Vikan - 28.12.1992, Qupperneq 65
Móðirin las í dagblaði um
mannýgt naut sem hafði hlaupið í
gegnum hóp af skólabörnum að
leik og ráöist á kennarann.
Óli litli, sem sat og hlustaði,
sagði allt í einu:
- En mamma, hvernig vissi
nautið að það var kennarinn?
Veriö var aö slæöa í höfninni
úr bát lengi dags. Fiskibátur
sigldi hjá og formaöurinn kall-
aði:
- Aö hverju eruð þiö aö
leita?
- Viö misstum akkeri.
- Var nokkuð í því?
Einu sinni hafði Mark Twain
verið veikur og flaug sú fregn að
hann væri dáinn. Vinur hans einn
og nágranni sendi son sinn heim
til hans til þess að fá sannar
fregnir. Hitti hann þá Mark Twain
í forstofunni og sagði það gleðja
sig að sjá hann á fótum því að
faðir sinn hefði frétt í morgun að
hann væri dáinn.
- Segið föður yðar, svaraði
Mark Twain, - að sú 'fregn sé
nokkuð orðum aukin.
Sá sem spyr er heimskur í ör-
fáar mínútur. Sá sem aldrei
spyr verður ævinlega heimsk-
ur.
Oft gerast ótrúlegir atburöir í af-
brotaborginni Chicago. Iðjuhöldur
nokkur fékk einn daginn bréf sem
í stóð að ef hann legði ekki innan
24 klukkustunda hundrað þúsund
dollara í umslag og skildi það eft-
ir á ákveðnu bekk í garðinum yrði
konu hans rænt og henni fleygt í
fljótið. í staðinn fyrir að fara að
óskum krefjanda um hundrað
þúsund dollara skrifaði iðjuhöld-
urinn eftirfarandi á blað og lét í
umslagið:
- Því miður er ég ekki fær um
að greiða þessa hundrað þúsund
dollara innan 24 klukkustunda en
hugmyndin hefur vakið áhuga
minn!
Einnig byrjandinn getur náö
sér í stúlku - en þaö þarf svo
sannarlega reyndan mann til
aö losna viö hana aftur.
FINNDU 6 VILLUR
Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda
jejueA >jjeApuu6 9 ‘jsÁajq jnjeq uuunjjeq g ‘jnjjÁejq je
Qjnq e j66n|6 > ‘nsAed e jeiueA u uufjejs e ‘^oq Qjöuej jnjeq ue^njs z ‘Iuuiuj je iQJoqjen * j
STJÖRNUSPÁ
HRÚTURINN
21. mars-20. apríl
Yfirvegun einkennir per-
sónuleika þinn næstu daga,
þannig að þér ætti að verða
mikiö úr áramótunum. Nýja árið
byrjar vel meö tunglið i þínu
merki og 6. janúar ætti t.d. aö
veröa þér mjög góður dagur.
Búðu þig síðan undir annasama
daga og hafðu augun opin.
NAUTID
21. apríl-21. maí
Áramótin færa með sér
rómantík og árið 1993 byrjar vel.
Stöðugleiki einkennir fyrstu viku
janúar en þann 6. máttu búast
viö ánægjulegri tilbreytingu. Var-
astu þó tilhneigingu til að taka
góðu tækifæri sem gefnum hlut.
Láttu því dagdrauma biða betri
tima.
TVÍBURARNIR
22. maí-22. júní
Ef síðustu dagar ársins
verða svolítið ruglingslegir verða
áramótin það líka; kannski svo-
lítið ævintýraleg. Þótt fyrstu dag-
ar nýja ársins virðist fremur dauf-
legir leggja þeir grunninn að betri
dögum, sérstaklega 7. janúar.
Gakktu hægt um gleðinnar dyr.
/MX KRABBINN
23. júní-23. júlí
Rómantíkin, sem þú
skynjar síðustu daga ársins, er
sprottin úr þínu eigin hjarta. Þú
ert því gefandi en ættir ekki að
vænta mikils í staðinn. Tilfinn-
ingalegt örlæti þitt ber þó ávöxt
snemma á nýja árinu. Upphaf
janúar lofar góðu um framhaldið.
UÓNIÐ
24. júlí-23. ágúst
Náið, persónulegt sam-
band styrkist milli jóla og nýárs
og þú verður sennilegá önnum
kafin(n) um áramótin. Líklega
færðu aðkenningu að bjartsýnis-
kasti snemma á nýja árinu, enda
virðist allt leika í lyndi og töluverð
heppni gæti gert vart við sig.
tMEYJAN
24. ágúst-23. sept.
Síðustu dagar ársins
verða kannski svolítið hvers-
dagslegir en áramótin verða því
eftirminnilegri. í byrjun nýs árs
þarftu Ifklega að hnýta saman
nokkra lausa enda en geföu þér
þó tíma til að slaka á. Hugarorka
þín og skipulagshæfni verður í
hámarki um 6. janúar
VOGIN
24. sept.-23. október
Áramótaheit þín gætu
reynst haldlítil þegar fram í sækir
því margt á eftir að koma þér á
óvart á næsta ári. Þú færð líklega
þægilegan smjörþef af því strax
um áramótin. Fyrstu dagar
janúarmánaðar gætu hins vegar
reynst svolítið sveiflukenndir.
SPORÐDREKINN
24. október-22. nóv.
Dagarnir 28.-31. des-
ember veröa í senn hlýlegir en
blandaðir einangrunarkennd. Þú
veist hvað átt er viö þegar þar að
kemur. Áramótin verða svolítið
eidfim, tilfinningalega séð, en
fyrstu dagar nýja ársins verða
fremur hversdagslegir og tíðin-
dalitlir.
BOGMAÐURINN
23. nóv.-21. desember
Jólin verða fjölbreytt svo
að ekki sé meira sagt en um eða
eftir áramót gæti viss kvíði gert
vart við sig. Þú hefur í mörg horn
að líta í byrjun nýja ársins og það
verður ekki fyrr en 6. janúar að þú
verður virkilega í essinu þínu og
færð að láta Ijós þitt skína.
STEINGEITIN
22. des.-20. janúar
Tilfinningaleg ólga setur
svip á síðustu daga þína á þessu
ári. í kjölfarið veröa áramótin
fremur óróleg og þú verður ekki
almennilega í rónni fyrr en 3.
janúar. Eftir það finnurðu fyrir innri
friði og þú getur hafist handa við
að skipuleggja framtíðina.
VATNSBERINN
21. janúar-19. febrúar
Enn eru nokkrir afslöpp-
unardagar framundan en síðan
hefst annríki nýs árs með djúpum
vangaveltum. Nýja áriö virkar því
strax öðruvísi á þig en það
gamla. Seinna kemur reyndar í
Ijós að þessi tvö ár verða þér
mjög ólík á ýmsum sviðum.
FISKARNIR
20. febrúar- 20. mars
Næstu áramót eiga eftir
að skipta þig mjög miklu máli í
víðu samhengi, hvorki meira né
minna. Nýtt ár heilsar þér með
stórkostlegu tækifæri. Allt sem þú
þarft er að koma auga á það.
Satt að segja ertu lukkunnar
pamfíll svo aö þú skalt ekki láta
smáatriði fara í taugarnar á þér.
26. TBL. 1992 VIKAN 65