Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 32

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 32
VELTAN JÓKST UM HELMING FYRSTA ÁRIÐ VIKAN HEIMSÆKIR BJÖRK VALDIMARSDÓTTUR VERSLUNARSTJÓRA Á HÖFN CD c/l oo að er óhætt að segja um Björk Valdimars- dóttur á Hötn í Horna- firði að hún komi til dyranna eins og hún er klædd og fari ekki í launkofa með skoðanir sínar. Hún er útibússtjóri í kjörbúð kaupfélagsins við Vesturbrautina og hélt um síðustu áramót upp á tíu ára starfsafmæli sitt. Verslunina rekur Björk með glæsibrag og gengur þar sjálf í öll verk þeg- ar því er að skipta. Hún segist vera farin að þreytast - og skal engan undra. Nýliðinn vetur hefur verið henni sér- staklega erfiður en með mán- aðar millibili missti hún son sinn, Gústaf, sem hefði orðið þrítugur í sumar, og tengda- föður sinn sem sonurinn hét í höfuðið á. Hún hefur ekki látið hugfallast - „lífsbaráttan held- ur áfram“, segir hún. Björk var spurð að því hvað hafi orðið til þess að hún gerðist verslunarstjóri hjá kaupfélaginu. „Eg var búin að vinna í níu ár á skrifstofu Hafnarhrepps. Árið 1974 var ég ákveðin í að hætta. Þá höfðum við selt stórt hús sem við áttum og byggðum þetta hús hér. Mað- urinn minn var flutningabíl- stjóri og sá um aðdrætti eftir því sem hentaði. Ég ákvað að hætta að vinna og taka mér frí á meðan við værum að koma okkur fyrir í nýja húsinu. Þá komu þeir til mfn og spurðu hvort ég treysti mér til að taka við stöðu gjaldkera í kjörbúð kaupfélagsins við Hafnar- braut. Ég gat ekki sagt nei enda langt komin með húsið. Ég ætlaði samt aðeins að vera þar fram að áramótum. En þar eð versti tíminn var lið- inn hjá mér og þá vantaði gjaldkera til frambúðar afréð ég að vera lengur og þarna var ég því þangað til ég réðst sem verslunarstjóri á Vestur- brautinni fyrir tíu árum.“ EINNI KRÓNU DÝRARI - Er ibað satt að þú hafir allar vörur einni krónu dýrari en í öðrum verslunum kaupféiags- ins til þess að geta sýnt fram á betri rekstur? „Blessaður vertu, þetta er heilagur sannleikur. Sagan um krónuna er þannig til kom- in að starfsfólkið í bankanum sagði að við yrðum að reyna að útrýma aurunum, þeir þvældust bara fyrir auk þess sem dýrt væri að slá þá. Það var talað um þetta við ýmsa aðra sem stunduðu viðskipti hér í bænum. Ég tók upp þá reglu að ef einhver vara kost- aði til dæmis 34,30 þá hækk- aði ég verðið upp í 35 og svo framvegis, lét allar tölur vera í heilum krónum. Fólk fór þá að tala um að allt væri dýrara á Vesturbrautinni hjá mér held- ur en á kjörbúðinni á Hafnar- brautinni en munurinn náði ekki einni krónu. Ég kynnti þetta fyrirkomulag á neyt- endafundi í búðinni en þang- að hefur alltaf komið fleira fólk en í stóru búðina út frá. Það hafa kannski setið sjötíu manns á fundi inni á lager hjá mér á meðan aðeins sjö manns hafa komið á Hafnar- brautina. Það hefur sýnt sig hvar fólkið vill versla - enda höfum við alltaf reynt að vera í beinum tengslum við við- skiptavinina. Við erum með mjög rúman opnunartíma hór á Vestur- brautinni, til klukkan hálfátta á kvöldin alla daga vikunnar, líka um helgar. Þetta kann fólk að meta.“ - Sagt er að veltan í búð- inni hjá þér hafi hækkað um heiming fyrsta árið. „Þannig var að ég tók við versluninni um áramótin ‘82-83 en þá hafði veltan ver- ið 9,2 milljónir. Ég hugsaði með mér að ég væri slök ef ég gæti ekki aukið veltuna um helming á fyrsta árinu. Ég fór þá í rúmar 22 milljónir, síðan jókst veltan ár frá ári. Það er gaman að reka verslun þegar vel gengur. Ég held að þessu tímabili sé lokið, um sinn að minnsta kosti. Hór á Höfn hefur verið mikill uppgangur en nú eru blikur á lofti eins og alls stað- ar annars staðar í þjóðfélag- inu, að því er virðist. Okkur hefur samt gengið prýðilega fram að þessu en mér skilst að fyrirtæki í landinu eigi bágt í dag. Þegar allar deildir kaup- félagsins okkar eru dregnar saman er um taprekstur að ræða. Ástæðurnar eru marg- ar, við erum með svo mörg útibú, á Djúpavogi, Fagurhóls- mýri, tvær verslanir á Höfn, sjoppur og fleira. Þegar sam- dráttur verður í þjóðfélaginu kemur það niður á okkur eins og öllum öðrum. Fólk hefur haft það mjög gott hér á Höfn. Að vísu eru frystihúsin að hagræða rekstr- inum um þessar mundir en það er samt mjög mikil vinna, nógur fiskur eins og er. Ég held að allir þeir sem vilja sfunda vinna geti gert það. Eg hef ekki heyrt talað um kreppu hér þó svo að á móti blási á sumum sviðum um sinn.“ EITUR FYRIR VERSLUNINA „Mér finnst fólk versla minna og öðruvísi en á meðan það hafði meiri fjárráð. Því má heldur ekki gleyma að við erum í harðri samkeppni við Reykjavik. Fólk hefur svo lítið fyrir því að skjótast á bíl sín- um til Reykjavíkur og koma með hann heim fullan af varn- ingi. Fólk á ýmsum erindum að gegna til borgarinnar og fer þangað frekar þegar það getur notað ferðina til inn- kaupa líka. Fólk safnar því saman sem það þarf að gera, verslar í Bónus í leiðinni og kemur færandi varninginn heim. Þetta er eitur fyrir versl- unina hér í bænum. Margir fara suður snemma á morgn- ana og eru komnir hingað austur aftur fyrir kvöldmat þó 32 VIKAN 10.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.