Vikan


Vikan - 11.03.1993, Side 52

Vikan - 11.03.1993, Side 52
TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON r- TRIER I ÞÝSKALANDI SVARTAHLIDID OG Gl l.l.W Trier er ein þeirra borga sem koma ókunnugum rækilega á óvart. Helsta verslunargatan er fjölskrúðug, með alls kyns listamenn á víð og dreif eftir gangstéttunum. Undir hinu fræga Porta Nigra stendur einn þeirra og vatns- litar þetta svarta minnismerki um frægðartíma Rómverja á pappír. Selur síðan vægu verði. Hingað koma Lúxarar í miklum mæli til að kaupa inn ýmsan varning enda ekki nema svo sem eins og hálf- tíma akstur frá höfuðborg Lúxemborgar, Þessi þýska borg gefur enskum og skosk- um „kollegum" sínum lítið sem ekkert eftir í verðlagningu. En það var annað og meira en lágt verð sem kom undirrit- uðum hvað mest í opna skjöldu þar sem hann miðaði linsunni á hvert merkisatriðið á fætur öðru. Eftir spássér- ingu inn eftir hliðargötum opn- aðist annar heimur, fortíð, nú- tíð, jafnvel framtíð. Elsta borg Þýskalands og sú sem státar af hvað mestum og stærstum minnisvörðum um yfirráð Rómaveldis, býr yfir fjölmörg- um leyndarmálum sögunnar, vel varðveittum í listilega hlöðnum híbýlum drottnara sem létu sér ekkert fyrir brjósti brenna. Enda var þar höfuð- staður heimsveldisins á þess- um slóðum meðan allt lék í keisaralegu lyndi. BLEIKA HÚSIÐ Já, þeir kölluðu ekki allt ömmu sína, þessir kallar. Einn lét til dæmis reisa sér krýningarsal sem nú gegnir reyndar hlutverki lúterskrar ▲ Fjaðrafok á verslunar- torgi - ekki matarfriður. 4 Kynslóöa- biliö truflar ekki ung- viöiö þó goöumlíkir steypu- grikkir fylg- ist meö. ► Götulista- maöur, málverk og mótíf.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.