Vikan - 28.12.1992, Qupperneq 26
TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON
Einn af lesendum Vikunn-
ar, Andrés Guömunds-
son, sjötugur lyfjafræö-
ingur, tók þátt í því með Vik-
unni og Lyf hf. að reyna
NUPO-megrunarkúrinn ásamt
öðrum. Andrés hafði ekki
mikla trú á honum fyrirfram
þar sem hann hafði reynt ým-
islegt áður. En árangurinn lét
ekki á sér standa. Á annan
tug kílóa eru nú flogin þrátt
\éU
ISLENSKUR LYFJAFRÆÐINGUR
veginn í stað. Ég hafði duftið
með mér út og tók það nokk-
uð reglulega en fylgdi ekki
einingakerfinu eftir aö sama
skapi og þvi fór sem fór.
Á virkum dögum tek ég
alltaf NUPO-skammtinn og
líka um helgar nema ég borða
alltaf kvöldmatinn á sunnu-
dögum - sem er of mikil
freisting til að hægt sé að
sleppa því.“
LETTIST UMTALSVERT
fyrir nokkur hlé og ætlar Andr-
és að segja okkur stuttlega frá
reynslu sinni.
„Ég er búinn að vera allt of
feitur í mörg ár, var kominn í
um eitt hundrað og fimmtán
kíló rúmlega þrítugur og þá
var ég 186 cm á hæð. Á þeim
tíma tók ég af mér nokkur kíló
með einhverjum kúr sem þá
var á markaðnum en síðan
hef ég rokkað á bilinu 120 til
135 kíló. Þessi fjandi er í ætt-
inni. Bræður mínir hafa einnig
tilhneigingu til að fitna. Ég var
aldrei feitur sem barn og
stundaði mikið íþróttir fram aö
því aö ég hóf nám í lyfjafræði.
Þá fór ég að taka það rólega
og byrjaði að fitna.
Ég hef vitað í gegnum starf
mitt um alls kyns lyfseðils-
skyld megrunarlyf sem komið
hafa á markaðinn í gegnum
tíðina en þau höfðu það mikl-
ar aukaverkanir, meðal ann-
ars ávanahættu, að ég forð-
aðist allt slíkt. Hins vegar fór
ég á heilsuhæli þar sem ég
var eingöngu á glasafæöi og f
líkamsrækt en það tók mig
ekki langan tíma að bæta
kílóunum á mig aftur eftir aö
ég kom heim.
Mér var tjáð af lækninum
mínum að ég yrði aö grenna
mig þar sem ég ætti að gang-
ast undir ákveðna rannsókn
sem ekki væri hægt að fram-
kvæma nema ég væri aö
minnsta kosti sautján kílóum
léttari. Skömmu eftir að ég
fékk þá tilkynningu var ég
spurður að því hvort ég væri til
í að taka þátt í þessu með Vik-
unni og Lyf hf. og ákvaö ég eftir
nokkra umhugsun að gera það.
Ég fór niður á Borgarspít-
ala, hafði samband við lækn-
inn minn og var vigtaður um
MEÐ NUPO
OG ER ORÐINN ALLUR ANNAR
leið. Þá kom í Ijós að ég var
rúm 130 kíló.“
- Hvernig leist þér á kúrinn
í upphafi út frá fyrri reynslu
þinni?
„Mér leist bara vel á hann,
fannst ekkert út á hann að
setja. Mér fannst meira að
segja eftir að ég hafði kynnt
mér einingakerfið að ég þyrfti
næstum að borða meira en
ég var vanur.“
- Hvernig fannst þér duftið
á bragðið?
„Mér fannst það bara ágætt
en það er kannski ekki að
marka mig þar sem mér finnst
næstum allur matur góöur og
það er sjálfsagt það sem hef-
ur gert mig svona feitan í upp-
hafi.“
- Hvort bragðið af NUPO-
duftinu finnst þér betra?
