Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 19

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 19
un og andlegan heiðarleik nem- enda. Skulu kennarar, eftir því sem hver námsgrein gefur tök á, veita nemendum tækifæri til að efla dómgreind sína og sanngirni með því að kynnast ólíkum kenn- ingum og skoðunum, gagnrýna viðhorf og niðurstöður og fella að innræta nemendum þann hug- myndafræðilega grundvöll er samfélagið byggist á. Lítil áhersla er lögð á að þroska með nem- endum hæfni til rökfræðilegrar hugsunar, hvað þá að æfa nem- endur í að tjá hugsanir sínar, rök- styðja gagnrýni sína eða skoðan- TVENNS KONAR ÞEKKINGARLEIÐIR Heildræn menntun endurmetur hefðbundna afstöðu, bendir á aðra kosti og vill aö endurskipulagning skóla taki mið af þjóöfélagslegri þróun sem átt hefur sér stað á síðustu ára- tugum. Pegar borin eru saman dæmi um mismunandi gildis- mat heildrænnar menntunar annars vegar og núverandi stefnu ( menntamálum hins vegar koma andstæður þeirra í Ijós: HEFÐBUNDIN MENNTUN Lífsgíldi: Menntun: Þekkingarmiölun og sérhæfing á tilteknu sviði sem býr nemann undir starf í þjóðfé- laginu. Starfshættir skóla: Flokkun nemenda í samræmi við þjóð- félagsstéttir með námslánum, prófum og einkunnakerfi. Sam- keppni og hugmyndafræðileg mótun. Samfelld skólaganga (stúdentspróf) skilyrði fyrir framhaldsnámi. Vistfræði: Maðurinn er aðskil- inn náttúrunni og á því að nýta hana í auðgunarskyni. Atvinna: Full atvinna er ekki möguleg né æskileg í kapítal- ísku þjóðfélagi. Auðæfi: Einkaeign (kapítal- ismi) eða ríkiseign (sósíalismi) er heppilegasta form eignarrétt- ar. Aukin hagræðing og tækni- þekking tryggir áframhaldandi nýtingu. Framtíðarmarkmið: Háþróað tækni- og iðnaðarríki þar sem íbúarnir falla vel að fjöldafram- leiðsluháttum og sivaxandi neyslu. HEILDRÆN MENNTUN Lífsgildi: Menntun: Heildun persónuleik- ans og ræktun mannlegra eig- inleika (t.d. tjáningar, tilfinn- ingalífs, fegurðarskyns, dóm- greindar o.fl.). Starfshættir skóla: Samstarf nemenda og skipting eftir eigin vali í hópa sem gera mismun- andi kröfur í námi. Samanburð- ur á ólíkum lífsgildum, trúar- brögðum, hugmyndastefnum, heimspekikerfum o.fl. Vistfræði: Maðurinn verður að starfa í jafnvægi við náttúruna til þess að viðhalda samstilltri þróun í vistkerfi jarðar. Atvinna: Full atvinna er höfuð- atriði í lýðræðislegu og mann- úðlegu þjóðfélagi. Auðæfi: Auðlindir heimsins eru sameign allra. Með hámarks- nýtingu (þ.e. endurnýtingu) og skynsamlegri dreifingu efnis- legra gæða skapast félagslegt jafnvægi. Framtíöarmarkmið: Samfélag þar sem megininntak ákvarðana f þjóðmálum verði uppfylling mannlegra þarfa á líkamlegu, vitsmunalegu og andlegu sviði. rökstudda dóma. Skal jafnan að því stefnt, að nemendum skiljist af eigin raun, að markmið náms- ins er ekki fyrst og fremst að til- einka sér viðtekin þekkingaratriði og sjónarmið heldur að læra að umgangast staðreyndir og hug- myndir af heiðarleik, víðsýni og umburðarlyndi." Fögur fyrirheit breyta þó engu um þá staðreynd að menntakerfi fslands er fyrst og fremst ætlað