Vikan


Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 30
Ég fékk umboS fyrir hjóla- klemmur á bíla til að kyrrsetja þá, aáallega vegna lagabrota eins og til dæmis ólöglegrar lagningu og seldi þær til Reykjavíkur. bý til föt og ef fólki líkar þau skiptir ekki máli fyrir mig hvort ég er útskrifuð úr einhverjum skóia eöa ekki. Ég held aö ef fólk lærir eitthvaö frá grunni hvetji þaö ekki hugmyndaflugið því þaö fylgir oftast bara því sem þaö hefur lært. Ég er þess vegna oft aö gera hiö ómögulega því sem betur fer hefur mér aldrei veriö sagt aö þaö sé óframkvæmanlegt og útkoman er í flestum tilfellum bara helvíti skemmtileg." - Hvernig gekk að fá húsnæði? „Þaö gekk ekkert afskaplega vel. Ég kom hingað í maí og fékk húsnæöi í september. Þangaö til lá ég á dýnu hjá kunningjafólki mínu sem ég haföi kynnst tíu árum áöur og aðstoðaði þaö mig aö ööru leyti mjög mikið. Þaö gekk á ýmsu í atvinnumálun- um. Ég fór til Pullitzer hótelsins og gerði starfsbún- inga fyrir þaö. Ég fékk umboð fyrir hjólaklemmur á bíla til aö kyrrsetja þá, aöallega vegna lagabrota eins og til dæmis ólöglegrar lagningar og fleira og seldi þær til Reykjavíkurborgar. Ég hef ekki frétt aö þær hafi veriö notaðar en þær hljóta að vera góö tekjuöflun fyrir ríki og bæ þar sem flutningskostnað- ur á slíkum bílum og kyrrsettum hlýtur aö vera mik- ill. Þessi tæki eru notuö hér í Hollandi og víðar í heiminum meö góöum árangri. Ég hélt áfram sjálfstæöri hönnun fyrir ýmis fyrir- tæki en þaö kostaði mig helling og ég lenti í ýmsum erfiðleikum. Eftir að ég stofnaöi mitt eigiö fyrirtæki, Freezing Point, og fór aö vinna aö verkefnum fyrir sjálfa mig er ég komin á beina braut upp á viö. Maöur sem ég kynntist þegar ég var meö verslun í Svíþjóö aöstoöaöi mig mikið viö ýmis mál í sam- bandi viö tryggingar, banka og annað í þeim dúr.“ - Varstu alltaf með þetta nafn, Freezing Point, í huga? „Já, og það átti fyrirtækið mitt á íslandi aö heita. Það sem ég er að gera hér núna er nákvæmlega þaö sama og ég ætlaði mér alltaf aö gera heima en gat ekki vegna áhuga- og skilningsleysi fólks,“ segir Gerður meö miklum áhersluþunga. „Mig langaði til aö standa þar aö markaðs-, hönnunar- og fram- leiðslumiðstöð. Þaö er nauösynlegt aö þetta sé allt undir sama hatti og fólk sem hefur hagsmuna aö gæta sé viö stjórnvölinn. Þaö þýðir ekkert aö ein- hverjir pólitíkusar, sem vita ekki hvaö snýr fram eöa aftur f þessum málum, séu aö vasast í þeim. Ég lét reyna á þessa hugmynd mína heima en komst fljótt aö raun um aö þrátt fyrir mikinn áhuga mjög margra mættum viö algeru skilningsleysi þeninga- stofnana. Þegar ég kom út sá ég mun skýrar að þeir sem halda um stjórnvölinn i þessum efnum hafa ekki nándar nærri nógu góða innsýn í þaö sem þeir eru aö gera. Viö íslendingar erum svo uppteknir af því að vita allt best og vera ekki til umræöu um ráð- leggingar. Ég kom alls staöar að lokuðum dyrum og þaö var eins og þessum ágætu mönnum fyndist ég líta á mig sem alvitra. Ég hef ekki séö þessi mál ganga upp hjá neinum öörum þannig aö þaö hlýtur aö vera eitthvað meira aö en bara hjá mér. Nú er ég aö vinna fyrir risavaxin fyrirtæki um all- an heim og er meö mjög góöa hluti í gangi en jafn- framt ætla ég mér að halda áfram aö vinna meö ís- lensku ullina hvaö sem úr því verður. Þaö er fyrst núna aö einhver hreyfing er komin á þessi mál eftir aö Álafoss lagöi upp laupana. Ég hef hafið sam- starf við Foldu á Akureyri en ég veit ekki hvaö kem- ur út úr því. Stærsta vandamáliö viö markaðssetn- ingu á ullinni er hversu dýr hún er en þaö hljóta að vera til leiðir til aö ná verðinu niður.