Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 23

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 23
HEILDUN PERSÓNULEIKANS Benedicte Christiansen stoötækjafræöingur meö leirmót sem síöan er smíöaö eftir. sent líkur á að æöin haldist opin. Þetta er svipað í krans- æðum hjartans, munurinn er bara sá aö þar er um svo margar æöar að ræða. Að- gerðin er byggð upp á sama lögmálinu, framhjáhlaups- brautir eru settar í staöinn fyrir gömlu æðarnar." SÁR HÆTTA AÐ GRÓA Páll Gíslason segir að afleið- ingar reykinga komi fram á fleiri vegu I æðakerfi líkamans og þá I óbeinum tengslum við sködduð lungu. „Þegar lungun eru orðin lé- leg þykknar blóöið og rennur verr um æöar líkamans. í því sambandi má benda á að reykingamenn, sem eiga við æðaþrengsli að stríða, geta oröið fyrir því eins og aörir að fá sár eða fleiður, til dæmis á fótinn við að reka sig á. Slík sár geta átt erfitt meö að gróa. Til þess að sár nái að gróa eðlilega þarf blóðflæði að vera gott, í kringum sárið þarf það að vera tlu sinnum meira en ella. Fyrir venjulegt fólk er þetta ekkert mál en fyr- ir þessa sjúklinga getur þetta veriö afdrifaríkt. Þó að allir hættu aö reykja þyrftum við að berjast við sjúkdóma eins og æða- þrengsli áfram en fólk kæmi þá hingað miklu seinna og auðvitað mun færri en áður. Þaö er mikils virði að fá bót meina sinna og geta gengið óhaltur og sársaukalaust í tíu til fimmtán ár I viðbót. Við ger- um aðgerðir á fólki upp að átt- ræðu ef það er heilsuhraust á annað borð. Við gerum samt ekki aðgerð á áttræðum manni af því að hann getur ekki lengur hlaupið á eftir strætó. En ef um er aö ræða fullorðinn mann, heilsuhraust- an að öðru leyti, sem jafnvel er í vinnu, þá gerum við á honum aðgerð ef hann á orð- ið erfitt með gang undir venju- legum kringumstæðum." Þótt einkennilegt megi telj- ast er ekki nema um eitt ár síðan Páll hætti að reykja, þó svo að hann hafi um áratuga skeið hvatt sjúklinga sína til að leggja þennan ávana af. Hann mun halda áfram að hvetja fólk til að hætta áður en það verður um seinan. „Það væri geysileg heilsu- bót fyrir þjóöina að hætta að reykja. Auðvitað deyjum við öll einhvern tíma en spurning- in er ekki um það aö deyja heldur hvernig við deyjum. Þó að við lengjum ekki endilega ævina með því að hætta að reykja þá gerum við lífið betra og skemmtilegra. Þeir sem reykja eiga oft við marghátt- aða sjúkdóma að stríða slð- ustu tíu til tuttugu árin, jafnvel lengur." □ FRH. AF BLS. 19 legri þróun. Skólinn þarf að breytast í sálræktarstofnun sem eflir með mönnum tilfinninga- þroska, siðgæðiskennd, vitund- arvöxt og leggur áherslu á lífs- gildi og tilgang með lífinu. Þessi stefna í kennslumálum er nefnd mannúðleg eða heildræn mennt- un. Hún á upptök sín í þeirri út- víkkun á verksviði vísinda sem varð á síðasta áratug þegar vís- indamenn tóku að rannsaka dýpri vitundarsvið mannshug- ans, hugleiðingu, „æðri varurð og hina kosmísku vitund manns- ins“. Talsmenn heildrænnar stefnu í kennslumálum hafa gagnrýnt ítroðslu og utanbókarlærdóm menntastofnana samtímans. Þeir segja að þrátt fyrir að flest- um sé Ijóst að í skólum finnist mismunandi manngerðir með ólík áhugamál sé öllum veitt sams konar menntun. Hvorki er tekið tillit til ólíkra manngerða né reynt að glæða mismunandi hæfileika námsmanna. Þess háttar menntunaraðferð krefst stundum meiri aðlögunarhæfni en margir búa yfir. Mörg þekkj- um við dæmi um