Vikan


Vikan - 11.03.1993, Page 24

Vikan - 11.03.1993, Page 24
hvenær aðstoð er næg eða viðunandi en aðalatriðið tel ég að tekið sé á þessum málum með upplýsandi hætti en ekki með fordómum." Guðrún Jónsdóttir segir faghópa hafa verið illa undir það búna að taka á þessum málum. „Eina leiðin sem við þekkjum til að vinna gegn afleiðingunum er sú að barniö fái tækifæri til að tjá líðan sína með oröum og athöfnum. Þaö er þó ekkert áhlaupaverk því ef þessi börn eiga að geta tjáð sig þurfa þau að byggja upp náin og sterk tengsl við manneskjuna sem er að vinna með þeim. Það þarf að kenna þeim að treysta aftur, sýna þeim að maður virði þau sem einstaklinga og það má aldrei svíkja þau. Svo dæmi sé tekið má ekki kæra fyrr en barnið er tilbúiö til þess. Móðirin er lykilpersóna fyrir barnið þegar svona er ■ Afleiðingar þess að af- neita því sem gerst hefur eða taka börnin úr sálfræöimeðferð geta verið hroðalegar. Án hjálpar gætu fórnarlömb orðið ófær um að þróa með sér heilbrigð sambönd; mörg lenda aftur og aftur í stöðu fórnarlambs; mörg halla sér að áfengi og fíkniefnum til að deyfa sig; sum þjást af ævilöngu þunglyndi, þróa með sér margfaldan persónuleika eða gera sjálfsmorðstilraunir. komið. Hún þarf þannig líka að fá stuðning til þess að falla ekki alveg saman, því þegar upp er staðið mæöir þetta mest á móðurinni." Guðrún bætir við að sifjaspellamál séu miklu meira en að koma upp um að einhver hafi gerst brotlegur. „Vitanlega mega afskiptin ekki hætta þar. Næst er að byggja upp möguleika barnsins og móðurinnar þannig að hægt sé að tryggja eitthvert framhald á lífi þeirra saman en mér finnst mikið á skorta að þess sé gætt,“ segir Guðrún. SAMSTARF VIÐ YFIRVÖLD Jafnvel þegar foreldrar styðja börn sín og trúa þeim stendur fólk frammi fyrir ýmsum praktískum og siöferðislegum ákvörðunum sem engin auðveld svör finnast við. Hvað ef misgjörðamaöurinn er bróðursonur manns? Eða sextán ára dóttir gamalla vina? Á að hringja í lögguna, tala við stúlkuna eða foreldra hennar fyrst eða bara hætta að biðja hana að gæta barnanna? Og verst af öllu, hvað ef ákærði er faðir barnsins, stjúpfaðir eða sambýlismaður sem borgar reikningana? Mæður sem sjá fram á fjárhagslegt hrun gætu átt sýnu verra með að leggja trúnað á orð barna sinna, hvað þá aö stíga skref sem gætu komið fyrirvinnunni í fangelsi. Áður en farið er til yfirvalda þarf að vera búið að ræða það ferli viö barnið og fá samþykki þess, líka fimm ára barns. Þetta er þess líf og það þarf aö vita að stjórnin er ekki tekin af því. Fyrst og fremst ber foreldri vitanlega skylda til þess að verja barnið fyrir frekari skaða. Til þess að koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun verður þó aö stöðva brotamennina. Fólk gæti borið siðferðislega ábyrgð á því að þeir haldi áfram og misnoti fleiri börn. Ef ofbeldismaðurinn er innan fjölskyldunnar er óraunsætt að vona að misnotkun muni ekki eiga sér stað aftur. Staðreyndin er sú að kæra gæti líka verið eina leiðin til þess að vernda hin börnin í fjölskyldunni en á íslandi er hlutfall systkina sem hafa orðið fyrir áreitni mjög hátt. Af 71 máli á átta ára tímabili var aðeins 31 mál kært til RLR en ýmislegt mælir með því að blanda yfirvöldum í málið, meðal annars þaö að börn sem eru misnotuð af foreldri eða góðvini fjölskyldunnar finna til mikillar sjálfsfyrirlitningar. Með því að viðurkenna aö athæfið sé glæpsamlegt eru foreldrarnir að Aöalsteinn Sigfússon. segja við barniö: „Við styðjum þig.