Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 7

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 7
marga. „Við hittumst oft og heimsækjum hvert annað, um helgar förum við gjarnan út að skemmta okkur. Eg hef ofsa- lega gaman af því að dansa og hlusta á tónlist. Ég verð helst að komast út um hverja helgi, þetta er líklega eitthvert timabil hjá mér sem líður svo hjá. Kærastinn minn er í iðn- skólanum en vinnur sem diskótekari á kvöldin, hann spilar til dæmis oft á Lauga- vegi 22. Þangað fer ég gjarn- an en mest þykir mér gaman að fara í Rósenberg, þar þekki ég marga og líkar tón- listin sem þar er leikin, „housetónlisf. Þess má geta að ég hef mjög gaman af því að búa til mat þegar vel liggur á mér.“ Inga, eins og hún er kölluð, hefur unnið töluvert við tísku- sýningarstörf að undanförnu. Hún byrjaði hjá lcelandic Models en að undanförnu hef- ur hún starfað á vegum Lindu Pétursdóttur hjá Wild. „Kærastinn hennar, Les, vék sér að mér eitt kvöldið í Rósenberg og sþurði hvort ég hefði áhuga á að sgreyta mig. Ég tók því fremur fálega en fór á fund þeirra nokkrum dögum síðar. Ég hef fengið mörg verkefni í gegnum þau og hef haft talsvert að gera. Mér er farið að líka þessi vinna mjög vel enda hef ég fengið tækifæri til að starfa með svo skemmtilegu fólki. í lok maí fer ég til London á vegum Wild en þrjár umboðs- skrifstofur hafa áhuga á þvf að fá mig til liðs við sig. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.“ - Eru háar og grannar stúlkur mjög eftirsóttar núna? „Já, þær eru það en í það heila tekið virðast mér stúlkur af öllum stærðum koma til greina. Hins vegar eru mjög kvenlega vaxnar fyrirsætur ekki eins vinsælar núna og oft áður.“ - Hvernig vilt þú hafa karl- menn? „Þeir verða að vera sjar- merandi, hafa alúðlega fram- komu, það finnst mér aðalat- riðið. Kærastinn minn er jafn- stór mér eða svona hér um bil, en það er auðvitað skilyrð- ið, þeir mega ekki vera lægri í loftinu. Annars á stærðin ekki að skipta máli heldur maður- inn sjálfur. Mér finnst þeir strákar meira aðlaðandi sem eru frekar öruggir í framkomu og hafa ákveðnar skoðanir á málunum." □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.