Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 33

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 33
að vegalengdin hvora leið séu rúmir 400 kllómetrar. Ég hef séð jeppa koma kjagandi inn til bæjarins fulla af salernis- pappír, handþurrkum og ég tala nú ekki um þvottaefni og því um líku. Við erum líka með margar vörur á bónusverði, ekkert síður en verslanir í Reykjavík. Þegar þú kemur inn í verslun- ina sérðu „bónusmiða" á sum- um vörum í hillunum. Ég kaupi margt inn sjálf og hefur mér verið frjálst að kaupa vörur inn beint á þeim bestu kjörum sem ég get fengið, ég gæti pantað mér vörur frá ísafirði ef þvf væri að skipta. Verslunin okkar er rekin al- veg sér. Þetta á að heita eitt og sama kaupfélagið en það er það ekki. Fólk vill heldur ekki hafa það þannig því að það vill hafa samkeppni. Þetta er rekið sjálfstætt þó að við borgum öll í sama pottinn að lokum. Ég er í bullandi sam- keppni við hina búðina, þannig séð. Ég segi kannski ekki að ég auglýsi að ég hafi lækkað verðið á sömu vörunni til þess að komast niður fyrir hina búðina. Ég reyni hins vegar að hugsa um þessa hluti þegar ég geri innkaupin. Þegar ég hyggst setja ein- hverjar vörur á bónuspall segi ég við heildsalann að hann megi alls ekki selja öðrum vöruna hér á Höfn, þetta er svo lítill staður. Sá sem er í samkeppni við okkur getur keypt einhverjar aðrar vörur á sína palla. Hér á að vera hægt að gera góð kaup.“ HÖRÐUST VIÐ SIÁLFA MIG - Tekur þú vinnuna með þér heim? „Já, alltaf. Ég vinn allt bók- hald hér heima á kvöldin, fylli út birgðaskýrslur og svo fram- vegis. Verslunin er opin flesta daga ársins fram á kvöld, auk þess sem hún er hér hinum megin við götuna, þess vegna finnst mér ég alltaf vera I vinnunni. Verslunin stendur mér nærri, því get ég ekki neitað, og mér finnst gott að geta fylgst með því héðan úr stofuglugganum hversu marg- ir bílar eru á planinu framan við búðina. Ég er af gamla skólanum. Ég hef alltaf unnið eftir þeirri reglu að ég verði að gera hlut- ina sjálf, enginn geri þá fyrir mig. Ég rek þessa verslun eins og ég rek mitt heimili, það fer enginn annar I verkin mín, ef ég skil þau eftir ógerð að morgni þá eru þau óunnin þegar ég kem heim að kvöldi. Ég er orðin það fullorðin og þreytt núorðið að það vill verða ýmislegt hér heima sem mér finnst vera ógert." -Ertu harður húsbóndi? „Ég er kannski hörðust við sjálfa mig og líklega geri ég nokkuð miklar kröfur til stúlkn- anna sem vinna hjá mér, ég reyni líka að koma til móts við þær eins og hægt er ef þær standa sig vel og eru áreiðan- legar." MIKIL SAMHIÁLP - Þú vilt hvergi annars staðar búa en á Höfn. „Nei, hérfinnst mjög gott að búa. Ég er samt fædd og upp- alin á Fáskrúðsfirði. Ég kom hingað 1953 og vil ekki fara hóðan. Maðurinn minn, Þor- varður Gústafsson, er frá Djúpavogi en hann er fæddur og uppalinn í Papey. Hann getur heldur ekki hugsað sér Ég rek þessa verslun eins og ég rek heimili mitt. Þaö fer enginn í verkin mín. Ef ég skil þau eftir ógerö aö morgni eru þau óunnin þegarég kem heim aó kvöldi. að búa annars staðar. Bærinn hefur stækkað feiknarlega á þessum tíma og breytingarnar eru ótrúlegar. Ég fylgdist til dæmis með byggingu kirkjunnar og hótels- ins út um eldhúsgluggann hjá mér. Hér er góður bæjarbrag- ur og mikil samhjálp þegar eitthvað bjátar á. Ef slys ber að höndum standa allir bæjar- búar á bak við þá sem verða fyrir því. Hér er enginn einn. Ef konan þín veikist og senda þarf hana suður á sjúkrahús og þú ert kannski bundinn yfir tveimur litlum börnum, þá þarft þú ekki að standa einn, bæjarbúar standa með þér og vernda þig. ÚT í PAPEY - Svo farið þið út í Papey á sumrin. „Tengdaforeldrar mínir voru síðustu ábúendur í Papey og fluttu í land fyrir 27 árum. Við reynum að nýta hlunnindin þar og líta eftir eyjunni eftir bestu getu. Við höfum alltaf gengið eftir dúni og stundað lunda- veiðar í svolitlum mæli með tengdaföður mínum, Gústaf Gíslasyni. Kindur hafa alltaf verið í eyjunni og gengið þar óáreittar árið um kring og þær rýjum við að sjálfsögðu í sum- arbyrjun. Þær ganga við opið og em vanar að bjarga sér. Það er ekki mikið affall af þeim, það kemur einstaka sinnum fyrir að kind flæðir á skeri á veturna en það heyrir til undan- tekninga. Það er klukkutíma stím með trillubáti út í Papey frá Djúpavogi. Það getur verið hættulegt að fara á hraðbáti vegna þess hversu miklir straumar eru á leiðinni enda er eyjan úti [ opnu hafi. Hún virkar mjög nálægt þegar horft er á hana úr landi en vegalengdin þangað er býsna drjúg. Papey er okkar sumarparadís, góð og kærkomin tilbreyting frá dag- legu arnstri." □ 10. TBL. 1993 VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.