Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 31

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 31
sýnilegir en oftast skyggnum og mögulega jafnframt þeim sem vegna ýmssa ástæðna eru óþarflega næmir þá stundina sem svipurinn birtist eða gerir sig heimakominn. Þessir svokölluðu svipir hverfa oft jafnsnöggt og þeir birtast og einmitt það gerir sjá- andann skelkaðan, held ég. Hann veit varla hvað er að gerast fyrr en það er með það sama yfirstaðiö. SJÁST í SPEGLI OG VEGGJUM Til frekari glöggvunar má geta þess að svipir sjást á hvað tíma sólarhringsins sem er og geta jafnvel sést í spegli og þaö þykir þeim sem sjá þá mjög sér- kennilegt af því að þeir eru andlegir. Þeir birtast jafnvel inni í veggjum og við allar aðstæður sem efniskenndu fólki væri frámunað að birtast við eins og Davíð hefur greinilega orðið áskynja undanfarið. Davíð hefur verið að taka á mjög viðkvæmri tilfinn- ingareynslu sem vissulega hefur sett sin mörk á taugakerfi hans og tilfinningar. Slíkt sálarástand get- ur magnað svona nokkuð allverulega upp. Þaö þýðir að kunni hann að hafa verið næmur áður er hann næmari núna. ÍMYND OG VONBRIGÐI Hann gæti hins vegar ómeðvitað verið að kljást við sálrænar flækjur þess eðlis að þær gætu gert hann uppnæmari en ella fyrir öllu sem undir öðrum og ögn friðsamari aðstæðum gæti reynst léttvægt. Þessi sálræni vandi gæti meö stuðningi ímyndarafls ómeðvitað tekið á sig einhvers konar persónugerv- inga sem eins og birtast honum af og til eins og látnir væru ekkerf síður en lifandi einstaklingar. Þeir stæðu þá frekar í sambandi við tilfinningaduld hans sem er blandin ótta og vonbrigðum, ásamt hugsan- lega réttlætanlegri reiði hans vegna höfnunar sem hann virðist frekar óvænt hafa mátt sætta sig við af hendi unnustu sinnar. Ef þetta er skýringin á komu svipanna má vitanlega gefa sér aö um sé að ræða tímabundna taugaveiklun Davíös sem er bæði undir miklu ytra álagi náms og svo þess sem hefur óneit- anlega hent hann í einkalífi. Slík streita getur tekið á sig furðulegustu myndir og jafnvel áþekkar því sem um yfirskilvitlega reynslu væri að ræða fremur en eitthvaö annaö og ögn jaröbundnara. SÁLFRÆÐINGAR OG SÁR REYNSLA Ekki er með þessum ábendingum verið aö draga úr möguleikum á því að Davíð kunni að undanförnu að hafa séð raunverulega svipi látinna. Þaö svo sem hvarflar að manni sökum þess að vinir hans hafa á stundum séö það sama og hann. Það þýðir þó ekki aö hitt fyrirbærið gæti ekki jafnframt verið í gangi og aukið áhrif þess sem er að gerast og hugsanlega má rekja til einhvers sem er látinn. Ef rétt er væri í tilviki Davíðs eðlilegt að hann hefði samband við sálfræðing og fengi hjálp við að efla innra öryggi sitt aftur og komast út úr þeirri sáru reynslu sem höfnun alltaf er. Ef aftur á móti svipir látinna yrðu eftir þá hjálp áfram aö þvælast fyrir honum er nokkuð Ijóst í kjölfarið aö um svipi látinna hefði verið að ræða all- an tímann sem bæöi hann og vinir hans hefðu barið augum af og til til óþæginda fyrir þá. Þá má segja sem svo að viö því sé lítið að gera annað en að biðja Guð um að hjálpa verunni áleiöis til aukins þroska viö aðrar aðstæður og þá þær sem ríkjandi eru i heimkynnum Guðs. HUGSANAGERVI OG ANDLEGT UPPNÁM Þar sem um er aö ræða gamalt hús má gefa sér aö eitt og annað kunni að hafa gerst í húsinu sem ork- aö getur tvímælis. í húsinu hafa í gegnum marga áratugi að sjálfsögðu meðvitað eða ómeðvitað magnast upp misgóö hugsanagervi sem næmt fólk getur fundið fyrir tilfinningalega og sálrænt. Aftur á móti geta þeir sem eru látnir og eru jarðbundnir einnig nýtt sér hugsanagervin þannig að þeim vaxi ásmegin undir ólíkum áhrifum þeirra og eigi því auð- veldara meö að gera vart við sig þrátt fyrir allt. Ef þau eru neikvæö draga þau að sér neikvæðar verur. Ef þau eru jákvæð getur ekkert neikvætt þrifist f samneyti viö þau. KÆRLEIKSRÍKAR BÆNIR OG TAUGABILUN Ef svo sá eða þeir sem í húsinu búa eru í einhvers konar andlegu eða sálrænu uppnámi og þangað sækir látinn, jarðbundinn einstaklingur er meira en sennilegt að viðkomandi eins og festist í áhrifum upplausnarinnar og valdi heimilisföstum vandræð- um. Það má auðveldlega losna við verur frá öðrum heimi og hjálpa þeim með kærleiksríkum fyrirbæn- um og jákvæðu hugafari. Reyndar er það nokkuð sem getur orðið að þraut fyrir Davíð þar sem hann er alls ekki trúaöur á guðlega tilvist, hvað þá aö hann trúi á tilvist látinna meðal lifenda sem ekki er síður erfitt fyrir hann í þessu tilviki. Aftur á móti þarf geðlækni eða sérfræðing í sállækningum til aö hjálpa fólki í gegnum hvers kyns taugaveiklunarat- ferli sem framkallað getur sýnir og ímyndaðan veru- leika þess sem telur sig vera að upplifa eitthvað dul- rænt, ástand sem oftar en ekki á upphaf sitt í hvers kyns taugabilun. VITIÐ EKKI FARID Hvaö er hvað verður hans að finna út. Hvað varðar ótta Davíðs um að hann sé að verða vitlaus er fátt annað að segja en að svo er auðvitað ekki vegna þess að sá brjálaöi gerir sér aldrei grein fyrir því að hann hafi tapað vitinu. Honum þykir sem aðrir hafi gert það og í því liggur sennilega brjálsemi meðal annars. Eða eins og draugahræddi strákurinn sagði eitt sinn: „Elskurnar mínar, ég er trulaus og jarö- bundinn en sé samt drauga viö og viö. Ég veit ekki hvernig á þessu stendur. Petta gerir mig svo skelkaöan aö ég er eiginlega kominn á þá skoöun aö þaö hljóti aö vera eitthvaö meira i gangi í tilverunni en einungis þaö sem allir sjá og skilja og telja þar meö þaö eina rétta. “ Meö vinsemd, Jóna Rúna 10. TBL. 1993 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.