‘.EMSIHl ■
50 rnl 49.75 u t
e 1.75 OZ.
netwt
ELLEN
BETRIX
SENSITIVE
^ti-stress-cre^
^ti-stress-crew^
'sschutz und Nachtp,kT
ELLEN
BETRIX
ÚTSÖLUST AÐIR:
REYKJAVÍK: Clara Kringlunni, Clara Austurstræti, Holtsapótek,
Snyrtivöruverslunin Laugavegi 76, Gullbrá Nóatúni, Topptískan
Laugavegi 15, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Soffía Hlemmtorgi.
Andorra Hafnarfiröi, Apótek Keflavíkur, Apótek Akureyrar, Hilma
Husavík, Krisma ísafirði. Ninja Vestmannaeyjum. Snyrtihusið Selfossi.
26.TBL. 1992 VIKAN 25