Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 52

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 52
Á fegurö- arsam- keppninni var Linda meö óvenju- legan og skraut- legan höfuö- búnaö. „Já, við ábyrgjumst vinnu fyrir hana að andvirði tvö hundruð þúsund króna á ár- inu. Svo förum við með hana til London líka og þar fer hún í prufumyndatökur hjá góðum ijósmyndara. Við kynnum hana á umboðsskrifstofum þar og sýnum henni lífið í London, svo það verður áreið- anlega spennandi." - Ert þú sjálf alveg hætt að sitja fyrir í augiýsingum og á tískumyndum? „Nei, ekki alveg, en ég geri voða lítið af því. Ég vil ekki vera í hverju sem er. Ég vil helst vera á samningi í lengri tíma hjá fyrirtækjum eða taka að mér einhver stærri verk- efni.“ - Ertu með einhvern þannig samning í farteskinu? „Já, við Hófí erum á árs- samningi fyrir Oroblu sokka- buxur hjá íslensk-austur- lenska." - Nú hefur ein enn bæst í þann hóp, erþað ekki? „Jú, Andrea sem var valin með fallegustu fótleggina í fegurðarsamkeppninni.“ - Er hún á skrá hjá Wild? „Nei, því miður," svaraði Linda og er greinilega til í að breyta því. - Vindum okkur yfir í aðra sálma. Hvað varð um Fashion Bureau sem stóð fyrir nám- skeiðinu með þér í fyrra og Les rak? „Það er enn í gangi úti í London, með námskeiðahald og fleira. Námskeiðið í mars var líka haldið í samvinnu við Fashion Bureau. Meðeigandi Les rekur það að mestu einn síðan Les kom hingað til ís- lands en Les fer alltaf út reglulega." - Er hann alveg sestur að hér? „Já, í bili. Við erum samt alls ekki komin til að vera hérna.“ Linda leit út um glugg- ann þar sem maíveðrið, snjómugga og kaldi, blasti við. „Ómögulega, takk. Veðrið hérna er svo ömurlegt. Hins vegar er Wild komið til að vera. Við getum alltaf fengið einhvern til að sinna rekstrin- um þegar og ef við förum. Les sinnir þó ennþá fyrirsætustörf- um fyrir umboðsskrifstofuna sína í London og flýgur út þegar eitthvað gott er í boði. Svo fer hann líka við og við til að hitta vini sína og þriggja ára son sinn.“ - Það hefur heyrst að hann sé stundum í skotapilsi á skrifstofu Wild! Linda hló við. „Já, hann er stundum í skotapilsi. Hann er Skoti og er stoltur af því.“ - Þá var komið að hinni sí- gildu spurningu: Erhann í ein- hverju undir? Svarið reyndist líka sígilt: „Það er leyndarmál," svaraði Linda og skellihló. Nú er fegurðarsamkeppnin nýlega afstaðin og Linda sat að þessu sinni meðal áhorf- enda og fylgdist með. Hvernig fannst henni og hvernig líkuðu henni úrslitin? „Mér fannst mjög gaman. Ég fékk alveg fiðring í mag- ann þegar stefið, sem spilað er þegar á að fara að tilkynna úrslitin, var spilað. Þá upplifði ég aftur augnablikið þegar ég var kosin.“ Linda brosti að til- hugsuninni. „Málið var bara að ég var svo lítið inni í þessu, ég hafði svo lítið fylgst með stelpunum svo ég þekkti lítið til þeirra en hún átti þetta örugglega skilið." Linda á við Svölu Björk, nýkjörna fegurð- ardrottningu. - Varst þú búin að velja einhverja aðra í sigursætið? Linda hugsaði sig um. „Mér fannst Andrea ofsalega falleg og elegant og finnst að hún hefði átt að vera í einhverju af efstu sætunum. Hún er svona „moviestar-týpa“,“ bætti hún við. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum frá krýningar- kvöldinu var Linda óvenjulega búin. Hún var í hvítum, síðum kjól með reimum á hliðunum og bar allsérstakan höfuðbún- að. Hvar fékk hún þennan búning? „Hann var sérstaklega saumaður á mig. Mér finnst ofsalega gaman að klæða mig kvenlega, sérstaklega í síða kjóla. Mér finnst gaman að vera kona og fel það ekki.“ Þetta svar gaf tilefni til að tæpa á máli sem marga fýsir að vita nánar um. Ekki hefur farið fram hjá mörgum íslend- ingum umræðan um að Linda ætli að sitja nakin fyrir á síð- um þekkts, bandarísks tíma- rits. Þegar er helmingur myndatökunnar afstaðinn en hún fór fram f London nú ný- lega. Því miður er Lindu ekki heimilt að upplýsa okkur strax 52 VIKAN 10. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.