Vikan - 28.12.1992, Qupperneq 34
Viö nýju textílvélarnar. F.v. Baddi, Guömundur Tómas, Geröur og Svanhvít ásamt tíkinni Strússu.
fannst ekki alveg nógu þægilegt að míga þar. Ekki
var hægt aö gera meiri breytingar innan venjulegra
skynsemismarka því ég heföi þurft aö láta lyfta
þakinu. Svona nokkuð gerir þaö meöal annars aö
verkum aö maður leggur varla í aö búa á íslandi ef
maöur vill gera eitthvað skapandi."
HANN VAR BARA AÐ GERA LÖGTAK
„Mér dettur í hug hvaö margt sniðugt getur komiö
upp á. Ég man eftir því aö veriö var aö taka viðtal
viö mig heima í eldhúsinu á Lindargötunni. Þaö var
á þeim tíma þegar alltaf var verið að koma frá borg-
arfógeta að athuga hvar ég geymdi gullin mín. Bar-
iö var aö dyrum og mjög myndarlegur maöur kom
inn. Hann fór inn í stofu því hann þurfti eitthvað aö
hringja. Aö því loknu kom hann inn í eldhús til okk-
ar, spjallaði og fór síðan. Þá segir konan sem var
aö taka viðtalið viö mig: „Voöalega var þetta mynd-
arlegur maöur. Er þetta frændi þinn?" - Nei, svar-
aöi ég ósköp rólega og fattaöi ekki neitt. - Hann
var bara aö gera lögtak," segir Geröur og nú hlær
hún sig máttlausa.
„Þaö datt algerlega af konunni andlitið. Þessi
maöur haföi komiö svo oft aö ég var farin að líta á
hann sem hvern annan heimilisvin. Hann var bara
aö skrifa eitthvað upp en þeir tóku aldrei neitt því
ég borgaöi allt. Þaö var samt ekki af miklu að taka.
Svona er þaö, maður venst öllu. Ég get sagt þér að
þegar ég var búin aö gera allt upp bauð ég öllum
lögfræðingunum og þeim sem höföu verið á eftir
mér heim, hélt þeim þoö heima á Lindargötunni.
Flestir komu meö maka meö sér og þetta er meö
skemmtilegri samkvæmum sem ég hef verið í því
þetta urðu á endanum allt mjög góöir vinir mínir.“
- Varst þú aldrei i neinu sukki?
„Nei, aldrei. Þess vegna fannst mér svo skrítið
hvaö ég var mikiö á milli tannanna á fólki. Ég get
svariö aö ég hef ekki hugmynd um hvers vegna. Ég
var aldrei úti á lífinu og aldrei í neinu. Þess vegna
finnst mér mjög skrítið allt þetta blaður í kringum
mitt líf. Ég lenti í mjög mörgu í hugum fólks þar
sem ég var sjálf aldrei viöstödd og ég varö mjög
hissa þegar ég heyrði sumar þessar sögur."
- Getur það ekki verið vegna þess að þú varst
með fatnað til sölu fyrir fólk sem tetja má til frjáis-
lyndari hópa á ýmsum sviðum?
„Nei, þaö er ekki rétt. Það er alveg öfugt því
þetta sem kalla má jakkafatagengi eru oftast
laumuklípukarlar og fyllibyttur. Þaö fólk er oftast
miklu undirförulla því þaö getur faliö sig á bak viö
jakkafötin.
Einu sinni var ég aö selja mjög fallegar skeiöar
og eyrnalokka. Þetta seldist alveg rosalega. Síöan
kom aö því aö fólk kom inn og spurði hvort ég ætti
kókaínskeiðar. Ég varð hvumsa viö og sagði aö ég
væri ekki meö neinar slíkar skeiðar. Þá voru skart-
gripirnir mínir eitthvað sem kallað var kókaínskeið-
ar. Þetta voru skeiöar sem ég haföi keypt í
Englandi og mér haföi fundist mjög fallegar en
haföi ekki hugmynd um aö væru notaöar til að
skófla í sig kókaíni eöa ööru álíka. Ég veit ekki einu
sinni hvort kókaín er étið með skeiö, reykt, spraut-
að í sig eöa á hvern hátt þaö er innbyrt.
Ég á mikið af góöum vinum heima. Ég man sér-
staklega eftir því aö þegar oröiö var opinbert aö ég
væri aö hætta kom stelpa niður í Fló og það var
eitthvað mikiö vafstur á henni þannig aö ég spuröi
hana hvort ég gæti eitthvað aðstoðað hana. Hún
svaraði því neitandi en sagöist vera frá Þórshöfn
og alltaf hafa komiö í búöina þegar hún var í bæn-
um og hún heföi ekki getaö annað en komið og
sagt bless því hún heföi frétt aö ég væri aö hætta.
