Vikan


Vikan - 11.03.1993, Qupperneq 11

Vikan - 11.03.1993, Qupperneq 11
HEIMIR STEINSSON UTVARPSSTJORI fólk er annaðhvort að horfa á sjónvarp eða gera eitthvað annað. Með öðrum orðum; á kvöldin finnst mér ein rás koma til greina. Ég er sem betur fer ekki óvanur að reka ríkisstofnanir, ég hef rekið þær tvær áður en ég kom hingað, þó að þær væru smærri i sniðum. í hvert skipti sem sverfur að ríkis- stofnun byrjar ægilegt rama- kvein. Svo fara menn bara að stokka upp og áður en menn vita af er allt komið í lag - þangað til næst er rekið upp SJÓNVARPIÐ FLYTUR FYRIR ALDAMÓT - Hvenær flytur Sjónvarpið í Útvarpshúsið við Efstaleiti? „Við vorum að ganga frá fjárfestinga- og framkvæmda- áætlun nú í janúar. Hún nær til 1999 og á þeim tíma ætlum við að öll starfsemin verði komin hingað, nema hvað stóra myndverið hér austan til í húsinu er ekki inni í þessari áætlun og bíður þá nýrrar ald- ar. Við vonum að allt Sjón- varpið nema innlend dag- skrárdeild flytji fyrir aldamót.“ mjög sjálfstæðan fjárhag sem byggir á auglýsingatekjum og afnotagjöldum en afnotagjöld- in eru háð samþykki rfkisins. Satt að segja erum við illa leikin af ríkinu. Haldið hefur verið aftur af hækkunum á af- notagjöldum árum saman og þau eru langt fyrir neðan það sem við þörfnumst." - Hvað þyrftu þau að hækka mikið? „Við óskuðum eftir því í fyrravor að þau hækkuðu um tíu prósent en fengum fjög- urra prósenta hækkun.“ kom sjónvarpið og 1967 leið og ekki kom sjónvarpið. Þá man ég eftir því að góður maður á Seyðisfirði sagði: „Þetta er allt í lagi. Við erum búnir að bíða eftir útvarpinu í þrjátíu og sex ár og ég held að okkur muni ekki um að bíða eftir sjónvarpinu.“ Ég ólst upp við það að út- varpstruflanir voru mjög al- gengar. Maður beið kannski spenntur eftir framhaldsleikrit- inu en oft var undir hælinn lagt hvort maður náði því. Ég held samt að okkur hafi aldrei ramakvein! En vitaskuld fylgja þessu ævinlega alvarlegir erf- iðleikar og svo er einnig hér og nú.“ - Voru það ekki mistök af hálfu Ríkisútvarpsins, ef litið er til framtíðar, að iáta keppi- nautinum eftir tvær sjónvarps- rásir af þeim þremur sem til úthlutunar eru? „Þeir hafa nú að vísu ekki hagnýtt sér Sýn ýkja mikið nema til að sjónvarpa frá Al- þingi. Sjálfsagt hefði Ríkisút- varpið átt að vera handfljótara að komast yfir þessa sjón- varpsrás. En það er merkilegt með þennan mikla áhuga á samkeþpni að hann er ekki meiri en það að þegar sýnt var að tvær einkareknar sjón- varpsstöðvar ætluðu að fara að keppa þá keypti Stöð 2 Sýn.“ - Verða fréttastofur Útvarps og Sjónvarps sameinaðar í náinni framtíð? „Ekki sameinaðar, nei, en áreiðanlega mun samvinna þeirra stóraukast þegar fréttastofa Sjónvarps kemur hingað. Þær verða hér á sömu hæð og á sama gangi þannig að það kemur eigin- lega af sjálfu sér. Nú þegar er að mörgu leyti ágætis samvinna milli þessara frétta- stofa, til dæmis þegar menn eru sendir út í heim, þá senda þeir fréttir bæði til út- varps og sjónvarps." -Hver er sfaða Ríkisút- varpsins gagnvart fjárlaga- valdinu? „Ríkisútvarpið er „sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkis- ins“, eins og segir í fyrstu grein útvarpslaga. Við höfum NÆR EKKI TIL ALLRA LANDSMANNA -Nær „útvarp allra lands- manna“ til allra iandsmanna? „Ég verð því miður að við- urkenna að svo er ekki. Út- varpið nær til því nær allra en það eru einstaka bæir og jafn- vel einstaka þorp sem búa við skarðan hlut í þessu efni. Við viðurkennum þá skyldu okkar að okkur beri að ná til allra en okkur tekst það ekki. Þess ber þó að geta að Póstur og sími hefur með þessi mál að gera og sér um dreifikerfið fyrir okkur. Ég er nú gamall strjálbýlis- maður og man vel eftir þvi þegar ráðgert var að koma sjónvarpi austur á Seyðis- fjörð. Fyrirsjáanlegt var að það mundi dragast eitthvað. Árið 1966 leið til enda og ekki dottið í hug að halda því fram að við hefðum ekki útvarp svo allt er þetta svolítið afstætt." -Ein spurning að iokum, Heimir. Hvernig viltu bæta út- varp og sjónvarp? Hver er framtíðarsýn þín á þessu öfl- ugu fjölmiðla? „Þarna kemur einfaldlega að því sem ég sagði áðan. Ég verð að sitja við minn keip. Ég kem hingað fullur áhuga á fræðslu í víðustu merkingu þess orðs. Nú erum við að fá yfir okkur gervihnattasjónvarp og samkvæmt EES-samn- ingnum getum við þar enga rönd við reist. Þá er spurning- in: Hvað getum við gert? Svarið er: Við getum framleitt íslenskt dagskrárefni og það gæti í rauninni ráðið úrslitum um hvernig okkur reiðir af á nýrri öld.“ □ 5.TBL. 1993 VIKAN 1 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.