Vikan


Vikan - 28.12.1992, Side 82

Vikan - 28.12.1992, Side 82
Veröur hún svona víqaleg í Ognar- eöli 2. Sharon Stone í öllu sínu veldi. ▼ Meyjar Miöjaröar- hafs. Detective en á henni verður byrjað á næsta ári. Leikstjórinn Rob Reiner (When Harry Met Sally, Mis- ery) mun taka að sér að leik- stýra myndinni Sleepless in Seattle sem hefur á að skipa leikurum eins og Tom Hanks (A League of their Own) og Meg Ryan (When Harry Met Sally, Prelude to a Kiss). Þetta verður í senn gaman- og ástarmynd. SKYTTURNAR ÞRJÁR OG MADONNA Sá belgíski Jean Claude Van Damme, sem við sáum síðast í Universal Soldier, leikur i nýrri endurgerð um Skytturnar þrjár sem byggð er á bókum eftir Alexandre Dumas. Mynd- in á að gerast á dögum þrjátíu ára stríðsins í Evrópu og auk Jean Claude Van Damme leika þar Nicolas Cage (Ho- neymoon in Vegas), Rob Lowe (Bad Influence), Charlie Sheen (Hot Shot) og Carey Elwes. Menn eru líka að velta því fyrir sér að setja Madonnu í hlutverk hefðarkonunnar Lady de Winter. Tökur hefjast líklega á næsta ári. ÞRJÁR ÖFLUGAR LEIK- KONUR Í NÝRRI MYND Sean Young (The Boost), Laura Dern (Rambling Rose, Wild at Heart) og Michelle Pfeiffer (Batman Returns, Frankie and Johnny) leika í spennumyndinni Moonlight Blonde sem byggð er á sann- sögulegum atburðum. Myndin fjallar um dularfullt morð á leikkonu þöglu myndanna, Thelmu Todd. Auk þessara leikkvenna verða þarna leikar- ar eins og Christopher Reeve (Superman myndirnar) og Harry Dean Stanton (Paris, Texas, Wild at Heart, Repo Man). SIGOURNEY WEAVER í NÝRRI GAMANMYND IVANS REITMAN Sigorney er að hvíla sig á al- varlegum hlutverkum í mynd- um eins og Alien myndunum og Christopher Columbus: Conquest of Paradise. Hún leikur á næstunni í léttri gam- anmynd sem ber heitið Dave og fer þar með hlutverk konu forsetans en forsetann sjálfan leikur Kevin Kline. Leikstjór- inn Oliver Stone fer með gestahlutverk í myndinni, leik- ur þáttagerðarmann. ÞRJÁR GÓDAR Í VÆNDUM Nicole Kidman (Far and Away) og Alec Baldwin (Pre- lude to a Kiss) leika í spennu- tryllinum Damages undir leik- stjórn Harolds Becker en hann leikstýrði myndunum The Boost (Tálsýnin) og Sea of Love með Al Pacino og Ellen Barkin. Nýja myndin greinir frá hjónum sem reyna að myrða hvort annað til að ná út tryggingarfé. Christian Slater (Kuffs), Val Kilmer (The Doors, Thunderheat), Jennifer Jason Leigh (Rush, Single White Female) og Dennis Hopper (Paris Trout) leika í True Romance sem er spennandi ástarmynd. Bette Midler, sem gerði For the Boys í fyrra, hefur leikið í nýrri gamanmynd, Hocus Pocus. Þar leikur hún á ævaforna norn sem gerir íbúa Salemborgar á austur- strönd Bandaríkjanna kolvit- lausa. FLEIRI MYNDIR UM EYÐNI Mikið er um að kvikmynda- leikstjórar í Hollywood geri myndir um eyðni og þegar hefur verið minnst á mynd Johns Schlesinger, Good Days sem fyrirtæki Sigurjóns, Propaganda Films, framleið- ir. Jonathan Demme, sem síðast leikstýrði Silence of the Lambs, mun leikstýra mynd sem heitir People Like Us. Leikarar eru ekki af verra taginu. Má nefna menn eins og Denzel Washington (Glory, Mo Better Blues) og Tom Hanks (A League of Their Own). Hann hefur reyndar verið