“ KRAKKARNIR OLLU STRAUMHVÖRFUM - Með hverju fór starfsemi Freezing Point af stað ? „Ég byrjaði á aö sauma og sinna ýmsum ólíkum verkefnum hér og þar. Smám saman varð þetta umsvifameira og ég réö til mín sölumann og stúlku á skrifstofuna þannig aö ég gæti einbeitt mér alger- lega aö mínu verksviöi, hönnun, aö láta sauma og selja. En þetta var mjög erfitt, rosalegur barningur, má reyndar segja aö þetta hafi verið hræðilegt. Framleiöendur hér í Hollandi eru oft mjög óvand- virkir og mjög erfitt aö eiga viö þá. Þaö vildi mér því til happs aö ég kynntist fóiki sem haföi átt þátt í fjöldaframleiðslu á Indlandi og ég ákvaö aö kíkja á það mál. Upp frá því hafa hlutirnir þróast á þaö stig sem þeir eru núna. Ég hef aldrei verið hrifin af því sem kalla má drasl, einhverju massarugli frá Hong Kong og álíka stööum. Ég hef alltaf veriö meira fyrir vandaöri hluti og þá sem einhver vinna hefur veriö lögö í aö hanna og þetta gekk upp hjá mér. Vendipunkturinn í þessu öllu saman varö seinnipart ársins 1990 þegar Svana dóttir mín kom hingað út, Baddi kærastinn hennar og Pálmi sonur minn sem reyndar stoppaði ekki mjög lengi. Síöan þá hefur stefnan veriö beint upp. Þaö skiptir sköp- um aö vera meö fólk í vinnu sem er ekki nákvæm- lega sama hvernig gengur. Þaö var hræðilegt aö vera meö Hollendinga í vinnu. Þeir eru alltaf „veik- ir“, mjög passasamir aö vinna ekki mínútu meira en þeim ber og svo framvegis. Nú finnur maöur aö samstarfsmennirnir eru aö vínna með manni af heilum hug og hægt er treysta þeim hundrað pró- sent. Þaö er gífurlegur munur. Ég sá um dreifingu fyrir danskt fyrirtæki og var á sýningu erlendis í sambandi viö þaö. Ræddi ég viö ákveðna aðila um hvar ég fengi bestu bómullina og sögöu þeir þaö tvímælalaust vera í Perú. Ég fór aö athuga máliö og er nú búin aö stofna þar fyrirtæki og hef skrifstofu í Líma. Þar starfar hollensk kona sem sér um alla framleiösluna og afgreiöslu á vör- um sem ýmist fara beint til Bandaríkjanna eöa hingað til Evrópu. Hún hefur skólast mjög vel í þessu með okkur og ég fer til Perú minnst fjórum sinnum á ári - en því fylgir gífurlegur kostnaöur. Þar er hvert einasta stykki framleitt og allt í topp- klassa. Þess má geta aö stórfyrirtæki eins og Nike, Ralph Lauren, Adidas og fleiri framleiöa sínar vörur þarna. Ástæöa þess er eins og í mínu tilfelli aö suöur-ameríska bómullin er frá náttúrunnar hendi sú besta í heiminum því hún hefur lengsta þræöi allra tegunda. Hráefniö er því fyrsta flokks en þaö veröur aö líta mjög vel eftir verksmiðjuvinnunni sem getur veriö alla vega. Hagkvæmni hennar er samt ótvíræö þar sem um mjög lítinn launakostnað er aö ræöa. Trúlega er þaö vegna þess aö ég er íslensk aö ég lít sjaldnast mjög upp til fólks og er ekkert smeyk viö aö fara til risafyrirtækja og segja hvaö ég haldi að sé sniöugt fyrir þau aö framleiða. Oft eru forráðamenn þeirra sammála mér og þannig hef ég komist inn á þau, eins og til dæmis Club Med (Club Mediterranian), feröafyrirtæki sem byggir lúxusþorp i hitabeltislöndunum þar sem þotufólk og fleiri geta veriö í vellystingum í fríi og iðkað allar hugsanlegar tegundir íþrótta, frá köfun til golfs. Þetta veltir millj- öröum íslenskra króna árlega. Núna sjáum viö um svo til alla framleiðslu á stutt- og langermabolum fyrir þetta fyrirtæki, prentun