Vikan


Vikan - 28.12.1992, Side 49

Vikan - 28.12.1992, Side 49
◄ Það er undar- leg tilfinning að standa loksins við fót- stall hinnar risavöxnu styttu af Lincoln sem svo oft hefur borið fyrir augu í kvik- myndumí gegnum árin. ▼ í verðlaunaferöinni gefst tækifæri til að lita augum hiö nýja heimili Clintons, nýkjörins Bandaríkjaforseta. ► Þinghúsiö í Washington. WASHINGTON Það er aðeins 45 mínútna akstur frá Baltimore til Wash- ington og þangað fara hinir heppnu eitt kvöld í limmósíu frá hóteldyrunum að völdum veitingastað til að borða góð- an kvöldverð áður en farið verður í skoðunarferð um borgina. Farið verður á milli hinna frægu minnismerkja á Capitol Hill, en þau eru stór- fengleg á að líta upplýst í myrkrinu. í skoðunarferðinni verður m.a. staldrað við hjá nálinni frægu, styttunum risa- vöxnu af Lincoln og Jefferson, skoðaður veggurinn með nöfnum hermannanna sem féllu í Víetnam og ekið fram- hjá þinghúsinu sem og Hvíta húsinu. Þó það nú væri. Allt mannvirki sem við sjáum svo oft í fréttum og kvikmyndum og höfum svo oft óskað að geta virt fyrir okkur á staðn- um. Slíka upplifun gætir þú átt fyrir höndum á nýju ári í boði Vikunnar og Flugleiða ef þú tekur áskriftartilboði Vikunnar sem sagt er frá á bls. 34. Hugsaðu þér: Fyrir það eitt að kaupa Vikuna með 40 prósent afslætti (sem þýðir að þú færð um 14 blöð ókeypis á árinu) gætir þú í kaupbæti átt eftir að bjóða þínum nánasta í lúxus- ferð til Baltimore, Washington og Las Vegas. Eftir hverju ertu að bíða? Hringdu í áskriftarsímann okk- ar og ræddu við Sigrúnu eða Sigurbjörgu. Þær eru í síma 813122. 26.TBL. 1992 VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.