Vikan


Vikan - 28.12.1992, Qupperneq 28

Vikan - 28.12.1992, Qupperneq 28
TEXTIOG UÓSM.: ÞORSTEINN ERLINGSSON Við Gerði Pálmadóttur, sem oftast er kennd við verslunina Flóna, kannast flestir Islend- ingar því hún hefur oft verið í sviðsljósinu þar sem hún er bæði athafnasöm og hugmynda- auðug kona. Veraldlegur auður hennar var kannski í öfugu hlutfalli við þann andlega þegar hún yfirgaf ættjörð sína til að gera hugmyndir sínar að veru- leika, þar sem henni fannst hún mæta litlum skiln- ingi samlanda sinna varðandi þau verkefni sem henni fannst nauðsynlegt að hrint væri í fram- kvæmd, landi og þjóð til framdráttar. Nú eru það erlendir aðilar, meðal annars ýmis stórfyrirtæki um allan heim, sem njóta hugmynda- auðgi hennar en taug hennar til heimalandsins er römm. Við settumst niður á litlum, indverskum veit- ingastað nálægt heimili hennar í Amsterdam og ræddum málin. - Hvernig stóð á því að þú fórst hingað út og hvernig æxlaðist þetta allt saman? „Ég ætti nú varla að svara þessu því mér finnst fólk heima vita miklu betur en ég hvað ég var að gera heirna," segir Gerður og brosir. „Þú ættir því frekar að upplýsa mig um það en ég þig. Frá mín- um bæjardyrum séð var ég að tapa peningum og það var fullt starf því ég tapaði öllu sem ég átti. Ég lenti í því sem kalla má að ofmeta ýmsa hluti og einnig að vanmeta aðra þannig að það sem ég var að gera var ekki í samræmi við raunverulega möguleika. Ég var mikið að fást við útflutningsmál og þar á meðal að flytja út íslenska ullarvöru en það gekk ekki sem skyldi. Ég hafði áður rekið þá ágætu verslun Flóna um árabil og vildi ekki festast ! því að vera afgreiðslu- kona, búðareigandi, hugmyndasali og hvaða nöfn- um sem við getum nefnt þessa starfsemi mína. Hugur minn stefndi alltaf að því að nýta það sem við eigum heima á íslandi sem mér finnst vera ó- unnin auðlind. Alltaf er verið að væla um efnahags- ástandið og jafnfram að þetta sé ekki hægt og hitt sé ekki h^egt og allt sé meira og minna svart og sykurlaust. Ég fór þess vegna að vinna að þessum málum, eins og til dæmis að hanna og framleiða ullarfatnað og vinna eitthvað nýtilegt úr ullinni sem gekk að mínu mati mjög vel. Ég vann með fyrirtæk- inu Vöku og einnig Skjóli sem bæði eru á Sauðár- króki. Þar var yndislegt fólk sem lagði óhemju vinnu á sig við þessi samstarfsverkefni og fjárfesti bein- línis í því sem við vorum að gera. Mér finnst óg eiga þessu fólki stóra skuld að gjalda. Ég er þess fullviss að þau hráefni sem við eigum heima, eins og ullin og ekki bara hún heldur fjöldi annarra hráefna sem finna má úti í guðsgrænni náttúrunni, er hægt að vinna á auðveldan hátt og gera eitthvað sem maður sér ekki annars staðar. Einnig langar mig að nefna andlegu verðmætin og sögurnar okkar. Mér finnst þetta gjörsamlega ónýtt auðlind. Við þurfum ekki brot af einu einasta álveri inn fyrir okkar landsteina því við eigum svo margt sem ekki er nýtt sem skyldi. Mér finnst mjög undarlegt hvernig var tekið á þessum útflutningsmálum mínum og það var hrein- lega sparkað í rassinn á mér út úr landinu. Mér fannst ég vera orðin blóraböggullinn á bátnum og ég hefði hreinlega ekkert að gera heima. Ég hafði mikinn áhuga á að vinna að þessum málum en það voru of mörg Ijón í veginum sem ég hreinlega réð ekki við að ryðja úr vegi. Mér var fariö að finnast ég vera varahlutur í vitlausa vél. Ég passaði ekki inn í kerfið, átti mér greinilega ekki viðreisnar von og fannst mér hreinlega vera hafnað. Það er örugg- lega ein versta tilfinning sem listamaður getur feng- ið. Ég tapaði öllu sem ég átti á þessari íslensku framleiðslu. Þegar ég byrjaði að tapa á einum stað sogaði það allt að sér og hefur síðan haldið áfram að sogast upp f nefið á hinum og þessum lögfræð- ingum. Ég eignaðist mikið af vinum í kringum þetta „dauðastríð" mitt og einnig óvinum - þakka þér fyr- ir. Ég er sem betur fer ekki mjög fylgin mér í sam- bandi við andúð á fólki og andúð þess á mér þannig að ég er búin að gleyma því að mestu hverjir voru í þessum óvinaher og yfir höfuð öllu því leiðinlega í þessu sambandi. Ég lít á þetta sem djúpa skrámu sem ég hef fengið á lífsleiðinni og einnig dýrt námskeið sem ég hef lært mikið af. Sumir fara í læknanám en ég fór mína eigin náms- leið. Hún reyndist mér mjög dýr en mér finnst ég hafa lært óhemju. Ég væri tilbúin að halda