Vikan - 28.12.1992, Page 31
meö hann í búöinni okkar um jólin fyrir utan að
sjálfsögöu Grýlu, Leppalúöa, jólaköttinn og allt þaö
hyski. Brian Pilkington hefurteiknað allar myndirnar
en ég byrjaöi samstarf viö hann mörgum árum áöur
en ég fór aö heiman. Engum heima fannst þetta
sniðugt nema mér.
Ég er aö láta skrifa bók um jólasveinana, gera
jólakort meö mynd af þeim og fleira. Eini íslenski
aöilinn sem er aö vinna meö mér í þessu eru Flug-
leiðir og hefur þaö samstarf veriö sérstaklega
skemmtilegt, fyrirtækiö tekiö mjög virkan þátt í
þessu. Þaö sem kom mér virkilega á óvart var á-
hugaleysi stórmarkaöanna sem ég haföi af ein-
hverjum ástæöum gert mér í hugarlund aö hlytu aö
hafa mikinn áhuga.
Það er nú einu sinni svo aö fæðingarstaður jóla-
sveinanna er á íslandi eins og viö öll vitum en þaö
virðist vera algerlega vonlaust aö fá einhverja ís-
lenska verslunareigendur í samstarf til aö fram-
kvæma þetta. Finnst mér mjög sorglegt aö hann
skuli þurfa aö vera hafinn aftur upp til vegs og virö-
ingar einhvers staöar í útlöndum en ekki í heima-
landi sínu."
- Eru þessir jólasveinar sem þú ert að tala um
þeirsömu og erað finna í islenskum þjóðsögum?
„Þetta eru þeir en bara í nýjum fötum og aö gera
nýja hluti. Hægt er aö líta á fólk frá mismunandi
sjónarhornum og sama má segja um jólasveinana.
Fólk er líka aö gera allt mögulegt og jólasveinar eru
eins og aörir aö bauka ýmislegt annaö í dag en þeir
voru aö fást við fyrir tugum ára. Jólasveinarnir eiga
sér líf á milli jóla.
Ég er aö kynna þetta sem alþjóðlegt framtíöar-
jólaprógram. Grínlaust! Og mér finnst sorglegt aö
mér skuli ekki takast aö finna einhvern aöila heima
sem er til í aö gera þetta meö mér. Þessir jóla-
sveinar verða því bara aö fæöast munaöarlausir í
útlöndum og mér finnst eins og þeir séu einhvern
veginn utanlegs," segir Geröur meö árherslu og
það vottar fyrir sorg í röddinni. „Ég vil taka þaö fram
aö ég er ekki á eftir nýjum viðskiptavinum - ef fólk
heldur þaö. Ég er í miklu stærri viöskiptasambönd-
um nú en ég gæti nokkurn tímann fengiö heima."
ÁRLEG MÆTING í STIMPLAGERDINNI
- Hvernig gekk að fá tilskilin leyfi fyrir þig og rekst-
urinn?
„Eins og ég er í mikilli baráttu viö island gæti ég
aldrei hugsað mér aö afsala mér íslenskum ríkis-
borgararétti því ég er svo mikill islendingur í mér.
Ég er bara hérna vegna þess aö ég gat ekki gert
þaö sem mig langaði til aö gera á íslandi, annars
væri ég bara þar núna aö vinna viö eitthvað sem
ég heföi engan áhuga á. Ég held ég komist ekkert
hjá því aö vera partur af þessu rugli þarna heima.
Núna reyni ég aö telja Hollendingum trú um aö
ég sé algerlega ómissandi fyrir hollenskt efnahags-
líf,“ segir Geröur og hlær dátt. „Ég sendi þeim
reglulega myndir og alls kyns yfirlýsingar til aö
sanna ágæti mitt og ég er hérna ennþá meö alla
stimpla í lagi.“
- Þarftu að koma reglulega?