afburðagreinda nemendur sem hrökklast frá námi sökum lítils svigrúms til að tjá sig innan þröngskorðaðs skólakerfis. Einhliða nám veldur þar að auki tilfinningalegri og sálfræðilegri bælingu sem er al- menn í skólum Vesturlanda. Ljóst er að hverjum manni er nauðsynlegt að láta tilfinningar sínar og skoðanir I Ijós. í ís- lenskum skólum, til dæmis Há- skóla íslands og öðrum fram- haldsskólum landsins, er nem- endum ekki veitt svigrúm til þess að tjá sig svo nokkru nemi í kennslustundum. Ætlast er til þess að þeir sitji prúðir og skrái niður af andtakt hvert orð sem hrekkur af vörum kennarans. í sumum kennslutímum þykir jafn- vel óviðeigandi að nemandi beri fram spurningar varðandi náms- efnið. Slík kyrking á sjálfstæðri hugsun og almennri tjáningu hef- ur jafnan í för með sér það sem geðlæknar nefna „tilvistarsjúk- dóm“ (existential sickness), þaö er „trú á aö lífið sé merkingar- laust, sjúklegt ásigkomulag, deyfð og lífsleiða og skort á framtakssemi." Stór hluti af lang- skólagengnu fólki er hugmynda- snauð, andleg reköld sem eru oftar en ekki mörg ár að jafna sig eftir ítroðslu og fróðleikshrafl menntaáranna. TVENNS KONAR ÞEKKINGARLEIÐIR Forsvarsmenn heildrænnar menntunar styðjast við vísinda- legar athuganir sem leitt hafa í Ijós að hugarstarf mannsins er tvenns konar: sundurgreinandi og vitsmunalegur hugsanagangur sem tengist vinstra heilahveli og innsær og samtengjandi hugs- anagangur sem tilheyrir hægra heiiahveli. Vísindarannsóknir leiddu í Ijós að fólk sem oröið hef- ur fyrir meiðslum á vinstra hveli heilans átti erfitt með orðræna tjáningu eða missti jafnvel málið en röskun á hægra heilahveli hafði aftur á móti engin áhrif á tal- mál einstaklinga en truflaði þess í stað listræna hæfileika, sköpun- argáfu, jafnvægistilfinningu líkam- ans og svo framvegis. Þeir sem aðhyllast heildræna mennta- stefnu telja að vestræn menning einskorði sig um of við hugarstarf vinstra heilahvels og vilja aö menntakerfið þjálfi með nemend- um hæfileika beggja hvela. Robert E. Ornstein leggur áherslu á að hvort tveggja sé jafnmikilvægt. „Til dæmis eru báðar aðferðirnar óaðgreinaniega tengdar í vísindastörfum: sú fyrr- nefnda hefur úrslitaáhrif þegar kemur að talfræðilegri flokkun og túlkun á upplýsingum, en innsæ- samtengjandi aðferö er nauðsyn- leg á byrjunarstigi rannsóknarinn- ar þegar vísindamaðurinn fær hugboð um (stundum I svefni) hvernig skyldleika tveggja eða fleiri hluta er háttað og hvers kon- ar tilraun geti skýrt og rannsakað þessi tengsl." Menntakerfi samtímans leggur áherslu á tölfræðilega og sundur- greinandi hugsun meö þeim af- leiðingum aö hinn innsæi þáttur hugans þroskast hlutfallslega minna. Með því að gera þróun vitundarinnar og útvíkkun hug- ans, til dæmis með iðkun hug- leiðslu, að forsendu menntunar er að mati talsmanna heildrænnar menntunar hægt að efla bæði hlutlæga og huglæga þekkingu. Þannig telja þeir aö stuðla megi að heildun persónuleikans og nemendur öðlist aukinn skilning á sjálfum sér, umhverfi sínu og mannlegum samskiptum. Heimildir: Bertrand Russell. Tilvitnun úr Humanistic Ed- ucation eftir Robert E. Valett. Saint Luis: C.V. Mosby Company, 1977. Abraham H. Maslow, The Farther Reaches of Human Nature. New York: Penguin Books, 1976. Robert E. Ornstein, The Psychology of Consci- ousness. New York: Penguin Books, 1978 (3. út- gáfa). 10.TBL. 1993 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.