“ HEILUN Þaö er hægt aö vinna bug á því áfalli sem sem kynferðisleg misnotkun veldur í einni fjölskyldu en til þess að svo megi verða þurfa allir í fjölskyldunni aö fá sérfræðiaðstoö. Móðirin er full sektarkenndar yfir því að ofbeldið skuli hafa átt sér stað og að hún skuli ekki hafa séð þaö fyrir eða gert meira til að vernda barnið. Hún veltir því fyrir sér hve iTiikið misnotkunin muni eyðileggja og hvað verði um fjölskylduna. Bræður og systur gætu tekið uppljóstrunina óstinnt upp og algengt er að stúlka, sem segir frá misnotkun fööur, sé fordæmd og einangruð. Sjálfstraustið brestur, sjálfsmyndin verður léleg og þegar búið er að brjóta þessi þætti í barninu niður er það auösæranlegra en áður. Tortímingaráhrifin eru meiri eftir því sem skyldleikinn er nánari en það dregur úr sálfræðilegu áhrifunum ef barnið fær stuðning foreldris og meðferðar veröur ekki eins . lengi þörf. Sé misgjöröamaðurinn ekki í fjölskyldunni þarf barnið aö fá tímabundna sálfræðiaðstoð sem fylgt er eftir þegar það kemst á gelgjuskeiðið, giftir sig og eignast barn sjálft. Fórnarlömb sifjaspella þurfa á lengri meðferö að halda því bæði voru þau misnotuð kynferðislega og fjölskyldutraust auk þess rofið. Tengslin milli ofbeldismannsins og barnsins hafa verið misnotuð, svo og traust barnsins. Það veltur á ýmsu hve mikið áfall barnið hefur fengið, meðal annars aldri þess og því hve alvarleg misnotkunin var, en það hjálpar barninu ef brotamaðurinn játar, fer sjálfviljugur til geðlæknis og lofar því að bæta barninu misgjörðirnar á einhvern hátt. Sálfræði- eða geðlæknismeðferð fyrir marga í sömu fjölskyldu mánuðum saman getur orðið dýr en sálfræðilegur kostnaður þess að fá ekki rétta aðstoð er afar hár. Afleiðingar þess að afneita því sem gerst hefur eða taka börnin úr sálfræðimeðferð geta verið hroðalegar. Án hjálpar gætu fórnarlömb orðið ófær um að þróa með sér heilbrigð sambönd; mörg lenda aftur og aftur í stöðu fórnarlambs; mörg halla sér að áfengi og fíkniefnum til að deyfa sig; sum þjást af ævilöngu þunglyndi, þróa með sér margfaldan persónuleika eða gera sjálfsmorðstilraunir. Uppljóstrunin er bara byrjunin á heilunarferlinu. Á næsta stigi tjáir barnið tilfinningar sínar - skömmustu, sorg, reiði og missi. I mörgum tilvikum þarf barnið aö fá tækifæri til að segja misgjörðamanninum hvernig það upplifði árásina. Það er líka mikilvægt fyrir barnið að þaö sé beðið fyrirgefningar og því sagt að þaö hafi verið lokkað til athæfisins og eigi ekki sök á þvf. Látið ávallt þarfir barnsins stjórna afskiptum ykkar af heilunarferlinu. í sumum tilvikum gæti það hentað barninu betur að foreldrið skipti sér sem minnst af því og það getur reynst foreldrinu afar erfitt. Foreldrar þurfa því ekki síður en börnin aö koma sér upp góðu stuðningskerfi. Það skiptir þó mestu máli að muna að börn geta náð sér eftir kynferðislega misnotkun og eigi þau að foreldri sem styöur þau eða einhvern annan fullorðinn, sem hjálpar þeim að takast á við sársaukann vegna misnotkunarinnar, er sennilegra að þau þrói með sér færni sem hjálpar þeim að lifa af. Það er nauðsynlegt að viöurkenna það þegar manneskja hefur oröið fyrir kynferðislegri áreitni. Það er nauðsynlegt að hjálpa henni að skilja að Iffið er annað en fórnir og sársauki - að kenna henni að lifa í tryggð, gleði og von. Meðferö er bæði fórnarlambi og brotamanni nauðsynleg. í henni felst fyrirbyggingin. Kynferðisleg misnotkun og áreitni á ekki eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu vegna þess eins að við tölum við börnin okkar. Foreldrar, sem hlusta á börnin sín, trúa þeim og styðja þau, stuöla þó að því aö börnin - og næsta kynslóð á eftir þeim - læri að taka á slíkum málum af meiri einurð og minni fordómum. □ • Flestar tölur, sem tilteknar eru í greininni, eru teknar úr rannsókn Aöalsteins Sigfússonar frá árinu 1991 um kynferöislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum. 24 VIKAN 5. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.