Vikan


Vikan - 28.12.1992, Síða 53

Vikan - 28.12.1992, Síða 53
GILDI GÓDLEIKANS OG EITIIRLYF Við sem erum foreldrar ættum að uppfræða börnin okkar á nýju ári um gildi góðleikans í samskiptum og örva tiltrú þeirra á að göfugir og heilbrigðir þættir tilverunnar séu mun skemmtilegri og gagnlegri en þeir möguleikar sem því miður standa til boða og tengjast eit- urlyfjaáti og afleiðingum þess. Augljóslega ber á ákveðnum vanda meðal ungmenna hvað þessa áþján varðar. Eiturlyfjaát felur í sér ótrúlegar hættur og sumar meira en í meðallagi lúmskar og langvinnar. Manngildi eiturætunnar skaðast langoftast, ásamt því að það er hægt með slíku áti að skaða heila- sellurnar varanlega og leggja líf sitt í rúst. SAMFÉLAGSLEG BYRDI OG BÖLVALDAR Við veröum líka að vera fullkomlega meðvituð um það að þeir sem nota eiturlyf og aðra álíka vímugjafa verða aldrei I þannig ástandi líklegir til að takast á við skyldur og ábyrgð hins venjulega lífs. Þeir verða venjulega byrði á samfélaginu og bölvaldar á heimilum. Þessir einstaklingar valda öðrum, ekki síst sínum nánustu, ómældri kvöl, auk þess sem þeir ættu I raun ekki að eignast afkomendur. Þá er höfð I huga hættan á að erfðavísar hafi skað- ast og þeir raði sér síðan niður aflagaðir I næstu kynslóð afkomenda eiturlyfjafíkilsins með þeim hætti að aldrei verði bætt. Börn þeirra sem á meðgöngu eru í neyslu vímu- efna eru líklegri en önnur til að fæðast van- sköpuð, taugabiluð, misþroskuð og jafnvel með í erfðavísum sínum líkur á hvers kyns geðrænum sjúkdómum og mögulegri líkam- legri fötlun sem getur reynst virkilega sorgleg staðreynd þótt síðar yrði. Svona hugmyndir verða til í huga manns þegar bara einfaldasta skynsemi neyðir mann til að ígrunda mögu- lega framtíð afkomenda fyrrverandi eða nú- verandi eiturlyfjafíkla samfélagsins. HAMINGJA OG HAGSÆLD Hvað varðar framtíðina er alveg Ijóst að það sem aflagað kann aö vera og varðar heill og hamingju heildarinnar og þjóðarbúið sjálft verðum við að laga og uppræta og læra jafn- framt af þeirri efnahagslegu óráðsíu sem við- gengist hefur á liðnum árum. Við verðum að spara og spara svo um munar. Hugsanlega væri ekki óskynsamlegt að neita sér um flest- an óþarfa lúxus þetta árið og létta eitthvað af skuldabyrðinni, hvort sem hún er heima eða að heiman. Við getum mögulega ákveðið jafn- framt almennum peningasparnaði að áætla okkur umfangsmikinn tíma til að byggja upp sem notalegust, náin og kærleikshvetjandi samskipti hvert við annað. Við eigum að faðma og umvefja af ást og hlýju þá sem við elskum og ekki síst börnin okkar. Ef við erum óánægð I vinnunni og sér í lagi með sam- starfsandann væri ágætt að hlúa þar eins og heima að ögn mildari og skilningsríkari sam- skiptum. Reynum sem sagt eftir atvikum að uppræta og vinna á flestu því sem augljós- lega veikir okkur og dregur úr lífsvilja okkar, auk þess að gera okkur mun ómannúðlegri en við I raun erum þrátt fyrir allt. AÐHALD OG FYRIRHYGGJA Við ættum aö rækta upp og hlúa að öllu því sem mögulega má verða til að auka hamingju og hagsæld þessarar ágætu þjóðar, jafnvel þó það um tíma og I nánustu framtíð þýði að við verðum að láta eitthvaö á móti okkur, gæta aðhalds og ástunda hvers kyns fyrir- hyggju. Eg vil svo að lokum óska öllum lesendum Vikunnar góös nýs árs og þakka innilega alla tryggðina við mig og umfjöllun mína hér á síð- um blaðsins. Þótt þó ég hafi kosið að láta svör framtíðarinnar bíða og rabba fremur við ykkur um eitt og annað í þessu áramótaspjalli eins og ég gerði reyndar líka I síðasta blaði verðiö þið vonandi eins dugleg við að skrifa mér og deila með mér leyndarmálum ykkar og skoðunum og þið hafi verið fram að þessu. Kærar þakkir og vonandi eigum við á þessum vettvangi eins notaleg samskipti áfram sem áður. Með vinsemd, Jóna Rúna PS.: Farið varlega með flugeldana, elskurn- ar. Þannig komum við frekar í veg fyrir vand- ræði og áramótin verða ánægjulegri öllum þeim sem óska að njóta friðar ekkert síður en flugeida um þessi áramót. □ 26. TBL. 1992 VIKAN 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.