Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 28

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 28
■ Þótt tíminn í London hafi aö miklu leyti fariö í pælingar af alvarlegra taginu var líka slegið á létta strengi og ýmislegt gert sér og öörum til gamans. ■ „Söngurinn gefur mér möguleika á aö komast í snertingu við eitthvaö í sjálfum mér, eitthvaö sem ég finn kannski ekki dags daglega.“ „Fyrir sjónvarpsþáttinn, sem gerður var, vorum við ákveðin í því hvað við ætluð- um að gera. Engu að síður var þetta svo brothætt að allt hrundi í hljóðprufu sem gerð var fyrr um daginn. Við viss- um ekkert hvar við vorum í köflunum, náðum ekki saman, komumst ekki inn í þjóðlagið og allt í þessum dúr. Sem bet- ur fer hörkuðum við þó af okk- ur, fórum yfir veiku punktana og settum allt í botn í útsend- ingunni." FJÖLSKYLDAN I RUSLI Þótt mörgum kunni að finnast það ótrúlegt leit búksláttar- gengið alls ekki á þessa upp- ákomu eingöngu sem grín þrátt fyrir að það gerði sér grein fyrir að þetta gæti orðið skemmtilega nýstárlegt. „Við vildum sist af öllu að þetta yrði eitthvert „fíaskó“ og að- hlátursefni, með neikvæðum formerkjum, sem þetta hefði allt eins getað orðið. Við litum á þetta í bland sem alvarlega tónlistarlega pælingu og skemmtun.“ Sverrir segir það aldrei hafa hvarflað að sér að með því að taka þátt í þessu væri hann að taka einhvern séns varð- andi feril sinn. Hann segist í sjálfu sér engu hafa haft að tapa. Hann var á óvenjulegri braut, sem er kontratenór- söngurinn, og í þessum bransa sé í raun bara um eina spurningu að ræða; gefur hlustandinn því séns sem þú ert að gera eða ekki? „Annars held ég að fólk hafi almennt tekið þessu nokkuð vel. Ein- hverjum fannst þetta alveg fá- ránlegt og að við værum bara að gera okkur að fíflum. Ég var einn úti á þessum tíma og var því laus við allt fjaðrafokið hér heima. Fjölskyldan heima á íslandi vissi aftur á móti ekki alveg hvaðan á sig stóð veðr- ið,“ segir Sverrir og hlær dátt. EKKI EFTIRLÍKING KVENRADDAR Vendum nú kvæði okkar í kross og reynum að átta okk- ur á þessari rödd, kontraten- órröddinni. Hún er íslending- um án efa nokkuð framandi og eflaust finnst mörgum hún töluvert sérkennileg. Þeir hinir sömu tengja eflaust hina háu tóna við kvenmannsrödd og finnst þeir ekki passa fyrir karlmann. Blaðamanni Vik- unnar lék forvitni á að vita hvort Sverrir kannaðist við þetta viðhorf og hvort hann hefði aldrei verið hræddur við að reyna fyrir sér á þessu sviði? „Það er rétt að fólk hér á landi hefur ekki vanist því að heyra þessa rödd sungna af karlmanni en það er mikill misskilningur að hér sé verið að líkja eftir kvenrödd. Allir karlmenn hafa það sem kallað er falsetta og kontratenórrödd er í grundvallaratriðum þjálfuð og útvfkkuð falsetturödd, sem hefur fengið stærri hljóm og vfðara raddsvið. Flestir karl- menn geta að einhverju leyti lært að beita röddinni á þenn- an hátt, þótt þar með sé ekki sjálfgefið að söngurinn verði fagur.“ KARL-ALT Rétt er að hafa í huga að röddin á sér sína sögu. Fyrr á öldum máttu konur ekki syngja í kirkjum og sáu karl- menn um allan söng, þar sem drengir sungu sópran. „Þessi hefð hefur haldist víða í Evr- ópu fram til dagsins í dag og er ákaflega rík í Bretlandi, þrátt fyrir að kirkjan hafi fyrir löngu aflétt banni við söng kvenna. í slíkum kórum syngja karlar alt-röddina og eru því oft nefndir karl-altar. Það er í raun aðeins annað nafn yfir kontratenórröddina. Litur kven-alts og karl-alts er ákaflega ólíkur og gerist það í æ ríkari mæli að þessum röddum sé teflt saman í kór- um sem flytja fyrri tíma tónlist. Er það gert til þess að kalla fram annan blæ en gengur og gerist. Ég hef aldrei veitt því at- hygli hvort einhverjum kunni að finnast það undarlegt sem ég er að gera og lít í raun svo á að það sé frekar vandamál þess eða þeirra en ekki mitt. Það sem skiptir máli er að ég var alltaf sannfærður um að þetta væri minn hljómur, að ég gæti þroskast og komist nær sálinni í sjálfum mér í gegnum þennan söng.“ NÓG AÐ GERA Sverrir kom heim úr námi fyrir einu og hálfu ári og segist hafa haft ótrúlega mikið að gera á vettvangi söngsins. Hann er nú að kenna söng í Nýja tón- listarskólanum, auk þess sem hann kennir Alexandertækn- ina. Hann sér atvinnumögu- leika víða og segir að ef menn ætli sér að helga sig sönglist- inni verði þeir að vera í þessu með opnum huga. „Ég get ekki kvartað undan verkefnaskorti því frá Ijóða- tónleikum í Gerðubergi fyrir rúmi ári hefur hvert verkefnið rekið annað. Það var stórkost- legt fyrir mig sem sólista þeg- ar ég tók þátt í alþjóðlegum flutningi á Jóhannesarpassíu J.S. Bach með Mótettukór Hallgrímskirkju og síðastliðin fjögur ár hafa sumartónleikar í Skálholti verið fastur liður hjá mér.“ FLOKKADRÆTTIR Sverrir ferðaðist um landið með þýska tónlistarhópnum Capella Media og flutti hann enska endurreisnartónlist. Núna syngur hann meðal annars með karlakvintettinum Voces Thules sem einbeitir sér að miðaldatónlist, endur- reisnartónlist og nútímatónlist. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur þar sem við erum tveir kontratenórarnir. Fleiri slíkir eru í sjónmáli svo að þú sérð að þetta er ákaflega smit- andi.“ Markaöurinn hér er lítill og rætt er um klíkuskap varðandi hlutverk í söngverkefnum. Sverrir segist kannast við þessa flokkadrætti en segir þá í raun mjög eðlilega. „Það er ekkert óeðlilegt við það að menn rotti sig saman. Hljóm- sveitarstjóra eða leikstjóra finnst gott að vinna með einni persónu en síður með annarri. Þannig er þetta alls staðar en kannski meira áber- 28 VIKAN 10. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.