Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 41

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 41
Maggi litli var í stökustu vand- ræöum. Hann átti ekki nema 300 krónur en skiljanlega hrökk þaö hvergi nærri fyrir öllum þeim jóla- gjöfum sem hann þurfti að gefa. Hann tók sig því til, skrifaði jóla- sveininum og bað hann um að senda sér 5000 krónur. Þegar hann var á leiðinni með bréfið í pósthúsið mætti hann Lárusi frænda sínum. Lárus spurði hvert hann væri að fara og þegar hann frétti að hann væri að fara með bréf til jólasveinsins í póstinn kvaðst hann eiga að hitta jólasveininn um kvöldið og bauðst til að koma bréfinu til hans. Maggi þáði það. Lárus las auðvitað bréfið en þar sem honum fannst 5000 krónur vera nokkuð miklir pen- ingar ákvað hann að láta Magga fá 2500 krónur. Daginn eftir heimsótti Lárus Magga og kvaðst hafa hitt jóla- sveininn. - Því miður voru útgjöld hans svo mikil núna fyrir jólin að hann gat ekki látið þig hafa nema FINNDU 6 VILLUR 2500 krónur, sagði hann. - Gerðu svo vel. Maggi tók við peningunum en ekki var hann þó alls kostar á- nægður. Áður en frændinn fór settist Maggi niður og skrifaði jólasveininum annað bréf sem Lárus lofaði að koma til skila. Strax og Lárus kom heim opnaði hann bréfið og las: - Kæri jólasveinn. Þakka þér fyrir peningana. Gerðu nú svo vel að senda mér 5000 krónur i við- bót. En sendu peningana beint til mín því annars tekur Lárus frændi helminginn. STJÖRNUSPA ©1992 by King Features Syndicate. Inc. Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda !S|AnjQo me u|p|OÍieB6n|6 9 ‘jejueA eje|MB66n|6 g 'u6ue| je uu!i|BQe>| > ‘QjA Qinus QU0A jniep njnij e ‘euipuAiu e u|iuo>| je biqj z ‘JBjueA >jjeujnpo>j • i. HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Það liggur vel á þér þessa dagana og þér finnst þú hafa sér- staka þörf fyrir að láta gott af þér leiða. Gættu þín á því að láta fólk ekki ganga á lagið og notfæra sér góðmennsku þína og greiðasemi. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu og finndu takmörk þín í þessum efnum. NAUTID 21. apríl - 21. maí Þrátt fyrir skarpskyggni þína og útsjónarsemi í mörgum efnum kemur brestur í fjármálin og hann mun vekja þér nokkrar á- hyggjur um sinn - ef til vill óvæntur gjalddagi á láni. Þú bjargar þér úr þessum vanda og skipuleggur hlut- ina á nýjan leik. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Þú hefur hæfileika til þess að skilja kjarnann frá hisminu og kemur auga á hlutina í réttu Ijósi. Ýmsir eiginleikar þínir sem tvíbura munu styrkjast á næstunni, til dæmis að vera fljótur að hugsa. Það mun koma sér vel. KRABBINN 22. júní - 23. júlí Þaö á jafnvel eftir að hlaupa á snærið hjá þér ef þú tekur ákveðna áhættu og leggur í púkk með öðrum. Þetta gæti kostað þig svolítinn tíma sem þú ella myndir eyða með fjölskyldu og vinum. Láttu þetta samt eftir þér um stund- arsakir, það mun góðan ávöxt bera. UÓNID 24. júlí - 23. ágúst Ertu kannski með of mörg járn í eldinum? Skynsamlegt væri að þú legðir megináherslu á þá hluti og þau svið sem liggja best fyrir þér, þannig nýtast hæfileikar þínir betur. Þú býrð yfir miklum upplýsingum sem sumir yrðu þakklátir fyrir aö þú létir þeim I té. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þetta er ekki besti tíminn til þess að Ijúka verki sem þú hefur látið sitja á hakanum upp á síökast- ið. Reyndu samt að skila þínu svo það þvælist ekki fyrir þér lengur. Þaö er ekki gott að sópa ruslinu undir teppið og stinga höfðinu í sandinn. Taktu þig á. VOGIN 24. september - 23. okt. Þú munt lenda í aðstæð- um sem krefjast þess að þú ein- beitir þér til hins ýtrasta og sýnir á þér þínar sterkustu hliðar. Kapp- kostaðu aö koma sjónarmiöum þín- um á framfæri. Með léttu skapi þínu geturöu bægt frá þér gagnrýni sem þér finnst óréttlát og koma úr hörðustu átt. SPORDDREKINN 24. október - 22. nóv. Þú verður fyrir nýrri reynslu sem mun breyta afstöðu þinni í ákveðnu máli og auka víð- sýni þína. Njóttu tækifærisins og notfærðu þér þessa reynslu í sam- skiptum þínum við fólk sem stendur þér nærri. Þú hefur margt að gefa öðrum, njóttu þess. BOGMAÐURINN 23. nóvember - 22. des. Þér finnst skemmtilegt að takast á við verkefni næstu daga og líður vel í amstri dagsins. Þér finnst vera kominn tími til að hreinsa svolítið til í kringum þig bæði heima og á vinnustað. Þiggðu þá hjálp sem einhver kann að bjóða þér. STEINGEITIN 23. desember - 20. jan. Láttu eftir þér að gera það sem þig hefur lengi langað til en ekki þorað. Gættu þess samt að gleyma þér ekki í þessari nýju ver- öld sem mun annars taka hug þinn allan áður en þú færð viö nokkuð ráðiö. Komdu málum þínum á hreint. VATNSBERINN 21. janúar-19. febrúar Þú munt sýna félögum þín- um mikia fórnarlund á næstunni. Þú skalt samt ekki halda aö þú þurfir alltaf að vinna skítverkin fyrir aðra, reyndu meö lempni að leiða þeim það fyrir sjónir. Sumir gagn- rýna þig eflaust fyrir þetta en láttu á engu bera. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Næstu dagar fara í að komast að því í hvaða röð þú átt að leysa hin ýmsu verkefni sem fyrir þig hafa verið lögð. Farðu þér hægt í fyrstu og ekki færast of mikið í fang því að kapp er best með for- sjá. Reyndu að komast hjá óþægi- legum uppákomum í samskiptum við ákveðna persónu. 10 TBL. 1993 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.