Vikan


Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 56

Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 56
TEXTIOG UOSM.: EINAR ORN STEFANSSOI rMEXÍKÓ / / sm sKi>sr\i( \nisi\ cwcix ■ mexiko: i»4li OFRAR MAYANTCA MÆT4 NETÍMAN Cancún er næststærsta kóralrif í heimi og þar skín sólin flesta daga. Þar hefur sprottið upp úr frumskóginum fyrsta flokks ferðamannaparadís. í skógin- um er víða að finna stórkost- lega minnisvarða um Maya- þjóðina sem reisti sér borgir með stórum hofum og pýra- mídum víðs vegar um Yuca- tan'-skagann en hvarf svo af sjónarsviðinu með dularfullum hætti. Síðar komu hér við sögu frægir sjóræningjar, eins og Lafitte og Morgan, sem not- uðu víkur og smáeyjar við Cancún sem felustaði fyrir flotum Breta og Spánverja. Árið 1841 komu bandaríski landkönnuðurinn John L. Stephens og enski listmálar- inn Frederick Catherwood til Cancún og gáfu staðnum ekki góða einkunn, þetta væri sandfláki fullur af moskítóflug- um og ströndin moraði af skjaldbökubeinum. Og fyrir fá- einum árum var hér aðeins af- skekkt fiskimannaþorp með fimm hundruð íbúa. TUTTUGU OG ÞRIGGJA ÁRA FERÐAMANNA- STADUR Það eru ekki nema tuttugu og þrjú ár síðan ferðamanna- staðurinn Cancún varð að veruleika, ekki löngu eftir að Mexíkómenn uppgötvuðu þá tekjumöguleika sem í ferða- 4 Greinar- höfundur ásamt Ástu Ragnheiöi konu sinni (Tulum þar sem minjar frá tímum Maya eru á gullfal- legum staö viö ströndina. mannaþjónustu felast. Meðan auð og ósnortin ströndin við Karíbahafið svaf undir hita- beltissólinni fóru klókir at- hafnamenn á kreik, innblásnir af miklum uppgangi í Aca- pulco. Þeir grandskoðuðu landið í leit að öðrum full- komnum sumarleyfisstað. Sagan segir að þeir hafi sleg- ið niðurstöður sínar inn í tölvu og útkoman hafi verið Can- cún. Nú er þessi mexíkóski sælureitur við Karíbahafið einn fjölsóttasti og vinsælasti ferðamannastaður í heimi. Ferðamenn nútímans urðu þó ekki fyrstir til að uppgötva þennan stað. Hin forna þjóð Mayanna var hér fyrir 2000 árum og bjó á þessum slóð- um þar til um 1200 e.Kr. Töfr- ar Mayanna mæta hér nú- tímaþægindum og tækni, lúxushótel og frumskógurinn renna saman og dúnmjúkur og drifhvítur sandurinn á stefnumót við safírbláan sæ- inn. Og möguleikarnir fyrir ferðamenn eru jafnvíðfeðmir og sjóndeildarhringur þessa karabíska unaðsreits. Cancún er á austurströnd Yucatan-skagans og skiptist í tvö svæði, hótelsvæðið (Zona Hotelera) sem er á Cancún- eyju og miðbæinn á megin- landinu. Eyjan er í laginu eins og tölustafurinn „7“ og tvær brýr tengja hana við megin- landið. Náttúrulegt lón, Lag- una Nichupté, er inni í „sjö- unni“, suðvestan við eyjuna. í norður og austur mætir Karíbahafið 22 kílómetra langri sandströnd. Miðbærinn er í nokkurra mínútna akst- ursleið og þar er allt á ferð og flugi. Þrjú hundruð þúsund manns, innbyggjarar og ferða- menn hvaðanæva úr heimin- um, njóta allrar þeirrar þjón- ustu sem þetta ört vaxandi samfélag hefur að bjóða. Hægt er að komast um Cancún með ýmsum hætti. Strætisvagnar ganga ótt og títt og auðvelt er að fá leigu- bíla. Þá má nefna bílaleigu- bíla, vespur og reiðhjól. Strætisvagnabiðstöðvar er víða að finna og stutt á næstu biðstöð hvar sem er á hótel- svæðinu og í miðbænum. Það er ódýrt í strætó en þeir geta verið troðfullir á álagstima, einkum þegar hótelstarfsfólk er á leið til eða frá vinnu. En hvergi þarf að bíða lengi eftir vagni, þeir koma með fárra mínútna millibili. Fargjaldið er 2000 pesos eða um 40 krónur íslenskar. Leigubílar eru ódýr- ir en það er eins gott að 56 VIKAN 5. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.