Vikan - 28.12.1992, Page 81
Douglas og hollenski leik-
stjórinn Paul Verhoeven
koma víst ekki nálægt því.
Tökur hefjast f vetur.
SYLVESTER STALLONE
OG EDDIE MURPHY
Eddie Murphy leikur Alex
Foley í þriðja sinn í Beverly
Hills Cop 3 og sögusviðið
verður að einhverju leyti í
London. Áður en kappinn getur
hafist handa við þá mynd þarf
hann að klára Distinguished
Gentleman eða Háttvirtan
herramann.
Sylvester Stallone hefur
lokið við að leika í Cliffhang-
er, nýjustu mynd leikstjórans
Renny Harlin en síðast leik-
stýrði hann Die Hard 2.
Myndin var tekin á Ítalíu og er
þetta útileguhasar. Eftir þessa
mynd ætlar Sly Stallone að
leika f framtíðartryllinum Dem-
olition Man eða Gereyðingar-
manninum.
NÝ MYND UM ÖNNU
Annie er byggð á frægri
teiknimyndasögupersónu sem
gerð var söngva- og ævintýra-
mynd um árið 1982 en hún
floppaði eins og sagt er þegar
myndir ganga ekki. Menn eru
þó bjartsýnir á framhalds-
myndina því framleiðendurnir
hafa ákveðið að sleppa söngn-
um og einblína á spennuna.
Leikstjóri framhaldsmyndarinn-
ar verður Englendingurinn
Lewis Gilbert en hann hefur
leikstýrt myndum eins og Ed-
ucating Rita og Shirley Val-
entine. Framhaldsmyndin mun
heita Annie and the Castle of
Terror. Stjörnubíó fær mynd-
ina sennilega til sýningar þeg-
ar þar að kemur. Þessi mynd
verður tekin í Tékkóslóvakíu
því ódýrara er að taka myndir
í Austur-Evrópu þar sem
vinnukrafturinn er ódýrari.
Þess má geta að Hudson
Hawk, mynd Bruce Willis, var
tekin í Ungverjalandi.
LÖMBIN ÞAGNA 2
VERÐUR GERÐ
Fyrr á þessu ári var sagt frá
væntanlegu framhaldi af Sil-
ence of the Lambs. Nú er
handritið vfst fullgert. Fyrst stóð
til að Anthony Hopkins yrði sá
eini af aðalleikurunum sem léki
f framhaldinu en nú hefur Jodie
Foster samþykkt að taka þátt í
því ásamt Scott Glenn.
TVÍDRANGSSTÚLKAN
SHERILYN FENN
Sherilyn Fenn, sem við sáum
fyrst í Twin Peaks sjónvarps-
þáttunum, hefur að undan-
förnu leikið í myndum eins og
Ruby og Boxing Helena en
leikstjóri þeirrar myndar er
dóttir David Lynch, Jennifer
Lynch. Gaman verður að sjá
afraksturinn. Þetta er
frumraun hennar sem leik-
stjóra og fyrsta kvikmynd
hennar í fullri lengd.
HVAÐ GERIR ROBIN
WILLIAMS Á NÆST-
UNNI?
Robin Williams hefur þegar
verið orðaður við Batman:
The Dark Knight en þar á
hann að leika Riddler sem er
óvinveittur Batman. Hann hef-
ur auk þess nýlokið við að
◄ Jean
Claude
Van
Damme í
stuói.
► Hún er
töff, hún
Sigourney
Weaver.
◄ ◄ Sheri-
iyn Fenn í
Ruby.
◄ Nicolas
Cage ■ Ho-
neymoon
in Vegas.
leika í Toys sem er nýjasta
framleiðsla Barry Levinson
leikstjóra sem síðast gerði
Bugsy með Warren Beatty.
Síðan mun Robin Williams
leika í myndinni Being Hum-
an eða Vera mannlegur en sú
kvikmynd er framleidd af Bret-
anum David Puttnam sem
hefur framleitt myndir eins og
Killing Fields, The Mission,
Memphis Belle og Meeting
Venus. Nýja myndin, Being
Human, verður tekin á Spáni
og í Suður-Afríku.
TVEIR NAFNKUNNIR
LEIKSTJÓRAR LÁTA
ÁFRAM AÐ SÉR KVEÐA
Terry Gilliam (Fisher King) er
byrjaður að kvikmynda A
Connecticut Yankee in King
Arthurs Court. Tökur hófust í
september og er myndin end-
urgerð, byggð á einu ævintýri
Marks Twain. Þar á eftir mun
Terry Gilliam leikstýra leynilög-
reglugamanmyndinni Defective
FRÍÁR HEIMSENDINGAR ALLAN
SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
PÖNTUNARSÍMI:
679333
PIZZAHÚSIÐ
Grensásvegi 10
- þjónar þér allan sólarhringinn