„Ég hef alltaf haft aðra
bragðtegundina heima og
hina í vinnunni og er ég ekki
frá því að mér finnist súkku-
laöibragðið betra þegar til
lengdar lætur. Ég verð að við-
urkenna að mér hefur aldrei
gefist tími til að taka alla
skammtana sex. Ég drekk
Nupoið alltaf í staðinn fyrir
morgunmat og svo drekk ég
annan skammtinn í kringum
hádegið og þá gjarna kaffi og
borða brauðsneið með osti
eða einhverju áleggi með.
Þriðja skammtinn tek ég síð-
an um kaffileytið og loks einn
áður en ég fer heim. Ég held
samt að það væri ráðlegt fyrir
mig aö taka tvo skammta í
einu í hádeginu og einnig
áður en ég fer heim þar sem
mér finnst ég ekki koma því
við að dreifa skömmtunum
sex jafnt yfir daginn."
- Hvernig gekk þér aö kom-
ast inn í einingakerfið?
„Ég fór yfir það og tel mig
hafa komist nokkurn veginn
inn í það en meö þessari bar-
áttu minni við aukakílóin í
gegnum árin hefur mér lærst
nokkurn veginn hversu orku-
rík hver fæðutegund er. Ein-
ingakerfið er áreiöanlega
mjög hentugt fyrir þá sem eru
aö byrja og vilja komast vel
inn í þetta og fylgja þessu á
mjög nákvæman hátt.
Eftir að ég byrjaöi á kúrnum
fór ég reglulega í vigtun til
næringarfræðingsins hjá Lyf
hf. og þetta gekk nokkuð jafnt
og þétt hjá mér þangað til ég
fór til útlanda i tilefni af sjö-
tugsafmælinu mínu en þá
stóð þyndartapið nokkurn
„Eg hef
losnað viö
um 12 kíló
og þaö er
ekki hægt
aö segja
annað en
aö lífið sé
allt annaö
á eftir.
Þaö tekur
mig ekki
nema um
hálftíma
aö ganga
þá leiö
sem tók
mig um
fjörutíu og
fimm
mínútur
áður.“
- Hefur þú stundað ein-
hverjar íþróttir samhliða kúrn-
um?
„Ég hef alltaf farið í langan
göngutúr á morgnana áður en
ég fer i vinnuna og hef gert
það í gegnum árin þegar
færðin er sæmileg og vel viðr-
ar.
Ég hef losnað við um tólf
kíló og það er ekki hægt að
segja annað en að lífið sé allt
annað á eftir. Það tekur mig
ekki nema um hálftíma að
ganga þá leið sem tók mig
áður um fjörutíu og fimm mín-
útur. Maður finnur þetta einnig
á liðamótunum í fótunum en
ég hafði töluveröa verki í þeim
áður og hafði leitað til læknis
út af þeim. Núna hafa þeir
minnkað. Blóöþrýstingur minn
hefur einnig verið nokkuð hár
og hefur hann lækkað ásamt
púlsinum, hvort sem má rekja
það til þessa þyngdartaps eða
ekki.“
- Hver er stefnan hjá þér í
þessum efnum núna?
„Ég er staöráðinn í að
halda áfram, að minnsta kosti
næstu mánuðina. Ég stefni
ekki á að léttast mjög hratt því
mér finnst að í mínu tilfelli fari
betur á að gera það jafnt og
þétt.“
- Hver finnst þér helsti
kosturinn við þennan kúr?
„Hann er fyrst og fremst sá
hversu þægilegt það er aö
taka þetta og þurfa ekki að
hafa áhyggjur af því að mann
vanti einhver nauðsynleg
næringarefni. Ég finn ekki fyrir
neinum ókostum nema þá
helst að maður saknar þess
stundum að geta ekki borðað
eins mikið og mig langar til.
Ég er samt ákaflega bjartsýnn
á framhaldið," segir Andrés
að lokum. □
26 VIKAN 26.TBL. 1992