ir. Þess í stað er lagt meginkapp á að innræta þeim sem flestar staðreyndir um sem flesta hluti á sem skemmstum tíma með sem minnstri fyrirhöfn. Skipulag og hugmyndalegur bakgrunnur is- lenskra menntastofnana einkenn- ist af viðhorfum atferlissálfræð- innar. Þar er gert ráö fyrir aö mót- un einstaklinga sé háð verðlaun- um og refsingum er orsaka skilyrt viðbrögð f atferli manna. Þessi TVENNS KONAR ÞEKKINGARLEIÐIR Hægra heilahvel „Kvenmannleg" Innsæi Samtengjandi Sköpunargáfa Táknræn hugsun Heildstæð skynjun á tíma og rúmi Tilfinningaleg og skynræn vinnsla Húmanisk visindi Vlnstra heilahvel „Karlmannleg" Rökhugsun Sundurgreinandi Skipulagsgáfa Orðræn hugsun Linulegt timaskyn Tölfræðileg og vélræn vinnsla Pósitifisk visindi viðhorf speglast í nákvæmu próf- og einkunnakerfi sem siðan markar með nemendum skilyrt viðbrögð er við nefnum sam- keppni. Námið verður því ein- manaleg píslarganga þar sem hver er sjálfum sér næstur. Kennslan er við það eitt miðuð að búa nemendur undir hlutverk sitt í neyslusamfélaginu. Námið er skoðað sem trygging fyrir efna- hagslegu örryggi og það sem numið er hefur lítið gildi í saman- burði viö prófskírteinið og þær töl- ur sem þar standa. Abraham H. Maslow lýsir þessu á dæmigerð- an hátt: „Vegna þess að lokapróf- iö eitt er talið hafa raunverulegt gildi þykir það tímaeyðsla af þjóð- félaginu og meiri háttar sorgarefni foreldra ef nemandi yfirgefur skól- ann án þess að Ijúka síðasta ári. Við könnumst öll við móðurina sem barmar sér yfir þeirri heimsku dóttur sinnar að hafa hætt námi og gift sig, því þar meö hafi skólagangan orðið „til einskis". Gildi þeirrar þekkingar sem hún aflar sér með þriggja ára námi hefur gjörsamlega gleymst." HEILDRÆN STEFNA í MENNTAMÁLUM Enska orðið „university" (háskóli) er komið af sama stofni og lat- neska orðið universitas sem merkir heilleiki eða „heildun". Segja má að þýðing orðsins feli í sér æskilegt markmið alls skóla- náms sem er heildun þersónu- leikans. Heildun persónuleikans er viðleitni sem miðar að því að tengja líkama, tilfinningar, hvatir, ■ Lítiö er reynt aö efla meö nemendum frumkvæöi en þess í staö lagt meginkapp á aö innræta þeim sem flestar staöreyndir um sem flesta hluti á sem skemmst- um tíma meö sem minnstri fyrirhöfn. ■ Menntastofnanir nútím- ans eiga sér hins vegar ekk- ert heildarmarkmiö. Þar er kennslan viö þaö eitt miöuö aö búa nemendur undir hlutverk sitt í neyslusam- félaginu. ■ Skólinn þarf aö breytast í sálræktarstofnun sem eflir meö mönnum tilfinninga- þroska, siögæöiskennd, vit- undarvöxt og leggur á- herslu á lífsgildi og tilgang meö lífinu. vilja, huga og sjálf mannsins f vel starfandi heild. Til þess þarf fræðslu sem snertir bæði vitund- arlíf mannsins og hinn félags- lega veruleika. Námið má ekki vera einhliða og leggja annað- hvort áherslu á hið hlutlæga eða hið huglæga. Þetta þýðir að þróa verður vitund nemandans sam- hliða þekkingu á mannlegum kjörum, þjóðfélagslegri byggingu og þeim lögmálum er ráða sögu- FRH. Á BLS. 23 10. TBL. 1993 VIKAN 19 TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.