Vikan


Vikan - 11.03.1993, Page 57

Vikan - 11.03.1993, Page 57
semja um fargjaldið fyrirfram því að gjaldmælar eru engir. Strandlengjan við Cancún glóir undir heitri sól og þægi- leg gola heldur hitanum við ströndina í 25 gráðum C að meðaltali. Við vorum þar á ferð í október sl., áður en aðalferðamannatíminn hefst. Þá er unnt að fá gistingu á lægra verði en ella og hitinn er ekki kæfandi. VATNAÍÞRÓTTIR VIN5ÆLAR Vatnaíþróttir eru vinsælt sport við Karíbahafið. Lónið í Cancún er 29 ferkílómetrar að stærð þannig að margt er hægt að gera. Gestir geta val- ið um sund, djúpsjávarveiðar, bátsferðir, brimbretti, vatna- skíði, fallhlífar-siglingar, sigl- ingu á „vatnaketfi", köfun - bæði skrautfiskaskoðun við yfirborðið með aðstoð sund- gleraugna og loftpípu (snork- eling) og köfun í köfunar- búningi með loftkút (scuba- diving). í kristaltæru Kariba- hafinu finnur hvor tveggja, hinn vani sundmaður og hinn varkári svamlari, eitthvað við sitt hæfi. Strendurnar á hótelsvæð- inu eru ekki þaktar af fólki og þær eru fjölmargar. Þegar komið er þangað frá miðbæ Cancún er fyrst komið að hinum skjólsælli ströndum við Bahía de Mujeres (Kvenna- flóa) en síðan haldið áfram til Punta Cancún, helsta versl- unarhverfis hótelsvæðisins. Þegar lengra er haldið fer heldur að gefa á bátinn, öld- urnar verða stærri og undir- aldan sterkari. Enginn má eiga sína einka- strönd f Mexíkó svo að á ströndinni gildir orðtækið „einn fyrir alla og allir fyrir einn“. Hinn frægi hvíti sandur í Cancún er samsettur af kalk- steini og steingerðum kóröll- um og brimið í Karíbahafinu hefur núið hann um aldir og gert að fíngerðu dufti. Sandur- inn er hvítur og hitnar aldrei ▲ Á leió upp pýra- mídann - eins gott að vera ekki mikið að líta niður! ◄ Ásta er ekki vitund lofthrædd, - óbangin klífur hún pýramíd- ann. ▼ Gera má góö kaup í silfur- skartgrip- um í Mexíkó. Hér virðir Ásta fyrir sér úrvalið hjá skart- gripasala. þannig að óþægilegt sé að ganga á honum heldur er hann alltaf jafnsvalur og þægilegur, bókstaflega gælir við iljarnar. Fjölmargar bryggjur er að finna við ströndina, þar sem hægt er að leigja snekkjur og báta eða kaupa sór far með fleytum af ýmsum stærðum og gerðum, ýmist til nálægra eyja, til veiða eða til að skoða hina ótrúlega fjölbreytilegu og litskrúðugu veröld fiska og sjávardýra. Til slíkra ferða eru sérhannaðir bátar með gegn- sæjum botni eða stórum rúð- um neðansjávar, svokallaðir „glass bottom boats“. í mörg- um þessara ferða er allt inni- falið nema fiskurinn, þar verð-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.