Vikan


Vikan - 11.03.1993, Qupperneq 36

Vikan - 11.03.1993, Qupperneq 36
JGRTÓKSAMAN ViStalsbútar úr spjalli viS Michael Jackson: EF PABBINN ER MEÐAL ÁHORFENDA VERÐIIR MICHAEL VEIKUR fannst afkvæmið víst heldur ófrýnilegt til andlitsins og taldi til lítils að leyna því áliti sínu, að því er afkvæmið segir. Michael er nú 34 ára gam- all en hann steig fyrstu sporin í Ijóma frægðarinnar þegar hann var aðeins átta ára gam- all. Þá myndaði hann ásamt fjórum bræðrum sínum söng- hópinn Jackson Five undir stjórn föður þeirra, Joe. Hann segir í viðtalinu að hæðni og lítillækkanir föður slns hafi gert hann að písl og ræfli með minnimáttarkennd. Hann þvoði sér meira að segja í myrkri til þess að hann sæi ekki sjálfan sig í speglinum. HELGREIPAR JÁRNAGA Það var sjónvarpskonan Oprah Winfrey sem náði stjörnunni í viðtal. Þau hittust á ellefu hundruð hektara bú- garði hans og þar fékk hann útrás fyrir þessar kenndir gagnvart föður sínum. Til dæmis kom fram að Joe hefði lumbrað ærlega á stráksa kornungum áður en bræðurnir stigu á svið til þess að skemmta. „Mér þykir vænt um föður minn en ég skil hann ekki,“ sagði Michael og þar bergmáluðu yfirlýsingar systur hans, LaToyu, um það hvern- ig Joe Jackson hefði alið börnin sín upp í helgreipum járnaga. „Líf mitt hefur ( marga staði verið ákaflega dapurt. Pabbi barði mig og það var erfitt að þurfa að þola slíkar barsmíðar, sérstaklega þegar maður var á leiðinni upp á svið... Ég veit ekki hvort hann langaði að eignast gullið barn en hann var mjög strangur, fastur fyrir og ákveð- inn. Bara það að hann liti á mig hvössum augum hræddi úr mér líftóruna," sagði Mich- ael í viðtalinu og hann er enn dauðskelkaður þegar hann er á leið á svið á tónleikum, sér- staklega ef hann veit af föður sínum meðal áhorfenda. „Stundum kemur hann til mín áður en ég kem fram og þá verð ég bara veikur og kasta upp. Þetta gerist alveg eins núna eins og á mínum yngri árum enda voru ung- lingsárin mér sérstaklega erf- ið... Ég held að allar barna- stjörnur upplifi þetta, að þær eru ekki þessi litlu sætu börn sem þær.voru alltaf og allir vilja að þær séu.“ Hann lýsir því hreinskilnis- lega hvernig æskuárin liðu hvert á fætur öðru í táraflaumi og á sífelldu tónleikaflakki um heiminn. En Michael leið hins vegar vel á sviði. „Ég fann hamingjuna á sviðinu því þar fannst mér ég vera á heima- velli og fannst að sama skapi sárt að yfirgefa það. Þær stundir komu að ég grét af einsemd... Síðan sá ég krakka vera að leika sér fyrir utan hljóðverin og í almenn- ingsgörðum og þá grét ég vegna þess að ég þurfti alltaf að fara að vinna... Maður fékk aldrei að gera það sem önnur börn fengu, eins og að eiga vini, fara ( náttfatapartí og bara vera úti með kunningj- um... Ég átti aldrei neina vini nema bræður mína, þeir voru vinir mínir.“ FULLKOMNUNAR- ÁRÁTTAN Michael segist hafa komið sér upp sínum eigin ævintýra- heimi vegna þess sem hann glataði af æskunni. „Ég upp- lifði ekki æskuna og ég er að bæta mér það upp núna. Þess vegna finnst mér skemmtilegt að hafa börn í kringum mig,“ segir hann en á búgarðinum er meðal annars að finna hans eigin dýragarð og önnur skemmtisvæði á- samt kvikmyndahúsi, svo eitt- hvað sé nefnt. „Fólk var vant að segja að ég væri gömul sál í litlum líkama, 45 ára gamall dvergur,“ sagði Michael. Hann sagði ennfremur að sjúkdómurinn, sem varð til þess að húð hans lýstist, hafi byrjað fljótlega upp úr því að platan Thriller kom út um miöjan niunda áratuginn. „Það er ekkert sem ég get gert við þessu. Ég ætla ekki að fara að segja hér lækn- ▲ Hér lætur Michael sig hafa þaö aö lita ( spegil en alla jafna foröast hann slíka gripi. Aöallega er þaö vegna þess aö pabbi hans hæddi hann og stríddi, fannst hann Ijótur og ► Michael áriö 75. Hann er aö upplitast af sjúkdómi. Pabbi Michaels Jackson stríddi honum svo mikið á útlitinu að Michael þorði ekki að líta í spegil. Og í ofanálag varð hann að þola barsmíðar af hálfu föður síns. Þetta og fleira kom nýlega fram í opinskáu viðtali við Michael Jackson. Föðurnum 36 VIKAN 5.TBL.1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.