Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 39

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 39
mjög lítil eða um tveir fermetr- ar og var hér í nágrenninu. Þar vorum við í sex ár en okk- ur langaði til að stækka við okkur þv( við gátum ekki kom- ið öllu á framfæri sem við höfðum að sýna. Við fengum þetta húsnæði fyrir um það bil hálfu ári og okkur finnst þetta enn vera mikið ævintýri. Þetta er eini staðurinn í Hollandi sem starfar á þessum grunni.” - Hvernig hefur svo geng- ið? „Bara vel. Ég held að mað- ur verði að segja það vegna þess að því verður maður að trúa. Dapurinn í gær var mjög góður. Eg seldi fjórar bækur og um fimmtíu póstkort en í dag er nokkuð rólegra. Það er ágætt þar sem ég þurfti að þrífa,” segir Cornelia og kímir. „En svona er þetta!” - Hvað eru mörg eintök vanalega prentuð af hverri bók? „Stundum eru það einungis tiu eintök en oftast um fjöru- tíu. Það er einhvers staðar á þessu bili. Hundrað er samt það mesta sem ég veit um. Öll verkin eru númeruð og á- rituð af höfundinum." - Hvað kosta nú svona bækur? „Verðið er 50 til 500 gyllini (1750-17.500 íslenskar krón- ur) og fer eftir vinnunni sem lögð er í hvert stykki.” - Með hvaða hugarfari kemur fólk að kaupa þessar bækur? spyr ég um leið og ég blaða í einni. Þar er hver síða þakin texta þannig að einung- is þrjú orð eru prentuð hvert svo að segja ofan í annað; RAUTT með rauðu letri, GRÆNT með grænu og BLÁTT með bláu. „Margir koma vegna þess að þeir þekkja til viðkomandi listamanns og langar að eiga verk eftir hann. Oftast fara hins vegar kaupin nokkuð til- viljunarkennt fram. Viðkom- andi hefur þá ekki heyrt lista- mannsins getið áður og það finnst mér mjög skemmtilegt að því leyti að þá veit maður að viðskiptavinurinn kaupir verkið einungis vegna verð- leika þess.” - Kaupir fólk þessar bækur sem listaverk? „Já og nei. Það er erfitt að segja til um það vegna þess að fólk hlýtur að vita að þetta er listaverkabúð. Ég er viss um að margir velja bækurnar vegna þess að þær höfða sterklega til þeirra en eru ekki að hugsa um að verkið hafi beint fjárhagslegt gildi sem listaverk. Margir kaupa bæk- urnar til gjafa og oft kaupir fólk tvær því það er svo hrifið að það vill sjálft eiga eintak. Þess má til gamans geta að sumir eru svo hjátrúarfullir að þeir vilja einungis kaupa bæk- ur sem eru númer sjö.” MARGIR SPYRJA UM ÍSLAND „Margir eru mjög forvitnir og spyrja mikið um listamennina. Stundum kemur fyrir að fólk er mjög áfjáð í að vita eitthvað um þennan íslending og um ísland og reynum við að upp- lýsa það af fremsta megni. Við höfum öll verið á íslandi og ég hef verið þar þrisvar þannig að ég veit þónokkuð um land og þjóð. Við erum öll mjög hrifin af landinu. Við höf- um átt okkar athvarf þar hjá listamanninum Kristjáni Guð- mundssyni og við höfum einnig bækur eftir hann til sölu hér en hann, Jan Voss og Henriétte eiga saman hús á Hjalteyri við Eyjafjörð.” - Hafið þið ferðast mikið um ísland? „Já, við höfum farið um allt. Mig langaði til að fara til ís- lands mörgum árum áður en ég lét drauminn rætast. Ég fór þangað í fyrsta sinn fyrir tólf árum og var mjög hrifin. Land- ið hefur gefið mér - og ég veit okkur öllum - mikinn innblást- ur.” - Hvers vegna langaði þig til að fara þangað? „Mér fannst meðal annars mjög áhugavert að fara til lands þar sem sama sem engin tré er að finna. Hér eru tré um allt þannig að maður heyrir alltaf þegar blæs. Á (s- landi getur maður ekki heyrt þegar vindurinn kemur. I fyrstu ferð okkar vorum við í tjöldum. Skyndilega tók vind- urinn með sér tómar ruslaföt- ur án þess að gera nokkur boð á undan sér. Þetta er frá- bært. Þögnin er yndisleg! Vinur minn kom með mér til íslands í næsta skipti og það má segja að hann hafi verið í sjokki vegna kyrrðarinnar. Hann varð bókstaflega hræddur því hann heyrði ým- islegt sem átti sér enga stoð I veruleikanum og hann hafði ekki heyrt áður.” - Margar bækurnar eru með íslenskum texta. Setur fólk það ekkert fyrir sig? „Nei, alls ekki. Þvert á móti er það mjög áhugasamt. Fólk vill vita hvað stendur og ég reyni að útskýra það fyrir því." - Skilurþú íslensku? „Nei. Mér finnst það leiðin- legt en íslensku listamennirn- ir, aðallega Rúna, hafa sagt mér um hvað textinn fjallar. Jan Voss skilur hins vegar ís- lensku og talar hana lítillega.” - Hversu lengi hefur Rúna búið hér? „Um tíu ára skeið og hefur hún allan tímann unnið að list sinni. Hún var gift hollenskum listamanni en þau eru skilin og hann býr á íslandi en hún hér. Svona geta örlögin ver- ið,” segir Cornelia að lokum og brosir. □ Y Nokkrir listamenn reka búð- ina í sam- einingu og selja þar aðallega listaverka- bækur sem þeir skapa sjálfir aö öllu leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.