Vikan


Vikan - 11.03.1993, Page 53

Vikan - 11.03.1993, Page 53
kirkju. Salurinn væri tilvalinn fyrir okkur íslendinga því okk- ur vantar einmitt svona höll til þess að halda heimsmeistara- keppni. Ekkert smáræðis kot sem skyndilega skaut upp kollinum, óforvarendis, þegar íslendingurinn með myndavél- ina gekk fyrir enn eitt hornið. Og þegar hann gekk meðfram kirkjunni og fyrir næsta horn blasti við skrúðgarður sem fyllilega stendur undir nafni. Þarna var þá komin önnur höll, bak við krýningarsalinn, öllu yngri og gulli skreytt, fag- urbleik. Fyrir framan hana eitt litaskrúð alla leið að hinum keisaralegu baðhúsum sem nú eru aðeins minningin ein. Svona er þetta í Trier og hvarvetna getur að líta falleg sjónarhorn sem maður Ijós- myndar eða nýtur á annan hátt. Borgin sameinar því margt það sem eftirsóknarvert þykir í veraldlegum jafnt sem andlegum gæðum. Anddyri borgarinnar, Svarta hliðið (Porta Nigra), er reynd- ar inni í henni miðri en það reistu Rómverjar í eina tíð. Hliðið er tvöfalt þannig að ef óvinum keisarans tækist að komast í gegnum fyrri gættirn- ar væru þar fyrir aðrar, lokað- ar. Þá gátu Rómverjarnir staðið uppi á virkisveggnum með alla bogana sína, örvarn- ar og heita grautinn í stóru pottunum og hreinlega valtað yfir varnarlausa óvinina ofan í hliðinu. Þannig fóru þeir að þessu. Fyrir einhvers konar umhverfisáhrif varð steinninn, sem hliðið er hlaðið úr, svart- ur og af því dregur það nafn sitt. A Rökkur- kyrró í Trier. Hin keisara- legu baöhús f sínu fínasta pússi. ◄ Gengiö fyrir horn og þessi sýn blasir viö. ► Meö því aö rangla eitthvaö á bak viö finnur maöur svona sjónar- horn. 5.TBL. 1993 VIKAN 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.