nám- skeið fyrir aðra til að forða þeim frá að fara í gegn- GERÐUR í FLÓNNI í VIKUVIÐTALI um þennan dýra skóla og um leið að rétta náms- kostnað minn við. Einu sinni var ég beðin um aö halda fyrirlestur á einhverri stjórnunarráðstefnu. Ég vissi það ekki fyrr en ég var búin með þennan ágæta fyrirlestur að sá sem sá um skipulagninguna myndi að honum lokn- um kynna mig sem hinn dæmigerða frumkvöðul sem í raun væri dæmdur í 99 prósent tilfella til að verða gjaldþrota. Ég fékk taugaáfall. Ég sat þarna, búin aö halda þetta ágæta erindi um framtíðarsýn mfna og svo kom þetta. Ég var gjörsamlega niður- brotin manneskja. Ég varð ekki gjaldþrota þar sem ég gat borgað mlnar skuldir með því að selja allt sem ég átti. Það bar að á nokkuö fyndinn hátt því hringt var í mig í beinni útsendingu á einni útvarpsstöðinni. Stjórn- andi þáttarins vildi kaupa eitthvað af því sem ég átti því hann hafi séð innlit hjá mér í Húsum og híbýl- um. Það var eins og við manninn mælt, allt fylltist af fólki og ég réð ekki við neitt því það gekk svo mikið á. Allar eigur mínar seldust á einum degi og ég sat bara á einum eldhúskolli um kvöldið. Ég gat því borgað stóran hluta skulda minna á eftir. Allt var selt, jafnvel það sem mér var kærast. Það var svo skrítið að mér varð minna og minna sárt um þessa hluti eftir því sem leið á daginn. Það var svo mikið af sætum konum og góðum mönnum sem komu og vildu fá þetta og hitt og ég var tilbúin að láta hlutina af hendi. Mér fannst eins og ég væri að koma börnunum mínum í fóstur því allt sem ég átti var bara drasl. Alla vega fannst mörgum það þótt mér fyndist það ekki. Mér var mjög mikilvægt að þetta lenti allt í góðum höndum. Allt í kringum þessa ágætu brottför var því mjög skemmtilegt. Restin af skuldunum var síðan borguð þegar ég seldi húsið mitt.“ BÚFERLAFLUTNINGUR „Ég var búin að ákveða að flytja út en ég vildi halda áfram að vinna við hönnun á fatnaði og efnum til fatagerðar eíns og ég hafði gert. Mig dreymdi alltaf um að vinna meira með íslensku ullina því mér fannst það verkefni rétt hafið. Ég ætlaði fyrst að fara til Lúxemborgar þrátt fyrir að ég væri búin að athuga marga staði. Þangað fór ég en mér fannst það svo leiðinleg borg að ég gat ekki hugsað mér að búa þar. Þetta var eins og að vera komin ( bókhaldsdeildina I Landsbankanum. Karlar eldri en tuttugu og þriggja ára voru virkilega „þreyttir" og andrúmsloftið var mjög neikvætt. Skandinavía er alveg jafnstíf og neikvæð og ísland þannig að mér fannst ég ekkert hafa þangað að gera. í Englandi myndi ég bara sogast niður í þessi Ermarsundsjarðgöng sem þar eru. Þjóðverjar hafa engan húmor. Til Frakklands gat ég hugsað mér að flytjast en þar sem ég er ekki mjög góð í frönsku fannst mér það ekki koma til greina þannig að ég kom hingað. Hér eru greiðar samgöngur heim og mjög góð miðstöð að vinna frá. Ég kom árið 1988 gjörsamlega með tvær hendur tómar, átti ekki gatað sent. Fyrir afganginn, þegar allt var uppgert heima, keypti ég bíl handa börnun- um mínum tveimur og síðan flugmiða aðra leiðina hingað fyrir mig. Þau þurftu að vísu að borga svolít- ið sjálf í þessum bllræfli og ég held að þetta hafi verið meiri kostnaður fyrir þau en gjöf þegar upp var staðið. Það eina sem ég flutti með mér voru nokkrir af- gangar úr Flónni. Þegar ég hafði peninga til að leysa þá út töluvert síðar gat ég farið að vinna úr þeim. Ég lenti í millibilsástandi sem var þrælerfitt og gekk yfir með tómum reddingum. Ég seldi þetta gamla dót og gat lifað á því þangað til ég fór að fá verkefni." - Ertu eitthvað skólagengin? „Ég útskrifaðist úr Verslunarskóla (slands en eftir það hef ég ekki verið í neinum skóla. Mín skoðun er sú að það sé sama hvaða listgrein maður talar um, hæfileikarnir komi að innan. Ef maður hefur þá ekki er ekki mikið hægt að læra en maður getur vel þróað hæfileika með sér ef þeir eru til staðar. Ég held að lærdómur sé frekar til að stytta manni leið að ákveðnu marki en gera einhvern að listamanni ef hann hefur það ekki í sér. Maður lærir til dæmis ekki að verða gamanleikari eða skemmtilegur ef maður er það ekki frá náttúrunnar hendi. Ég hef oft fengið glósur frá fólki um að ég sé ekki lærð í þessu og sé því ekki atvinnumanneskja. Ég læt mér svoleiðis ummæli í léttu rúmi liggja. Ég 28VIKAN 26.TBL.1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.