Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 49

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 49
mig. Ef til vill vegna þess aö dansleikurinn var á næsta leiti. Ef til vill vegna þess aö eft- irvæntingin var mikil. Ef ég nú brosti til hans - þessu töfrandi brosi mínu! Ef ég nú reyndi aö rekast á hann í bókstaflegri merkingu. Kannski myndi hann þá tala við mig. Kannski. Steindepill flögraöi um í hraungrýtinu. Sum- ir trúa aö hann sé illur fyrirboði. Ég horföi yfir sveitina; þorpið og bæina í kring. Hversu margir skyldu eiga sér dagdrauma um ævin- týri í íslenskri vornótt? Áreiðanlega miklu fleiri en skáldin. En draumur minn um aö kynnast Baldvin, ná af honum tali, rættist ekki. Allt fór á aðra leið. „Örlög ráða,“ segir pabbi oft. Aö vísu sá ég Baldvin á dansleiknum. En það var ekki eins og í Öskubusku aö hann dansaði viö mig allt kvöldið. Nei, við dönsuð- um ekki saman. Margmenni var þarna samankomið. Húsa- kynnin skreytt með netadræsum og blöðrum. Ljósadýrðin mögnuð. Hávaöinn ærandi. Eins og hljómsveitin héldi að hún væri þeim mun betri sem hún léki hæra. Hárgreiðslurnar voru hrikalega heillandi - jafnt pilta sem stúlkna. Gegnum grátt reykský mátti heyra dansglaða hlátra óma. Snemma kvölds sá ég Baldvin dansa við stúlkuna langleggjuðu. Síðan missti ég sjónar á þeim. Mikið átti hún gott að fá að dansa við hann. Ég reyndi að vera ekki öfundsjúk. Þaö gekk illa. Enginn hafði sagt mér aö það væri sárt að vera ástfangin. Hann horfði svo blíðlega á hana. Andlit hans Ijómaöi af hamingju. Þau voru glæsilegt par. Annars gat ekki verið auðvelt að vera svona falleg. Allt I einu varð mér þetta Ijóst - ef til vill var það ekki rétt hjá mér - en þegar ég horfði á hana þyrlast í dansinum varð ég fegin að vera bara hún Þóra - lágvaxin Ijúfa i litlu þorpi. Seinna - einum tveimur tímum síðar - hugsaði ég til heimfarar. Þá rakst ég á Bald- vin. En hann sá mig ekki. Hann var kuldaleg- ur, fjarrænn. Eins og frosinn. Andlit hans var fölt. Ég þorði ekki að ávarpa hann. Reyndi að brosa til hans en hann starði bara. Mér varð litið I þá átt sem hann horfði. Gegnum þung- búinn reykmökkinn í bleikri töfrabirtu sá ég þá fögru. Hún var að dansa vangadans við svart- hærðan mann. Sá var ekki úr þorpinu. Kannski af varðskipinu sem lá í höfninni. Kannski einhver úr ööru plássi. Þau dönsuðu ekki bara léttan vanga. Lík- amar þeirra vöfðust þétt saman eins og vafn- ingsviður hlykkjast utan um tré. Þetta var vangadans fullur af fyrirheitum. Brosið dó á vörum mér. Ég teygði út höndina. Hugðist grípa um handlegg Baldvins. Mig langaði að segja eitthvað - bara eitthvað - hug- hreystandi. En hann snerist á hæli. Hvarf mér út í bjarta vornóttina. Ég sá Baldvin aldrei framar. Þorpskirkjan var Iftil. Rúmaði engan veginn þennan fjölda. Allir þekktust. Allir vissu allt um alla. Þannig hljómaði almannarómur um lítil þorp - en þessu hafði engan órað fyrir. Ekki að Baldvin - Baldvin sem hafði fæðst hér og alist upp meðal þeirra. Baldvin sem stelpurnar höfðu verið hrifnar af síðan í tólf ára bekk. Þessi indæli, jafnlyndi drengur sem ævinlega vildi miöla málum. Átti engan óvin. Vildi aldrei slást. Ekki hann. Þorpsbúar voru flestir svartklæddir - aðrir I hvítu og svörtu. Þeir stóðu þarna - allir sem vettlingi gátu valdið. Ungir sem aldnir. Vatns- greiddir - alvarlegir. í glóandi vorsól. Margir urðu að standa úti fyrir kirkjudyrum. Ekkert auga var þurrt. Margir voru skjálfradd- aðir þegar sungið var. Einnig ég stóð úti. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór að jarðarför. Mamma stóð við hlið mér. Ef til vill grunaöi hana eitthvað en hún hafði um það engin orð. Var mér aðeins góð. Það var gott að standa hjá henni. „Sorgin gleymir engum,“ sagði hún undur- lágt. Ég fann hönd hennar í lófa mér. Sólin hafði brotist gegnum mistur og gráma. Þeirri staðreynd varð þó ekki haggað að Baldvin hafði framið sjálfsvíg aðfaranótt sunnudagsins. Þeir fundu hann í vinnuskúr við höfnina. Sorg fjölskyldunnar var myrk. Þung sem blý. Faðir hans hafði grátið eins og barn. Fað- irinn - þessi stóri sterki sjómaður. Ég grét. Hvers vegna grét ég? Þekkti Bald- vin næstum ekki neitt. Nú gæti ég aldrei kynnst honum. Ég hefði átt aö hlaupa á eftir honum á laug- ardagskvöldið - tala við hann. Hefði það breytt einhverju? Þessi spurning hafði þeyst um I höfðinu á mér eins og poppkorn í popp- kornsvél síðan ég fékk tíðindin. Við grétum þessa sóun á lífi. Ungu lífi. Góðu lífi. Ætlaði hann kannski ekki að verða tæknimaður? Hvers vegna hann? Hvernig höfðum við brugðist honum? Þessar sþurn- ingar mundu fylgja okkur alla okkar ævidaga - alveg þangað til ég yrði níræð. Það eru til spurningar sem aldrei verður svarað. Mér fannst ég skyndilega vera orðin fullorð- in. Eldforn. Eins og múmía. Ef Baldvin hefði séð sína eigin jarðarför fyr- ir, eins og konan I draumnum, mátti hann vita að tárin mín voru ekki krókódílatár. Þá hefði hann ef til vill aldrei hleypt af skotinu. Ef til vill. Þorpið hnipraði sig saman I kuðung og grét. Það mátti heyra ekkasogin niðri við klettana þar sem tárin blönduðust söltum haf- öldunum. □ 10. TBL. 1993 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.