Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 26

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 26
stærö. Ég hringdi en fékk þær upplýsingar aö enginn slíkur bíll væri inni og var sagt aö þeir gætu sent annan örlítiö stærri. Ég spuröi um verö og sá aö þetta var örlítið dýrara en hinn haföi átt að kosta. Viö vorum úrvinda eftir þetta geggjaða feröalag, meö bú- slóöina á gangstéttinni, svo ég sló til og pantaði bílinn. Þegar hann kom loks trúði ég vart mínum eigin augum. Um var aö ræöa eina þá stærstu rútu sem ég hef séð um dag- ana. Ef viö hefðum ekki verið oröin svona þreytt og viljaö sem fyrst komast heim í íbúö- ina okkar heföi ég sett upp svörtu sólgleraugun og neitaö því aö ég væri Mr. Gudjons- son.“ Svo fór þó ekki og upp í bílinn fór fjölskyldan. Þegar þau keyröu inn i London, fjögur í fimmtíu manna bíl, segir Sverrir aö sér hafi liöið eins og þar væri komin olíufurstafjölskylda frá íslandi. „Rútan var svo stór að hún komst ekki inn í götuna þar sem viö áttum að búa og bílstjórinn lenti í hinum mestu hremmingum. Hann var orö- inn brúnaþyngri en heilsu- samlegt er og mér leið illa yfir þessum ósköpum, fannst þetta alveg fáránlegt og þaö leiö langur tími þar til ég gat séð spaugilegu hliðina á þessu öllu saman." MEIRI HÁTTAR MENNINGARSJOKK Ferðalagið var aöeins upphaf að erfiðum tíma þennan fyrsta vetur í London. „Þetta var meiri háttar menningarsjokk fyrir okkur. Allt var eitthvað svo ólíkt því sem við áttum aö venjast og viö vorum í hálf- geröu sjokki til jóla. Strákarnir þurftu aö komast í skóla og hvert og eitt okkar þurfti aö takast á viö sinn innri mann.“ Sverrir segir aö í raun hafi óvissan verið erfiöust. „Maöur veit ekki hvaö tekur viö, er kominn inn í ókunnugt um- hverfi og verður aö takast á viö nýja menningu. Þar nægir að nefna hreinlæti, stétta- skiptingu og samgöngukerfi sem er iöngu sprungiö. Að auki var allt í lausu lofti hjá mér því ég byrjaði ekki strax í fullu nárni." Fjölskyldan var mjög hepp- in aö því leyti að hún lenti í mjög manneskjulegu umhverfi [ stórborginni. Þarna voru nokkur listamannastúdíó, áin Thames í fimm mínútna fjar- lægö, meö gömlum og rót- grónum krám einmitt á þeim staö þar sem hin heimsfræga Oxford-Cambridge báta- keppni fer fram. Þaö má því segja að þau hafi fengið sinn 17. júní í maí. Auk þessa kynntist fjölskyldan yndisleg- um nágrönnum sem hún held- ur enn sambandi viö. ALEXANDERTÆKNI í spjalli okkar um átökin sem fylgja því aö ná fótfestu í ókunnu landi berst talið að Alexanderskólanum sem Sverrir segir hafa gert ótrú- lega hluti fyrir sig. Reyndar sé þaö svo að hann myndi aldrei hafa komist í gegnum sönginn nema meö aðstoð Alexander- tækninnar. Þegar hér var komið sögu hefur söngvarinn líklega séö á augnaráöi blaðamanns aö hann þyrfti aö skýra betur þetta tal um Alex- andertækni. Sverrir segir hægara sagt en gert að útskýra meö fáum orðum hvernig hann vinni meö þessa tækni. Hann hugs- ar sig um í örlitla stund en bendir síðan á þá staðreynd aö bak-, háls- og höfuðverkir séu algengustu kvillar nútíma- mannsins. Þaö sé hægara sagt en gert aö komast fyrir slík vandamál vegna þess aö þau séu samofin þeirri dag- legu