á þá og framleiðslu og prentun á aörar flíkur úr bómull, ásamt því aö viö höfum unnið aö alls kyns hönnun fyrir þaö. Viö erum aö vinna að hönnun á fígúrum fyrir svokallaöa Euro Games sem veröa í Haag á næsta ári en þar verður keppt í fjölmörgum íþróttagreinum sem ekki er keppt í á hefðbundnu ólympíuleikun- um. Viö erum einnig í stórum verkefnum fyrir Euro Disney þannig að þetta eru allt mjög flott og stöndug fyrirtæki. Viö höfum tekiö þá stefnu aö taka ekki þátt i samkeþþninni um lægsta verö og vera þá um leið meö lélegri vöru fyrir bragðið og þaö hefur gengiö upp. Mér finnst yndislegt aö finna fyrir því öryggi aö vera komin meö fæturna niöur á jörðina. Annars vegar erum við meö okkar eigin línu sem felst aöallega í póló-, stutt- og langermabolum, trimmgöllum, vestum, kjólum, buxum, stuttbuxum og prjónapeysum úr ull bæöi frá íslandi og Perú, hand- og vélprjónuðum, sem viö seljum bæöi til fyr- irtækja og í versluninni okkar. Hins vegar erum viö i sérverkefnum þar sem aöstandendur viökomandi fyrirtækja segja hvaö þeir vilja, hvaöa liti, hvaöa sniö, mynstur og fleira og viö komum meö okkar til- lögur, til dæmis um efni og framleiðum svo vöruna." - Hvað geturðu sagt mér um þessa búð? „Hún er í hjarta bæjarins, rétt viö Dam, og er minnsta búöin í Amsterdam. Ég er mjög stolt af því. Hún heitir De KAST sem þýöir SKÁPURINN og er mjög sæt. Hún þjónar aðeins örfáum viðskiptavin- um í einu. Þar eru til sölu fyrsta flokks bómullarvör- ur og vonandi kemur islenska ullin þar inn í framtíö- inni. Ég er með ameríska stúlku í vinnu þar núna en viö erum þar sjálf alltaf reglulega til aö halda sambandi viö viöskiptavinina. í mínum huga hefur þessi verslun það hlutverk aö sjá hvaö gengur í fólk og eins aö prófa nýja hluti. Ég er nýbúin aö fjárfesta í textílprentvél og þurrkara og viö erum einnig meö grafískar, nokkuð öflugar Macintosh-tölvur og tölvuskanna þannig aö viö getum unniö þetta frá upphafi til enda. Þetta eru allt hágæöatæki sem skila hágæöavinnu. Mestöll prentunin fer samt fram I Perú en tekur langan tíma og er þungt í vöfum aö búa til prufur. Þaö var nauð- synlegt aö fá þessi tæki til aö getað prófaö sig á- fram og skilað tillögum fljótt og örugglega. Einnig heföi verið mjög erfitt aö ná samstarfi viö textíl- prentstofur hér í Amsterdam því þær heföu ekki verið til I aö búa til svona lítiö magn og þaö heföi auk þess verið of dýrt. Baddi, kærastinn hennar Svönu, og Guömundur Tómas, bróöir hans, eru nú aö læra á þessar vélar og því mun prentunin alfariö veröa í okkar höndum." - Hver er heildarsalan hjá þér á ári? „Viö seljum aö jafnaði um fjörutíu þúsund stykki á mánuði. Þaö geta veriö bolir, buxur, kjólar eöa annaö. Viö seljum langmest til Frakklands, síöan koma Þýskaland, Holland, Belgía og Bandaríkin. Viö höfum ekki mannafla til aö sinna meiru og eftir- spurninni í þessum löndum er langt frá því aö vera annað. Viö seljum ekkert heim því þaö hefur hrein- lega ekki tekist aö ná sambandi viö neina þar, hvernig sem á því stendur!" JÓLASVEINARNIR „Stærsta einkaverkefnið mitt í undirbúningi núna er aö láta fólk í Evrópu vita af íslensku jólasveinunum og aö þeir séu enn á lífi. Viö erum núna aö selja jólasveininn á stórum náttbolum, viskastykkjum og stuttermabolum í stærstu verslunarmiðstöðinni í Amsterdam. (slenski jólasveinni er því til sölu í Amsterdam nú um jólin og veröum viö eingöngu 30 VIKAN 26.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.