Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 22

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 22
▲ Össur hf. er leióandi fyrirtæki á sviói gervilimasmíöi og flytur stóran hluta fram- leiöslu sinnar út. Hér eru stoötækjasmió- irnir. F.v. Guömundur Jakobsson, Vilhjálm- ur Guðjónsson og Gunnar Valdimarsson aó störfum. V Guómundur Jakobsson stoótækjasmióur meó fullbúinn fót. Haft var samband vió nokkra sjúklinga sem misst hafa fót vegna æðaþrengsla af völdum reykinga. Enginn vildi tjá sig um reynslu sína og enginn vildi kenna reykingum um. og mjög afmörkuö er aö ræöa. í stuttu máli sagt er stíflan þá losuð með því að leiðsla er þrædd inn í æðina en á leiðslunni er nokkurs konar poki sem er blásinn út. Þegar þetta tekst vel er skurð- aðgerð ekki nauðsynleg. Við framkvæmum um fimmtíu slíkar aðgerðir á ári. Á árunum 1986-1990 voru framkvæmdar á íslandi að meðaltali 10,8 aflimanir á ári. Þá er jafnan búið að reyna allt mögulegt áður en svo langt er gengið. Yngra fólk fær venju- lega gervilim sem það er svo- lítinn tíma aö venjast en eldra fólk hafnar oft í hjólastól og fer jafnvel inn á hjúkrunar- heimili. Þá fer þetta að hafa ekki svo litla þjóðfélagslega þýðingu því að fólk á hjúkrun- arheimili, sem þarfnast al- gjörrar aðhlynningar og gæslu, kostar tvær og hálfa milljón á ári. Það er því vissu- lega mikilvægt bæði fyrir sjúk- linginn og þjóðfélagið að unnt sé að bjarga fætinum svo að viðkomandi geti verið heima hjá sér. Hann getur þá kannski ekki hlaupið mikið eða gengið hratt en hann heldur fætinum og er að mestu eða öllu leyti laus við kvalirnar sem áður þjökuðu hann.“ FLESTIR REYKJA Páll kveðst hafa komist að því eftir áratuga reynslu að niu af hverjum tíu sjúklingum, sem koma til hans vegna verkja af völdum æðaþrengsla - sex- tugir og yngri, hafi reykt mikið. „Þá eru þeir margir hverjir búnir að reykja einn pakka á dag í þrjátíu til fjörutíu ár. „Þegar við athugum hópinn þar sem um er að ræða sjö- tuga sjúklinga og eldri eru einnig í þeim hópi einstakling- ar sem ekki hafa reykt. í þeim tilvikum eru æðaþrengslin af- leiðing eðlilegrar kölkunar og öldrunar. Yfirleitt koma karl- arnir yngri hingað til meöferð- ar heldur en konurnar sem koma þá tíu og jafnvel fimmt- án árum seinna. Hingað koma fáir undir fimmtugu en mjög margir um sextugt þegar fólk er búið aö reykja þrjátíu til fimmtíu pakkaár eins og við köllum það.“ - Verður vitneskjan um sjúkdóminn og afleiðingar hans til þess að fólk hættir að reykja? „Við berjumst á móti straumnum ef fólk ekki hættir að reykja því að þessar að- gerðir koma ekki í veg fyrir sjúkdóminn, þær lækna bara bilun á einum stað, sjálf æða- kölkunin hættir ekki. Það hægir mjög á henni að hætta að reykja." BATAHORFUR „Reykingar hafa mikil áhrif á batahorfur. Við leggjum mikla áherslu á það við sjúklinga okkar að þeir hætti að reykja áður en þeir koma í aðgerð. Ef þeir eru ekki mjög þjáðir látum við þá bíða í nokkra mánuði eftir aðgerð. Þá fá þeir tækifæri til að sýna sjálf- um sér og okkur fram á að þeir ætli að hætta að reykja og geti það. Þetta hefur því sálræn áhrif á þennan hátt - en einnig líkamleg því að mörgum sjúklingum batnar töluvert bara við það að hætta að reykja, einkum ef sjúkdóm- urinn er ennþá vægur. í þriðja lagi eiga flestir sjúklinganna það sameiginlegt að þjást einnig af lungnasjúkdómi vegna reykinganna, lungna- þembu, bronkitis og þar fram eftir götunum. Það getur haft ótrúlega mikið aö segja aö „hvíla“ lungun í tvo eða þrjá mánuði á reykingum. Það er meö ólíkindum hvað þau ná stundum að jafna sig fljótt. Auðvitað getum við ekki sagt við sjúkling sem kominn er með drep í fótinn að við gerum ekkert fyrir hann fyrr en hann hefur hætt að reykja, það segir sig sjálft, þá þarf að gera að- gerð strax. Ef hann aftur á móti er ekki með meiri einkenni en svo að hann getur ekki gengiö nógu hratt, þá er eðlilegt að hann bíði eftir aðgerð þangað til hann hefur hætt. Það hefur veriö sannað aö ef fólk heldur áfram að reykja eftir aðgeröina eru fjórum sinnum minni líkur til þess að „viðgerðin" endist eitthvaö því aö sjúkdómurinn heldur áfram. Algengt er að eftir fimm ár séu aðeins um 25 prósent æðanna opnar. Ef sjúklingarnir hætta að reykja eru aftur á móti um 85 pró-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.