líkamsbeitingu sem hver og einn hefur tamiö sér. „Al- exandertæknin nálgast rót vandans með því aö upp- götva og vinda ofan af slæmu ávanamynstri og endur- mennta vöðvakerfi líkamans meö vakandi hugsun. Þaö má líkja þessu viö tölvu sem fær nýtt forrit að vinna úr. Hér er um kennslu að ræða þar sem bak, háls og höfuð læra aö vinna betur saman og það verður til þess aö okkar dýr- mæta orka nýtist betur. Lík- amsbeitingin veröur meðvit- aðri og tengist skýrri hugsun þar sem hugur og líkami starfa sem ein heild. Fólk verður að átta sig á því aö söngur er ekki bara það að gefa frá sér hljóö heldur opnar maöur leiö fyrir hljóöin meö samspili likama og sálar." BÚKSLÁTTURINN Þótt tíminn í London hafi aö miklu leyti fariö í pælingar af alvarlegra taginu var líka sleg- iö á létta strengi og ýmislegt gert sér og öörum til gamans. Landsmenn muna eflaust eftir því aö Sverrir tók þátt í uppá- komu á íslendingahátíö tengdri 1. desember, sem olli miklu fjaðrafoki hér heima. Mönnum fannst sem verið væri aö vega að þjóðararfin- um þegar fólk steig á stokk og barði sér á bert brjóst, fram- leiddi ýmis furðuleg hljóð, söng íslensk þjóölög og sagöi þetta vera eins íslenskt og ís- lenskt getur oröiö. Hvaö var þaö í raun sem vakti fyrir þessu torkennilega tríói? „Þaö sem hér var að gerast var aö ákveðið var aö fara af staö meö eitthvað sem myndi vekja athygli. í bland átti þetta aö vera landkynning og skemmtiatriöi á íslendingahá- tíö 1. des. Þaö fyrsta sem var gert var að grunnlínan var lögö. Nafnið, The Human Body Percussion Ensamble, vakti þvílíka athygli aö áöur en búið var aö ákveða hverjir skipuðu þennan flokk eða ákveöa nákvæmlega hvaö hann ætti aö gera var búiö aö panta hann á fjölmargar út- varpsstöövar." Þaö er á Sverri aö heyra aö hann hafi verið hissa á því hvernig tekið var á þessu í fjölmiðlum hér heima. „Fólk hér vissi ekki hvaö var þarna á ferðinni en mistökin í upp- hafi lágu í því hvernig þetta var kynnt. Það þurfti aö svara einhverju um þetta uppátæki á blaðamannafundum áöur en búiö var aö forma þetta full- komlega og líklega hefur kynningin ekki verið alveg nógu vel ígrunduö." ENGINN RANN Á RASSINN „Þetta var allt mjög laust f reipunum og viö vissum ekk- ert út í hvaö viö vorum að fara. Kvöldið fyrir útsendingu á fyrstu útvarpsstöðinni sprakk allt í loft upp. Viö vor- um komin meö hugmynd aö spuna meö búkhljóð, búkslátt og söng en fundum engan flöt á málunum sem allir gátu sætt sig við. Morguninn eftir haföi lygnt örlítið og viö ákváðum að reyna." Sverri er skemmt þegar hann rifjar þetta upp og segir að þau hafi fariö út á mjög hálan ís. „Diddi fiöla skrifaði spuna- hugmyndina út og viö, Diddi, Ragga Gísla og ég, æföum hana í bílnum á leiöinni á út- varpsstöðina. Síöan var settur upp mannalegur svipur og lát- ið líta svo út sem um þaulvant fólk væri aö ræða á þessu sviöi." Þrátt fyrir ísinn hála rann enginn á rassinn og hlut- irnir gengu nokkuð smurt fyrir sig. Farið var á fjölmargar út- varpsstöövar en sama prógrammið aldrei notað tvisvar. Gengið var út frá sömu grunnhugmynd og í byrjun en alltaf geröar ein- hverjar breytingar. 26VIKAN 10.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.