dálítið óheppinn með hlutverk upp á síðkastið en sló í gegn í A Leage of Their Own. í People Like Us leikur hann saksóknara sem sýkist af alnæmisveirunni. ARNOLD SCHWARZENEGGER I NÝRRI HASARMYND Já, hún heitir The Last Act- ion Hero og hann er sagður fá 15 milljónir dala fyrir að leika í henni. Leikstjóri er John McTiernan en hann átti heiðurinn af Predator 1 og Die Hard 1 auk ástarmyndar- innar Medicine Man. ENN UM SHARON STONE Hún ætlar að leika í Basic In- stinct 2 og þar að auki í eró- tískum trylli sem heitir Silver. Myndin sú er byggð á sam- nefndri sögu eftir Ira Levin en hún skrifaði einmitt Birds sem meistari spennunnar, Alfred Hitchcock, gerði, og Don’t Look Now, mynd frá árinu 1975 með Julie Christie og Donald Sutherland. í Silver leikur Sharon Stone ritstjóra bókmenntatímarits sem verð- ur ástfanginn af skyggnum manni. Leikstjóri er Astralinn Philip Noyce sem síðast leik- stýrði Patriot Games með Harrison Ford í aðalhlutverki. HVAÐ SÝNA KVIK- MYNDAHÚS BORGAR- INNAR Gott kvikmyndaúrval er á höf- uðborgarsvæðinu um þessar mundir og hér verða nefndar nokkrar myndir sem eru í gangi eða verða sýndar alveg á næstunni. Regnboginn sýnir The Long Walk Home með Sissy Spacek og Whoopi Gold- berg. Auk þess er verið að sýna Perry Adlon myndina Salmonberries en leikstjórinn er þýskur og hefur gert myndir eins og Bagdad Cafe. Þar að auki stendur til að Regnbog- inn sýni' lengri útgáfuna af Úlfadansinum eða Dances with Wolves en hún er alls fjögurra klukkustunda löng. Honeymoon in Vegas er ærslafengin gamanmynd með Nicolas Cage og James Caan og er sýnd í Regnbog- anum Ifka. Auk þess mun bíó- ið ásamt Háskólabíói sýna sameiginlega myndina Twin Peaks: Fire Walk with Me sem fjallar um aðdragandann að morðinu á Laura Palmer. Háskólabíó sýnir áströlsku myndina sem hlaut Cannes verðlaunin f ár, Strictly Ball- room. Þetta er gamansöm mynd sem gerist á fjórða ára- tugnum og sver sig í ætt við dans- og söngvamyndir frá þeim tíma. Myndin greinir frá persónunni Scott Hastigs sem leikinn er af Paul Mercurio. En hann er mikill dansari sem þróar sína eigin dansa sem þykja dálítið ögrandi. Meðan aðrir dansa suður-ameríska dansa og nota við það hefð- bundnar aðferðir og spor er hann með sína eigin framúr- stefnudansa. Dansatriðin í myndinni þykja vel samin. Danska myndin Den Store Badedag verður sýnd í Há- skólabíói en hún hefur gert mikla lukku í Danaveldi og þykir grátbroslega fyndin. Þar að auki verður ítalska gaman- myndin Johnny Stecchino eða Jón tannstöngull sýnd ( Háskólabiöi en hún er með Robert Benigni í aðalhlutverki en hann leikur son Bleika pardusins í nýju myndinni um seinheppinn og laungetinn son Clouseau lögregluforingja. Sambíóin sýna Christoph- er Columbus: Conquest of Paradise en það er Kristófer Kólumbus útgáfan með hinum vinsæla franska leikara Ger- ard Depardieu óg Sigourney Weaver. Stjörnubíó sýnir Þrumu- hjartað, Thunderheart, sem er með hinum vaxandi leikara Val Kilmer (The Doors, Kill Me Again) en þar leikur hann lögreglufulltrúa með indíána- blóð í æðum og er að rann- saka dularfull morð á einu verndarsvæðinu. □

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.