Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 38

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 38
TEXTIOG UOSM.: ÞORSTEINN ERLINGSSON BOOKIE WOOKIE: ISLENSKAR USTAVERKABÆKUR AMSTERDAM T Cornelia Hoedaman utan viö verslunina, sem ber heitiö Bookie Wookie. ■ slensk list á sér marga að- I dáendur og þótt flestir Bþeirra séu á íslandi eru margir útlendingar tilbúnir að kaupa íslenska list í Amster- damborg. Þegar blaðamaður Vikunn- ar var á ferð í Amsterdam hafði hann frétt af verslun þar sem seldar eru bækur eftir ís- lenska listamenn og varan gengur nokkuð vel út. Hvernig stendur á því að verið er að selja verk eftir ís- lenska listamenn í Hollandi? Hvernig gengur salan? Höfða íslensk listaverk til Hollend- inga? Þessar og fleiri spurn- ingar leituðu á hugann þegar haldið var af stað til að finna þessa litlu verslun sem heitir Bookie Wookie og athuga hvernig málum væri þar hátt- að. Verslunin er í lítilli götu sem aðeins nokkur hús standa við og liggur gatan á milli tveggja síkja. Við báða enda hennar mátti sjá á göfl- um húsanna heitið Berenstra- at og húsnúmerið, sem blaða- maður var að leita að, er sext- án. Fallegur búðargluggi blasti við með hinum ýmsu prentlistaverkum þannig að ekki komu margar aðrar versl- anir til greina. Að lokinni skoðun mjög svo óvenjulegra tækifæriskorta í rekka á gangstéttinni fyrir utan gekk ég inn og litaðist um. Hillur voru þaktar alls kyns bókum og smáverkum og veggirnir líka. Inn af var lít- ill sýningarsalur þar sem gaf að líta mörg mjög athyglisverð listaverk. Meirihluti verkanna í búð- inni voru bækur og eru myndir fyrirferðarmeiri en textinn í þeim flestum. Þær voru flestar á ensku, íslensku, þýsku og hollensku - og það skemmti- lega var að margir viðskipta- vinir verslunarinnar, sem komu til að versla á meðan blaðamaður staldraði við, höfðu mikinn áhuga á að kaupa bækur með íslenskum texta. Við lítið skrifborð innarlega í versluninni, rétt fyrir utan sýningarrýmið, sat hressileg kona á miðjum aldri. Ég kynnti mig, settist hjá henni og spurði hvort hún væri einn af eigendunum. Kvað hún svo vera og kynnti sig, Cornelia Hoedeman. Ég byrjað á að spyrja hana hvernig þetta samstarf listamannanna hefði hafist. „Við vorum sex sem hófum samstarfið fyrir um það bil sjö árum. Kínverskur listamaður og skáld var í okkar hópi en hann dó fyrir tveimur árum. Við fimm sem eftir vorum héldum starfseminni áfram. Einn í þessum hópi var ís- lendingurinn Pétur Magnús- son. Hann var að vinna að annars konar hlutum en við erum að gera hér í Bookie Wookie þannig að samstarf okkar varð ekki langt. Jan Voss er aðaldriffjöðrin í starfseminni hér. Hann hefur gert listaverkabækur allt frá árinu 1968. Flestar bækur sem finna má hér eru gerðar af honum en hinir listamenn- irnir eru hollenska listakonan Henriétte van Egten, íslenska listakonan Rúna Þorkelsdóttir og svo ég. Eiginmaður minn starfar einnig mikið með okkur. Við höfum það sameigin- lega áhugamál að búa til bækur og höfðum gert það hvert í sínu lagi árum saman. Gróskan í samstarfi okkar varð sífellt meiri með tíman- um en því miður var eftir- spurnin ekki að sama skapi. Ákváðum við því að vinna betur að markaðssetningunni og héldum að með stofnun svona búðar gætum við glætt viðskiptin. Okkur finnst frábært að geta séð með skjótum hætti viðbrögð fólks við því sem við erum að gera og það er ein á- stæða þess að við vinnum sjálf í búðinni. Að sjálfsögðu er hin þó jafnþung á metun- um, að við höfum ekki efni á að ráða utanaðkomandi manneskju til að sjá um rekst- urinn,” segir Cornelia og hlær. - Hvað eruð þið menntuð? „Við höfum öll stundað nám í listaskólum en ekkert okkar lagði sérstaka áherslu á að búa til bækur. Sem dæmi er Rúna lærð í vefnaði og með- ferð annarra efna en pappírs og hún hóf ekki að búa til bækur fyrr en löngu eftir að hún lauk námi. Við eigum sjálf okkar prent- og bókbandsvél- ar og framkvæmum alla vinn- una á eigin spýtur. Þessar vélar eru á tveimur stöðum hér í Amsterdam, hjá mér og eiginmanni mfnum og í húsi sem Jan Voss og Henriétte van Egten eiga. Hinir koma til okkar og við vinnum saman. Bookie Wookie er önnur verslun okkar en sú fyrri var 38 VIKAN 10. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.