Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 13

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 13
KATRIN HAFSTEINSDOTTIR VIL FEGRA UMHVERFI MITT Það eru kannski ekki margir sem vita hverja er átt við ef Katrín Haf- steinsdóttir er nefnd. Hins vegar er Katý í World Class kunnuglegt nafn og flestir vita að þar er átt við stúlkuna sem þjálfar fegurðardísirnar okkar ár eftir ár, sem og reyndar margar aðrar dísir. Katý lætur sér ekki nægja að fegra líkama kynsystra sinna. „Ég hef mjög gaman af að fegra umhverfi mitt, hvort sem það er að fegra líkamann eða sauma utan á hann, sauma púða, gardínur eða smíða borð og annað,“ segir hún. Þetta leynir sér heldur ekki þegar við skoðum og hand- fjötlum dýrindis púða sem Katý hefur hannað og saum- að og eru orðnir eftirsóttir meðal fólks sem frétt hefur af þessari listsköpun hennar. Hvemig stóð á því að Katý byrjaði að sauma púða? „Ég hef alltaf verið ofsalega mikið fyrir púða og hef lengi haft púðahorn heima hjá mér. Þar dreifi ég mörgum púðum sem gott er að láta fara vel um sig á og á meðal. Ég byrj- aði að búa með sambýlis- manni mfnum, Arnþóri Mar- geirssyni, fyrir um það bil tveimur árum og flutti inn í yndislega íbúð sem hann var að gera upp. Hann hannaði púðahornið okkar og ég fór að sauma púða í anda þess og byrjaði að finna falleg efni og liti og raða saman. Addi er mikill listamaður í sér og við ræðum mikið um útfærslu og skipulag innanhúss. Stundum fara heilu næturnar í spjall á þessum nótum. Púðarnir sem ég fór að vinna í kjölfar þess að ég flutti til hans urðu miklu meira unnir heldur en þeir sem ég hafði gert áður. Ég lagði mjög mikla vinnu ( þá. Fólki sem heimsótti mig leist vel á púðana og það varð til þess að ég fór að hugsa um að gera alvöru úr þessu og Púðarnir eru bæði smáir og stórir og allir fagur- lega unnir. gera meira af þessu heldur en bara fyrir sjálfa mig.“ Til að finna efni í þessa sér- stöku púða heimsótti Katý meðal annars bólstrara sem voru henni hjálplegir og hjá þeim fékk hún mikið af göml- um, fallegum efnum, kögri og leggingum sem ekki er auð- velt að finna hér heima. „Ég hef líka notað tækifærið þegar ég ferðast og kaupi efni á Spáni, Ítalíu og víðar, næ mér í bút og bút. Svo hefur Sigríður i Seymu verið mér sérstaklega góð og látið mig fá prufur og falleg efni svo sem silkiflauel, falleg ofin efni og blúndur. Það skiptir ofsa- lega miklu máli að efnin séu góð, annars er ekkert gaman að vinna þetta. Ef efnin eru ekki góð er eins og þetta deyi í höndunum á rnanni." Árangurinn lét ekki á sér standa og svo fór að Katý hafði búið til svo marga púða að hún ákvað að sýna þá. „Ég leigði ekki sýningarsal eða neitt svoleiðis heldur kom púðunum fyrir í fallegu um- hverfi heima hjá mér með aðstoð Adda og frænku minn- ar, Ingibjargar Jónsdóttur, og bauð svo fólki þangað. Þann- ig gat ég betur fundið við- brögðin og fengið umsagnir frá þeim sem komu.“ Viðtökurnar voru góðar því helmingur púðanna fór strax og pantanir fyrir fleiri bárust í kjölfarið. „Það er auðvitað misjafnt hvað passar inn í um- hverfið hjá fólki, bæði litir og stfll. Sumir biðja um sérstaka litatóna og gerðir og stundum fer ég heim til fólks til að átta mig á hvers konar púða það vill.“ Katý skiptir púðunum sín- um í þrjá flokka, austurlensk- an stíl, „glamour“ og róman- tíska púða. „Ég reyni að fara eftir karakternum í efnunum og vinn eftir því. Ég teikna ekkert upp heldur verður hug- myndin til í höfðinu á mér. Ég byrja með einn efnisbút og svo vindur þetta upp á sig. Svo nota ég mikið kögur, pífur og blúndur og fikra mig áfram. Þetta er ákveðin fantasía og mikil handavinna. Hver púði getur tekið langan tíma enda verða þeir mér mjög hjart- fólgnir." Kemur aldrei fyrir að hún sé búin með púða en verði óá- nægð með útkomuna og rífi hann í sundur? Katý hlær við. „Jú, það kemur mjög oft fyrir. Ég er kannski búin að velja efnin og raða þeim saman á vinnuborðinu en þegar púðinn er fullmótaður er ég stundum óánægð og finnst eitthvað vanta eða eitthvað mætti vera aðeins öðruvísi. Þá rek ég oft upp og breyti þannig að þegar upp er staðið er upprunalega hugmyndin oft á tíðum ekki sú sem verður endanleg." Katý segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á fallegum efn- um enda saumað mikið á sig sjálf og þá sérstaklega kjóla og galadress fyrir hátíðleg tækifæri. „Reyndar hef ég ekki lært að sníða og fæ oft móður mína, Valgerði Jóns- dóttur, í lið með mér en hún er afskaplega fær saumakona og hjálpar mér Ifka við fata- saum. Ég er alin upp við saumaskap enda var móður- amma mín, Katrín ísleifsdóttir, klæðskeri. Sjálf er ég lagnari við að breyta fötum, glugga- tjöldum og öllu mögulegu í kringum mig og hef gert það frá því að ég man fyrst eftir mér. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að breyta og fegra hluti, bæði fatnað og annað. Ég var bara smákrakki þegar ég smíðaði húsgögn fyrir dúkkurnar mínar úti í bílskúr og málaði þau. Ég á það enn til að ráðast í að búa til borð og fleira smálegt ef mér dettur í hug.“ í Ijósi alls þessa leikur okk- ur forvitni á að vita hvort henni hafi aldrei dottið í hug að læra einhvers konar hönn- un. „Jú, mér hefur óneitanlega oft dottið það í hug. Ég hef bara alltaf verið í einhverju öðru og haft nóg að gera. En þegar fer að róast hjá mér er aldrei að vita hvað ég geri.“ Núna taka púðarnir og Ifk- amsþjálfunin allan tíma Katýj- ar. Nokkrir viðskiptavinir bíða eftir að hún komi í heimsókn til að átta sig á stíl og smekk þeirra. En hvað gerist ef hún er beðin um eitthvað sem ekki er að hennar smekk? „Ég reyni að setja mig inn í stfl viðkomandi og auðvitað verð- ur það ennþá auðveldara ef ég þekki hann. Verkið verður samt alltaf mitt og ég læt ekk- ert frá mér fara sem mér líkar ekki sjálfri. En það er með þessa listsköpun mína eins og önnur listaverk, þau geta verið í fýlu í einu umhverfi en notið sín fullkomlega í öðru. Þetta verður allt að harm- onera.“ □ 10.TBL. 1993 VIKAN 13 TEXTI: HELGA MÖLLER / UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.