„Já, ég á aö koma árlega en mæti aldrei," segir
Gerður og hlær eins og smástelpa aö vel lukkuðu
prakkarastriki. „Þess vegna ætluðu þeir aö henda
mér úr landi. Ég er búin aö koma tvisvar i Stimpla-
geröina eins og ég kalla hollenska útlendingaeftirlit-
iö og er búin aö sannfæra þá um aö ég var ekki I
fríi í Perú þegar ég átti aö mæta til þeirra í hin
skiptin."
- Hvernig finnst þér Amsterdam?
„Mér finnst hún alveg yndisleg! Þaö er svo Ijúft,
þægilegt, afslappað og rólegt andrúmsloft hérna."
- Áttu mikið af vinum hérna?
„Nei, alls ekki. Ég er alltaf aö vinna og hef varla
haft mikinn tíma til aö kynnast fólki. Ég hef ein-
hvern veginn alltaf verið sjálfri mér næg og hef
aldrei veriö mikil félagspúta út á viö, þaö er aö
segja ef ég er ekki aö starfa viö eitthvert verkefni
Við erum núna að selja íslenska
jólasveininn ó stórum nóttbolum,
viskastykkjum og stuttermabolum
... Finnst mér það mjög sorglegt
að hann skuli þurfa að vera
hafinn aftur til vegs og viróingar
einhvers staðar í útlöndum.
en þaö er mitt form á aö umgangast fólk. Mér finnst
mjög gaman í partíum en ég er samt ekki mikið fyrir
þau.“
LINNULAUST INNFLUTNINGSÆÐI
„Ég las þaö einhvern tíma I stjörnuspá fyrir mér að
ef ég yrði drottning myndi ég spreöa peningum út
um allt og þaö væri ægilega gaman hjá mér - allir
vildu vera I veislunni. Þegar ég færi svo í betlara-
fötin þætti mér alveg jafngaman því ég myndi bara
finna eitthvað skemmtilegt út úr því. Þarna held ég
aö mér sé nokkuð vel lýst því þaö káfar nákvæm-
lega ekkert upp á mig hvort fólk er meö mikið eöa
lítið af peningum á milli handanna.
HÆSTA VINNINGSHLUTFALLI
Ef þú œtlar að spila til
vinnings...
HEILDARVINNINGASKRÁ 1993
EINFALDUR
4 vinn. á kr. 5.000.000,- 24 vinn. á kr. 2.000.000,-
68 vinn.á kr. 1.000.000,- 208 vinn. á kr. 250.000,-
900 vinn.á kr. 75.000,- 7444 vinn. á kr. 25.000,-
42240 vinn. á kr. 14.000,- 69600 vinn. á kr. 2.400,-
192 aukavinn. á kr. 50.000,- Samtals 120680
vinn. ákr. 1.209.600.000,-
TROMP
1 vinn. á kr. 25.000.000,- 6 vinn. á kr. 10.000.000,-
17 vinn. á kr. 5.000.000,- 52 vinn. á kr.1.250.000,-
225 vinn. á kr. 375.000,- 1861 vinn. á kr. 125.000,-
10560 vinn. á kr. 70.000,- 17400 vinn. á kr.
12.000,- 48 aukavinn. á kr. 250.000,- Samtals
30170 vinn. á kr. 1.512.000.000,-
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS *
vænlegast til vinnings
NÍA
1 vinn. á kr.45.000.000,- 6 vinn. á kr.18.000.000,-
17 vinn. á kr. 9.000.000,- 52 vinn. á kr. 2.250.000,-
225 vinn. á kr. 675.000,- 1861 vinn. á kr. 225.000,-
10560 vinn. á kr. 126.000,- 17400 vinn. á
kr.21.600,- 48 aukavinn. á kr. 450.000,- Samtals
30170 vinn. á kr, 2.721.600.000,-
0 G M E S T U
A N N A R H V E R
GETUR
2Ó.TBL. 1992 VIKAN 31