Stelpurnar i bankanum á móti hringdu til aö kveöja
mig og þetta tvennt situr ásamt ýmsu ööru rækilega
í minningunni."
HENTU SAUMASTOFUNNI ÚT í GARÐ
„Ég man eftir því aö ég var flutt án þess aö ég vissi
af. Ég var meö saumastofu í Hafnarhúsinu og lenti
í æðislegu veseni, bæöi veikindum heima fyrir á-
samt því aö vera aö baksa í þessum hönnunarmál-
um. Ég var gjörsamlega búin aö missa niður um
mig og allt var aö fara til fjandans. Ég sótti um styrk
hjá borginni vegna þessarar hönnunar- og sauma-
stofu sem ég var meö til aö ég gæti haldið þessum
rekstri meöan ég var aö fá mín persónulegu mál í
lag en svörin voru að því miður heföu þeir ekki að-
stööu til þess.
Stjórn Hafnarhússins leigði því öörum þetta
ágæta húsnæöi sem ég var í og mér var sagt aö
flytja fyrir einhvern ákveðinn dag. Var ég því á fullu
aö reyna aö finna húsnæöi en þeir nenntu ekki aö
bíöa og ákváöu aö flytja mig án þess aö láta mig
vita. Þegar ég kom heim úr vinnunni eitt kvöldiö var
garðurinn og allt um kring þakið vinnudótinu mínu,
gínunum, saumavélunum, efnunum, bútunum,
kössum meö tvinna, skrifboröinu mínu, sniöunum -
öll saumastofan eins og hún lagöi sig var á víö og
dreif. Mér leið eins og Lísu í Undralandi. Ég fékk
náttúrlega sjokk en samt fannst mér þetta hálf-
hlægilegt og sé mikið eftir því núna aö hafa ekki
kallað á blöðin til aö fá myndir af þessu.
Ég vissi ekki hvaö ég átti til bragðs aö taka. Þrátt
fyrir þaö hló ég mig máttlausa. Ég hringdi í Eimskip
og fólkið, sem var á vakt, gat útvegaö mér gám. Ég
heföi ekki boðið í þaö ef hefði rignt.
Þaö má segja aö þetta sé nokkuð dæmigert fyrir
allt mitt líf. Ég hringdi í Eimskip daginn eftir til aö
þakka konunni, sem haföi útvegað mér gáminn, fyr-
ir. Hún sagöi viö mig í símann: „Þaö var ekki neitt,
Geröur mín, þvi ég á þér líf mitt að launa og þú
mátt hafa þennan gám eins lengi og þú þarft."
Ég mundi ekki í bili eftir því sem hún talaöi um
en þaö rifjaðist upp fyrir mér. Þaö gerðist þegar ég
bjó á Njálsgötunni tveimur árum áöur. Ég sá bíl úr
eldhúsglugganum. Maöur kom út og gekk kringum
húsiö á móti, opnaði síöan afturhlerann á bílnum,
tók stóran bensínbrúsa út, hellti úr honum kringum
húsiö og kveikti í.
Eldtungurnar voru svo öflugar að þær náöu upp
fyrir þakskeggiö og maðurinn kom hlaupandi til
baka. Allt hverfið var bjart af eldinum. Ég beiö eftir
aö hann æki burt og haföi náö númerinu niður. Þaö
var enginn sími í húsinu hjá mér en ég vakti fólkið í
næsta húsi til aö fá aö hringja á slökkviliðið. Þaö
voru gestir hjá mér og þeir hlupu út til aö vekja þá
sem kynnu aö vera í húsinu og þar reyndust vera
þrjár stelpur. Björgunarstarfið tókst giftusamlega og
engum varö meint af.
Þetta var þannig aö maöurinn haföi boðist til aö
aka stúlkunum heim en þegar þangaö kom vildu
þær ekki bjóöa honum inn. Brást hann hinn versti
viö og fór heim til sín, náði í bensínbrúsann, hellti f
kringum húsið og kveikti í. Ég þurfti aö mæta í rétt-
arhöld vegna þessa en ég vissi aldrei hvaö út úr
þeim kom. Ein af þessum stúlkum var sú sem út-
vegaöi mér gáminn nóttina góðu,“ segir Gerður aö
lokum. □
34 VIKAN 26.TBL. 1992