Vikan


Vikan - 11.03.1993, Side 16

Vikan - 11.03.1993, Side 16
TEXTI: LOFTUR ATLl EIRÍKSSON llniversal kvikmyndaveriö er í Studio City, hverfinu handan við Hollywood- hæöirnar í Los Angeles. Svæöiö er á stærö viö alþjóöaflugvöll og þar er tekinn fjöldi kvikmynda og sjónvarps- þátta. Ymsar þekktar sviösmyndir og fígúrur úr kvikmyndasögunni eru þarna samankomnar og milljónir feróamanna heimsækja svæóiö ár- lega til aö forvitnast um hvernig kvikmyndir veröa til. Hópur þeirra var aó leggja upp í rútuferð tii aö komast í nánari snertingu viö King Kong og risahákarlinn úr Jaws mynd- unum þegar blaöamaöur Vikunnar var á ferö í kvikmyndaverinu á dög- unum. Erindi mitt var að hitta að máli Joe Dante, leik- stjóra myndarinnar Matinee sem frumsýnd var í Hollywood fyrr í þessum mánuði. Myndir hans eru flestar gáskafullar hrollvekjur og hann er sennilega þekktastur fyrir Gremlins myndirnar og myndina Innerspace sem gerist að miklu leyti innan í mannslíkamanum. Sögusvið Matinee er Key West í Flórída á sjö- unda áratugnum þegar Kúbudeilan var í hámarki og flestar bandarískar fjölskyldur voru með kjarn- orkubyrgi í bakgarðinum. Myndin er í rauninni tvær kvikmyndir í einni því hún segir frá leikstjóra svo- nefndra B-kvikmynda sem kemur í bæinn til að sýna nýjustu mynd sína, Mant eða Maður/maur, og samskiptum hans við bæjarbúa. Stór hluti Matinee gerist síðan í kvikmyndasalnum þar sem áhorfend- ur eru á svokallaðri matinee sýningu sem sviþar til þrjúsýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. John Goodman (King Ralph, Barton Fink, Raising Arizona) fer með hlutverk leikstjórans Woolsey og hann notar alls konar heimatilbúin trikk eins og „at- omo-vision“ (kjarnorkusýn) og „rumblerama" (hoss og hristingur) til að gera áhrif myndarinnar sem skelfilegust. Skrifstofa Joes Dante er eins og safn fyrir B-myndir og á veggjunum eru plaköt úr alls konar skrímsla- og ófreskjumyndum. Hann er hlýlegur í viðmóti en minnir einhvern veginn á ofvaxið barn sem lifir í eigin ævintýraheimi. Við fáum okkur sæti umkringdir brúðunum úr Gremlins og í gegnum rimlagardínurnar sé ég þegar næsti ferðamanna- hópur fer um borð í rútuna að skoða kvikmyndaver- ið. Við byrjum á að tala stuttlega um viðtalsþátt með Michael Jackson sem var á dagskrá í sjón- varpinu daginn fyrir fund okkar og það verður kveikjan að fyrstu spurningu minni. -Margir líta á Michael Jackson sem frík og það er mikið af furðu- verum í mynd- unum þínum. Getur þú útskýrt fyrir mér hvaðan sá áhugi kem- ur? „Ég byrjaði feril minn í Hollywood hjá Roger Corman, leikstjóranum sem hefur verið kallaður konungur B-mynd- anna. Allar myndirnar sem hann gerði byggjast á utan- Joe Dante er hlýlegur í viömóti en minnir óneitanlega á ofvaxiö bam sem lifir í eigin ævin- ^ týraheimi. GÓÐ KVIKMYND KEMUR ALLTAF FRA HJARTANU EINKAVIÐTAL VIÐ JOE DANTE, LEIKSTJORA MYNDARINNAR MATINEE garðsfólki, annaðhvort þeim sem eru við jaðar þjóð- félagsins eða þeim sem eru löngu komnir út fyrir rammann og reyna að fela sig fyrir þjóðfélaginu. Þetta hefur sjálfsagt haft áhrif á mig en ég minnist þess einnig að hafa verið hrifinn af hryllingsmynd- um frá unga aldri. Helsta forsenda þeirra er oftast furðuveran sem stendur utangarðs eins og til dæm- is Frankenstein sem er skapaður með ákveðnum persónugöllum eða Drakúla sem þráir að vera mannlegur en verður það aldrei.“ BYRJAÐI í B-MYNDUM -Segðu mér aðeins meira af samvinnu ykkar Cormans. „Hann réð mig til starfa á þeim tíma sem enginn annar vildi neitt með mig hafa af því að óg kunni ekkert fyrir mér í kvikmyndagerð. Ég hafði verið kvik- myndaáhugamaður lengi en hafði (raun ekki búið til neina mynd nema sjö klukkustunda langan samtín- ing úr ýmsum myndum sem ég skeytti saman og ferðaðist með og sýndi í skólum. Þetta var skemmti- legur kokkteill, sérstaklega vegna þess að hægt var að fara út úr kvikmyndasalnum og koma aftur löngu síðar án þess að virðast hafa misst nokkuö úr. Roger var mjög hagsýnn og ódýrasta vinnuaflið, sem hann gat náð í, var fólk án nokkurrar reynslu. Það var auðfundið og ekkert okkar vissi hvað við vorum að gera en komumst fljótlega að þv( að við vorum að búa til kvikmyndir sem yrðu sýndar (kvik- myndahúsum. Þetta var eins og verksmiðja full af nýútskrifuðum kvikmyndagerðarnemum og innan 1 6 VIKAN 5.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.